Sunnudagsgöngutúr

Snemma á sunnudagsmorgun lagði af stað hópur manna til hreindýraveiða héðan frá búðunum í 2.firði. Stefnan var tekinn upp að vatninu mikla, farið þar í Mel B, en það er svartur harðplastbátur með utanborðsmótor. Þegar búið var að koma mótornum í gang, sem tók þó nokkra stund og mis falleg orð, var siglt í ca 10 mín og farið í land. Báturinn bundinn við stein og arkað af stað. Þá tók við hið mesta puð, en „talsvert"  hefur snjóað hér og var þunn frostskæna yfir öllu en púðursnjór þar undir, og svo þegar maður steig niður sökk maður alltaf niður að hnjám og oft alveg uppí klof. Svona var puðast áfram í ca 1-2 klst þar til við komum að öðru vatni og þar var hópur þeirra dýra sem við ásældumst.  Þó svo að hópurinn væri að niðurlotum komnir, með blóðbragð og magasýrur í munni, þá fengu menn aukinn kraft og var eins og nýtt blóð æddi um æðarnar. Ákveðið var að 2 menn reyndu að komast í færi við 3 dýr sem voru sér en hinir héldu sig til hlés á meðan.

Til að gera langa sögu stutta þá náðu þeir að fella 1 dýra en allur hópurinn lagði á flótta og var kominn úr skotfæri á 10 sek. Þannig að við sáum ekki meira af þeim, óðum bara snjóinn og gerðum að dýrinu og bjuggum til hlaðborð fyrir rebba og erni. Enda liðu ekki nema 5 mín frá því að við vorum farnir að stærðar Örn settist að kræsingunum.

Áfram héldum við að leita að fleiri dýrum, gengum snjóinn uppí klof, þræddum fyrir skriður og upp hlíðar en enginn sáum við dýrin. Þannig að við ætluðum bara að fara aftur í bátinn og sigla innar með vatninu en þá kom í ljós að mótorinn var bilaður og voru menn farnir til að redda því og endaði dagurinn á því að báturinn koma að sækja okkur, hálf kalda og hund þreytta með eitt dýr, og þá með 4 hestafla mótor þannig að þegar við vorum komnir um borð þá var bara eins og hann færi meira aftur á bak en áfram, þannig að það tók hátt í 30 mín að sigla þessa leið og voru menn orðnir frekar sjúskaðir þegar að landi var komið, enda kominn norðan garri þannig að vindurinn nísti í gegnum allar flíkur og alveg inn að beini.  Vorum komnir í kampinn kl ca 17.00, enda degi farið að halla og myrkrið að skella á.

En þrátt fyrir ákveðin vonbrigði með daginn voru með ánægðir með sig og ákveðnir að reyna aftur næst sunnudag, ef veður leyfir.

Gaman að segja frá því að vopnið sem ég er með er Mauser 98, fullskeftaður, 6,5x55 með orginal kíkisfestingum, svaka græja, frá fyrrihluta síðustu aldar, og hef ég hug á því að festa kaup á þessum eðalgrip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta hefur verið skemmtilegur dagur heyri ég!!! En það er gaman að segja frá því að við mæðgur þrjár erum líka búnar að taka á því í göngum....í verslanir!!!! Og höfum staðið okkur vel......

Knús á þig minn ástkæri veiðimaður, ekki amalegt að eiga mann sem leggur svona mikið á sig til að bera björg í bú.... En ég get ekki gleymt veiðiferðunum ykkar Nökkva þar sem þið skiptuð með ykkur einni rjúpu!!! Það má kanski segja að það sé meira til skiptanna af einu hreindýri...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 07:39

2 identicon

Jæja Ragga mín það er gott að þú heldur hjólum efnahagslífsins á íslandi gangandi....ætlir þú þurfir ekki bara að kaupa þér stærri Boru til að koma öllu góssinu heim á morgun....

góða ferð gæskan

gauti (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 10:49

3 identicon

Hahaha nei góurinn....ég þarf ekki stærri Boru!!!!!!!!!!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 15:11

4 identicon

Spurning um að fá sér lokaða síðu. 

Guðlaug (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:24

5 identicon

Já það er þetta með rjúpuna, bíð spennt eftir þeirri veislu. Hélt að það hefði átt að bjóða frúnum upp á þá villibráð :)

Þetta hefur greinilega verið ævintýri og það er ég viss um að minn bóndi öfundast pínu út í þig

Íris Gísladóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband