29.5.2010 | 00:46
Fínt kaupfélag í Ililussat
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2010 | 23:19
Nýtt ævintýri
Jæja núna er fimmtudagurinn 27 maí og ég kominn aftur til Grænlands og hefst þá nýtt ævintýri .... Réði ég mig aftur hjá Ístak, en verið er að reisa virkjun fyrir bæinn Ililussat, sem á vestur strönd Grænlands, við Diskóflóann. Hér búa ca 4500 manns, 3.stærsti bærinn, og ca 5500 hundar. Þetta er mjög fallegur bær, en hann stendur alveg við flóann sem er fullur af ísjökum, mörgum á stærð við góðan fótboltavöll og einvherjir metrar á hæð
Flugið var langt, þurftum að lenda á 2 stöðum áður en við lentum hér, taka eldsneyti og mannskap, þannig að ég er farinn í bælið og læt meira heyra frá mér síðar.
Bless´ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2009 | 00:51
Ja nú er lag á læk
ja nú er lag á læk, en það er orðatiltæki sem ég lærið í Fljótsdalnum... aldeilis margt og mikið búið að gerast hér hjá okkur í 2.firði þessa síðustu daga. Við erum búin/nn (það er ein kona/stelpa hér) að halda jóla/brottfara/verkloka/heimferðarhlaðborð og gleði, en það var á laugardaginn síðasta. Síðan fór kokkurinn í einn eina gönguferðina, og gekk núna stanslaust frá 0930-1630 í leit að nýjum ævintýrum og öðru slíku. Færið var náttúrulega hundleiðinlegt og allt svoleiðis en margt spennandi reynt, meðal annars að ganga á frosnu vatni, þar sem ísinn var svo tær að maður sá víða alveg niður á botn. En ég skal samt trúa ykkur fyrir því að ég hef sjaldan eða aldrei orðið eins hræddur og þegar við gengum til baka yfir vatnið, þá í logni, og þá heyrðum við alla brestina, urgið og surgið í ísnum. Ég hef aldrei verið eins feginn á ævinni eins og þegar ég var kominn á land aftur, gjörsamlega með hjartað í buxunum og ekki mátti miklu muna að annað lífrænt endaði ekki þar líka. En þetta var gaman eftir á og frábær innlögn í reynslubankann.
Nú, síðan skal svæðið bráðum yfirgefið. En planið er semsagt að sigla með stálskipinu Rínu héðan frá 2.firði, eftir hádegi á miðvikudag, og gista eina nótt á Hótel Sisimiut. Nú er fjörðurinn orðinn ísilagður að stærstum hluta þannig að siglingin tekur ca 3 klst í stað 1-1 ½ klst. Svo er flug frá Sisimiut einhvertímann á milli 11-13 og svo 3-4 klst flug heim. Gist eina nótt hjá ástkærri tengdamóður minni á Þórsgötunni og svo heim seinnpartinn á föstudag, heim á Hornafjörð. Þá lýkur 7 vikunni hér núna í þessu holli. Þá er ég búinn að vinna hjá Ístak í 20 vikur, og þar af vera hér í 2.firði í 17 vikur eða ca 120 daga. 1/3 af árinu 2009. Síðan verður bara koma í ljós hvort maður kemur einhvern tímann aftur hingað í 2. Fjörð, það er bara framtíðin sem getur sagt til um það og það borgar sig ekki að spá of mikið í framtíðina,..en eitt er alveg klárt. Maður á aldrei að segja aldrei...
Nú er mánudagskvöld og ég fer héðan á miðvikudag og til íslands á fimmtudag, en ég er búinn að pakka......og tilbúinn til brottferðar.
Hlakka til að koma heim
Blessykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.11.2009 | 00:21
STUÐ-STUÐ-STUÐ
Jæja þá er komið mánudagskvöld og ýmislegt merkilegt búið að gerast hér í 2.firði síðan síðast. Fyrst skal sagt að á laugardag fór tiltölulega stór hópur fólks héðan af svæðinu og þar á meðal lettnesku krakkarnir fjórir og þar með fækkaði mínu starfsfólki um helming, úr 4 í 2. Þannig að við Erla erum sem sagt bara 2 og reddum þessu bara flott, enda karlarnir orðnir bara 30 og búið að draga úr þrifaþjónustu og öðru slíku. Þannig að ég tek morgunmatinn, mæti uppúr 0500 og er til 21 þannig að dagarnir eru orðnir nokkuð langir, en þetta er svo sem bara í stuttan tíma því áætluð heimför er fimmtudaginn 26. Nóvember, næst komandi. Lent í Reykjavík að kvöldi og svo flug heim á Höfn að morgni 27, stuð, stuð, stuð. Framundan þá langt jólafrí, er reyndar atvinnulaus eftir þann tíma, en ég hlýt að fá eitthvað að gera. Í byrjun des verða opnuð 2 tilboð á virkjunum, þar sem rekstur á eldhúsi er inní pakkanum, þannig að maður veit aldrei hvað gerist. Kemur allt í ljós.
Nú svo á sunndaginn var búið að plana leit af jólahestum, en þegar við vorum komnir upp að vatn, þá var nú bleik brugðið því það var bara frosið, en þó ekki þannig að það væri þorandi að labba á því, þannig að við snérum bara frá. Þar sem ég var nú búinn að undirbúa daginn þannig að ég þyrfti ekkert að mæta fyrr en kl 1600, (mætti að vísu kl 07 og græjaði morgunmatinn) ákvað ég að taka bara rölt hér um hlíðarnar og leita mér að Rjúpu. Og til að gera dagslanga sögu stutta, þá var þetta þannig að ég rölti hér um í svokölluðum kúlusnjó, en það er þannig færi að í þriðjahverju skrefi sekkur maður uppí kúlur (klof) þannig að þetta var hið mesta puð, en rjúpurnar voru 7 sem enduðu í frystinum þannig að ég var bara sáttur við daginn, þrátt fyrir frostið á vatninu.
Einnig á sunnudaginn var stærsti áfangi verksins hingað til, en þá var varanlegum straumi hleypt á línuna og húsin í Sisimiut lýst upp með rafmagni sem framleitt er hér í 2.firði. Og svo í kvöld var fullum straumi hleypt á línuna og allt gengur eins og á að gera, þannig að þetta er allt að virka. Það eru miklir spekingar (SASarar)(sérfræðingaraðsunnan) sem hafa starfað við þetta verk á hinum ýmsu sviðum og tímum verksins. En á einu klikkuðu þeir alveg, og það er staðsetning búðanna. En þær eru akkúrat undir háspennulínunni, ekki alveg eins og þetta á að vera svona samkvæmt bókinni, en vonandi í lagi. Menn hafa svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu, nema þá að einu leyti. Og það er hvaða áhrif þetta getur haft á fyrr nefndar kúlur og það sem þeim fylgir, eða þær fylgja... Eru menn á því að annað hvort yrði þetta til þess að það verði viðvarandi slappleiki í stykkinu öllu, eða viðvarandi stífleiki, og eru menn ekki alveg sammál hvort er nú verra, eða betra.... en þetta kemur bara allt í ljós, við erum alla vegna í stuði, það er nokkuð ljóst.
En alla vegna, ef allt gengur eins og planið er, ég heima í Bjarmalandi þann 27 næstkomandi, hlakka mikið til að sjá alla, knúsa og kyssa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.11.2009 | 23:51
Jóla jóla jóla
Í dag var ákveðið í eldhúsinu hér í 2.firði að hefja undirbúning jólanna, og var þotið af stað og jólaljósin sótt og þau hengd upp og jólalögin sett í spilarann. Síðan var bara slökkt á flúrorljósunum í loftinu og kveikt á kertum. Ansi bara huggulegt. Allir kátir með þetta bara, einn og einn sáu illa til þegar þeir mötuðust en þetta bjargaðist allt saman. Voru menn á því að þetta ætti bara vel við í dag, enda veðrið búið að vera hálf svona óskemmtilegt, -5 °c og vindur þannig að mælirinn sagði að vindkælingin væri allt að -15°c, brrr. Voru menn á því að nú skildi líka setja skóinn út í glugga og snaffs með svo sveinki stoppaði örugglega. Nú bíður maður bara spenntur, drífur sig snemma í rúmið og reynir að sofna, en ekki víst að það takist strax sökum spennu.
Setjum jólin í hjartað, hættum að hugsa og þusa um vexti og skatta, það fer bara illa með okkur og er líka slæmt í maga, betra að vera bara með jólin í huga og gleðina sem þeim á að fylgja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.11.2009 | 02:13
Leitin að kvöldmatnum
Síðan á fimmtudag hefur ýmislegt viðgengist hér í 2.firði. T.d. á laugardag var opnaður hér ný pizzastaður þar sem áður var mötuneytið hér á svæðinu. Hlaut staðurinn nafnið, Gámínós og framleiddi hann pizzur alveg út í eitt, við mikinn fögnuð þeirra sem nutu. En sökum þess að símkerfið hrundi algjörlega og ítalski kokkurinn fór úr axlarlið við pizzuþeytingu, þá var staðnum lokað hið snarasta, eftir þó mjög velheppnaða kvöldstund, og mötuneytið opnaði aftur á sunnudagsmorgni með beikoni og tilheyrandi. Sökum mikil álags á matreiðslumanninn við að ná pizzadeiginu niður úr loftinu, var ákveðið að senda hann í göngutúr á sunnudegi. Var einnig ákveðið að hann skyldi hafa með sér rör eitt mikið og fallegt og hann beðinn um að koma með kvöldmatinn með sér til baka. Arkaði hann því af stað við þriðja mann inneftir dalnum þar til menn nenntu ekki frekari göngu, sem var reyndar mjög stutt, og settust uppí bíl. Var ferðinni heitið að vatni einu miklu en þar beið þeirra svört kryddpía með nýuppgerðan mótor. Hin áðurnefndi strandvörður var vant við látin og ekki tilbúinn til prufukeyrslu, þó svo að hún hafi fengið nýtt sett af hælum á sinn mótor ... hvað sem það er nú.
Sú svarta æddi með félagana um vatnið þvert og endilangt í leit að kvöldmatnum, þar til allt í einu að félagarnir urðu þess varir að fjórir ferfætlingar voru að kroppa uppí fjalli. Var því ákveðið að henda mönnum frá borði og reyna að fanga matinn. Spennan var alveg að fara með þá félaga þegar ferfætlingarnir nálguðust óðfluga, alveg þar til eitthvað heillaði þá frekar og þeir tóku strikið upp fjallið og hafa ekki sést síðan. Var þá ekkert annað að gera fyrir þá félaga en að finna svörtu kryddpíuna aftur og biðja hana um að skutlast með sig áfram. Var haldið af stað til baka og siglt í humátt til lands. En leiðin var nokkuð löng og frostið mikið, ca -16°c þannig að þegar að landi var komið voru félagarnir gjörsamlega gegn frostnir, enda búnir að sigla í gengum frostþoku þar sem nefhárin á þeim frusu meira segja. Þegar að landi var komið var þetta eins og í frægu atriði úr Dumb and Dummer þegar þeir stigu af mótorfák sínum. En eftir góðar 15 mínútur af Mullers æfingum þarna í fjöruborðinu var arkað af stað aftur í leit að kvöldmatnum. Var gengið dágóða stund þar til félagarnir urðu ferfætlinga varir, settu sig í stellingar, reyndu að komast nær svo ekkert færi nú úrskeiðis, en var þá eins og við manninn mælt, þau tóku undir sig stökk og hafa ekki sést síðan. Vorum menn nú frekar súrir í bragði enda adrenalínið farið að flæða um æðar þeirra félaga, og þá sérstaklega kokkurinn enda hann búinn að undirbúa allt fyrir kvöldmatinn, með vatn í potti og allan pakkann ... en engan matinn. Gengu menn því með hangandi haus til báts á ný enda að koma myrkur, en á leið þeirra til baka urðu 3 hvítfiðraðir fuglar, sem enduðu í poka félagans þannig að þeir komu ekki alveg tómhentir til baka.
En gaman að þessu fyrir félagana, heilmikið líkamlegt puð, snjótroðsla og frostsigling, enda strax farið að plana næstu fer í leit að kvöldmatnum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2009 | 00:17
Fimmtudagur
Í dag er búið að vera -12°c í allan dag, alveg frá því að ég vaknaði uppúr 06. Alveg stillt veður og fallegt, sólin verið hér í fjallstoppunum, hún er alveg hætt að koma niður í fjörðinn til okkar þannig að þá fer að styttast í að fjörðinn leggi, en það gerist nokkuð hratt þegar frostið er svona og algjör stilla. Það eru ekki mikil læti í eldhúsinu núna, karlarnir ekki nema 45-50 þannig að þetta eru bara róleg heit. Verkið gengur vel, prufanir á vélunum hafa staðið yfir og allt lofar góðu. Búið er að setja straum á línuna svona til að prufa, og það kom rafmagn í Sisimiut, þannig að allt virkaði. Til að geta skilað verkinu þarf að vera búið að framleiða rafmagn samfleytt í 3 vikur á nokkurra hnökra, og þegar það gengur eftir er okkar verki lokið hér í bili. En ef eitthvað klikkar á þessum 3 vikum þarf að laga það og byrja aftur á 3.vikna ferlinu, þannig að ef allt gengur eftir þá eru flestir farnir héðan ca 10 des, nú ef eitthvað klikkar dregst það um ....en það kemur bara allt í ljós, reikna með að koma heim í kringum 10 des, svona eins og staðan er í dag.
Við erum enn þá að bíða eftir endanlegu svari um verkið hér norðar, í Ilissuat, það kemur vonandi í ljós núna um miðjan mánuðinn, það verður svakalega spennandi verkefni, og hef ég óskað eftir því að fara með þeim þangað ef Ístak fær verkið. Annars er ég án atvinnu þegar þetta hér er búið, og er það svona létt farið að pirra mig, en ég reyni að hanga á kúlinu....vonandi verður bara af þessu fyrir norðan, þá finn ég mér eitthvað heima fram á vor og kem svo galvaskur aftur til Grænlands.
Reikna með að fara í annan göngutúr á sunnudaginn og þá verður vonandi búið að laga bátinn þannig að við getum siglt inn með vatninu, og vonandi verður búið að laga hana Pamelu, en það er annar bátur, hinn hér Mel B, Pamela er svona stærri og kraftmeiri... En þetta er eins og annað, háð veðri og vindum og öðrum slíkum þáttum. Kemur allt í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2009 | 02:04
Sunnudagsgöngutúr
Snemma á sunnudagsmorgun lagði af stað hópur manna til hreindýraveiða héðan frá búðunum í 2.firði. Stefnan var tekinn upp að vatninu mikla, farið þar í Mel B, en það er svartur harðplastbátur með utanborðsmótor. Þegar búið var að koma mótornum í gang, sem tók þó nokkra stund og mis falleg orð, var siglt í ca 10 mín og farið í land. Báturinn bundinn við stein og arkað af stað. Þá tók við hið mesta puð, en talsvert" hefur snjóað hér og var þunn frostskæna yfir öllu en púðursnjór þar undir, og svo þegar maður steig niður sökk maður alltaf niður að hnjám og oft alveg uppí klof. Svona var puðast áfram í ca 1-2 klst þar til við komum að öðru vatni og þar var hópur þeirra dýra sem við ásældumst. Þó svo að hópurinn væri að niðurlotum komnir, með blóðbragð og magasýrur í munni, þá fengu menn aukinn kraft og var eins og nýtt blóð æddi um æðarnar. Ákveðið var að 2 menn reyndu að komast í færi við 3 dýr sem voru sér en hinir héldu sig til hlés á meðan.
Til að gera langa sögu stutta þá náðu þeir að fella 1 dýra en allur hópurinn lagði á flótta og var kominn úr skotfæri á 10 sek. Þannig að við sáum ekki meira af þeim, óðum bara snjóinn og gerðum að dýrinu og bjuggum til hlaðborð fyrir rebba og erni. Enda liðu ekki nema 5 mín frá því að við vorum farnir að stærðar Örn settist að kræsingunum.
Áfram héldum við að leita að fleiri dýrum, gengum snjóinn uppí klof, þræddum fyrir skriður og upp hlíðar en enginn sáum við dýrin. Þannig að við ætluðum bara að fara aftur í bátinn og sigla innar með vatninu en þá kom í ljós að mótorinn var bilaður og voru menn farnir til að redda því og endaði dagurinn á því að báturinn koma að sækja okkur, hálf kalda og hund þreytta með eitt dýr, og þá með 4 hestafla mótor þannig að þegar við vorum komnir um borð þá var bara eins og hann færi meira aftur á bak en áfram, þannig að það tók hátt í 30 mín að sigla þessa leið og voru menn orðnir frekar sjúskaðir þegar að landi var komið, enda kominn norðan garri þannig að vindurinn nísti í gegnum allar flíkur og alveg inn að beini. Vorum komnir í kampinn kl ca 17.00, enda degi farið að halla og myrkrið að skella á.
En þrátt fyrir ákveðin vonbrigði með daginn voru með ánægðir með sig og ákveðnir að reyna aftur næst sunnudag, ef veður leyfir.
Gaman að segja frá því að vopnið sem ég er með er Mauser 98, fullskeftaður, 6,5x55 með orginal kíkisfestingum, svaka græja, frá fyrrihluta síðustu aldar, og hef ég hug á því að festa kaup á þessum eðalgrip.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2009 | 02:56
Náttúran í sparifötunum
Þegar þetta er skrifað er klukkan hjá mér 22.55 en er þá 01.55 á íslandi þannig að það er kominn föstudagur þar en fimmtudagur hér...En ég er nýkominn inn úr norðurljósamyndartöku, og það sem það var gaman. Frostið er komið í -12°c, svo gott sem algjört logn svo tunglsljósið endurkastaðist á glitrandi snjónum. Mátti varla vera að því að elda kvöldmatinn því norðurljósin voru farinn að hlaupa þá strax, en þetta hafðist allt saman. Allir fengu að borða og vel það. Það hefur talsvert fækkað hér á svæðinu hjá okkur núna, aðeins 50 manns í mat núna þannig að þetta eru bara rólegheit í eldhúsinu þessa dagana. Hefði nú trúað því að Þráinn og aðrir þeir áhugaljósmyndarar sem fóru heim í dag hefðu vilja vera með okkur í kvöld að mynda, en svona er þetta bara....En þetta er eins og gamall draumur sé að rætast hjá mér, að vera búinn að læra að taka svona myndir, keypti mér fjarstýringu á vélina mína og tók með mér gamla þrífótinn minn sem ég keypti fyrir ca 15 árum, þegar ég keypti Canon EOS 1000 filmuvélina. Síðan þá hefur mig langað til að getað tekið svona myndir og loksins er sú kunnátta kominn. Þakka þér Biggi, en það er strákur sem var að vinna hér. Ljósmyndarinn Biggi Sig. Mæli með honum.
Það er farin að aukast allverulega spennan hjá mér fyrir sunnudeginum, að fara á veiðar með hressum körlum. Búinn að verða mér út um þann útivistarfatnað sem mig vantaði og einnig búinn að komast yfir riffil með góðum kíki þannig að þetta er allt að verða klárt. Veðurspáin er ágæt fyrir helgina, þó á að vera einhver gustur núna á morgun og laugardag en vonandi verður það búið á sunnudaginn, hef reyndar fulla trúa á því .
Búinn að setja inn nokkrar myndir á fésbók og líka hér.
Blessi ykkur öll sömul
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2009 | 02:22
Mánudagur, úhú
Jæja síðast bloggaði ég á miðvikudegi og síðan þá er nú ýmislegt búið að gerast, en sökum tímaskorts og mannfæðar í eldhúsinu, gaf einni frí um helgina, hef ég nú ekkert sett hér inn. En sem sagt síðan á fimmtudag hefur eftirtalið gerst hjá kokknum í 2.firði. Hann hefur mætt í vinnu kl 0500 til að sjá um morgunverðinn, hann hefur þvælst um í góðu veðri og tekið myndir,týpískar jólakortamyndir. Nú kokkurinn hefur skotið Ref, og það ekki fyrir rass, hihihi. Já skaut minn fyrsta ref, stórann og feitan svartan ref sem var að veltast fyrir utan eldhúsið. Nú síðan tók ég þátt í að flá nokkur hreindýr, vorum svo heppnir að Þorri nokkur frá Setbergi er hér að vinna núna og hann gat tekið okkur í kennslustund í þessum efnum. En það fór sem sagt hópur manna til hreindýraveiða á sunnudaginn og kom með 4 dýr og bíða þau nú eftir því að ég rífi úr þeim beinin. Nú svo er ég búinn að fara á námskeið í að taka ljósmyndir í myrkri, af norðurljósum og svoleiðis, en það námskeið fór fram í gærkvöldi og var ég fram undir miðnætti að taka myndir í gær.
Búið er að ákveða að kokkurinn ásamt fylgdarliði fari til hreindýraveiða á sunnudaginn, og djö hlakkar mig til. Þetta verður heilmikið puð, labbað í snjó uppá mið læri í nokkra tíma og annað eftir því, en tilhlökkunin er mikil þrátt fyrir fyrirséð puð.
Þannig að það er heil mikið um að vera hér í 2.firði. við græddum reyndar nokkuð á laugardagskvöld, eða 1 klst. En kl 0300 varð klukkan allt í einu 0200 þannig að nú er 3 klst munur á okkur hér og á íslandi.
Blessi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 347
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar