Náttúran í sparifötunum

ymislegt_haut_2009_168.jpgÞegar þetta er skrifað er klukkan hjá mér 22.55 en er þá 01.55 á íslandi þannig að það er kominn föstudagur þar en fimmtudagur hér...En ég er nýkominn inn úr norðurljósamyndartöku, og það sem það var gaman.  Frostið er komið í -12°c, svo gott sem algjört logn svo tunglsljósið endurkastaðist á glitrandi snjónum.  Mátti varla vera að því að elda kvöldmatinn því norðurljósin voru farinn að hlaupa þá strax, en þetta hafðist allt saman.  Allir fengu að borða og vel það. Það hefur talsvert fækkað hér á svæðinu hjá okkur núna, aðeins 50 manns í mat núna þannig að þetta eru bara rólegheit í eldhúsinu þessa dagana. Hefði nú trúað því að Þráinn og aðrir þeir áhugaljósmyndarar sem fóru heim í dag hefðu vilja vera með okkur í kvöld að mynda, en svona er þetta bara....En þetta er eins og gamall draumur sé að rætast hjá mér, að vera búinn að læra að taka svona myndir, keypti mér fjarstýringu á vélina mína og tók með mér gamla þrífótinn minn sem ég keypti fyrir ca 15 árum, þegar ég keypti Canon EOS 1000 filmuvélina. Síðan þá hefur mig langað til að getað tekið svona myndir og loksins er sú kunnátta kominn. Þakka þér Biggi, en það er strákur sem var að vinna hér. Ljósmyndarinn Biggi Sig. Mæli með honum.

Það er farin að aukast allverulega spennan hjá mér fyrir sunnudeginum, að fara á veiðar með hressum körlum. Búinn að verða mér út um þann útivistarfatnað sem mig vantaði og einnig búinn að komast yfir riffil með góðum kíki þannig að þetta er allt að verða klárt. Veðurspáin er ágæt fyrir helgina, þó á að vera einhver gustur núna á morgun og laugardag en vonandi verður það búið á sunnudaginn, hef reyndar fulla trúa á því .

Búinn að setja inn nokkrar myndir á fésbók og líka hér.

 Horft út 2.fjörð

Blessi ykkur öll sömul


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, vá, vá þessar norðurljósamyndir eru æðislegar. Skemmtu þér vel í veiðiferðinni

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 12:14

2 identicon

Þetta eru sannarlega fallegar myndir.  Farðu varlega á veiðunum. 

Guðlaug (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 23:46

3 identicon

flottar myndir hjá þér Gauti frændi og gaman að fylgjast með hvað þú ert að gera þarna

kv frænka þín og fjölskylda

Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 20:38

4 identicon

Jæja, ég bíð frétta

Nökkvi Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband