Mánudagur, úhú

Jólafegurð Jæja síðast bloggaði ég á miðvikudegi og síðan þá er nú ýmislegt búið að gerast, en sökum tímaskorts og mannfæðar í eldhúsinu, gaf einni frí um helgina, hef ég nú ekkert sett hér inn.  En sem sagt síðan á fimmtudag hefur eftirtalið gerst hjá kokknum í 2.firði. Hann hefur mætt í vinnu kl 0500 til að sjá um morgunverðinn, hann hefur þvælst um í góðu veðri og tekið myndir,týpískar  jólakortamyndir. Nú kokkurinn hefur skotið Ref, og það ekki fyrir rass, hihihi. Já skaut minn fyrsta ref, stórann og feitan svartan ref sem var að veltast fyrir utan eldhúsið. Nú síðan tók ég þátt í að flá nokkur hreindýr, vorum svo heppnir að Þorri nokkur frá Setbergi er hér að vinna núna og hann gat tekið okkur í kennslustund í þessum efnum. En það fór sem sagt hópur manna til hreindýraveiða á sunnudaginn og kom með 4 dýr og bíða þau nú eftir því að ég rífi úr þeim beinin.  Nú svo er ég búinn að fara á námskeið í að taka ljósmyndir í myrkri, af norðurljósum og svoleiðis, en það námskeið fór fram í gærkvöldi og var ég fram undir miðnætti að taka myndir í gær.

Lion King fjallið

Búið er að ákveða að kokkurinn ásamt fylgdarliði fari til hreindýraveiða á sunnudaginn, og djö hlakkar mig til. Þetta verður heilmikið puð, labbað í snjó uppá mið læri í nokkra tíma og annað eftir því, en tilhlökkunin er mikil þrátt fyrir fyrirséð puð.

Þannig að það er heil mikið um að vera hér í 2.firði. við græddum reyndar nokkuð á laugardagskvöld, eða 1 klst. En kl 0300 varð klukkan allt í einu 0200 þannig að nú er 3 klst munur á okkur hér og á íslandi.

Blessi ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ýmislegt í gangi þarna í öðrum firði heyri ég.... Maður verður sem sé ansi flottur með svartan ref um hálsinn um jólin?

Annars er það af okkur aumum Íslendingum að frétta að hér keppast allir við að fá ekki svínaflensuna...Með misgóðum árangri...Kári greyið er lagstur...Hann er komin með flensulyf, og búinn að fá heimaþjónustu frá hjúkrunarstjóra Hjúkrunarheimilisins svo það gerist ekki betra...Nú svo er hann með ömmu sína sem er best.

Ég er byrjuð á geðdeildinni og líkar það bara vel...Bið að heilsa í bili....Knús Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 07:13

2 identicon

 hreindýraveiðar, hvernig kemst ég til þín fyrir sunnudag?

Hafðu það gott og mundu að hafa myndavélina líka með (en ekki gleyma rifflinum)

Nökkvi (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 23:22

3 identicon

Skemmtu þér vel í veiðiferðinni. Ekki samt skjóta Rúdólf ef þú sérð hann

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband