Nýtt úthald

 

Það var kaldur andvarri sem tók á móti okkur í Ilulissat á hádegi í dag. Nokkuð ljóst að veturinn er mættur þó svo að hann sé svo sem ekkert farinn að sýna sig neitt að ráði. Eftir rúmlega klukkustundar stopp í bænum var siglt af stað og stigið á land í Patiksoq um 1 ½ klst síðar, þurftum að þræða aðeins í kringum ísjakana á leið okkar, þó á nokkurra vandkvæða.  Stemmingin á svæðinu ber þess merki að atburðir síðustu viku sitja í mönnum, þó svo að allir beri sig þó vel, enda svo sem ekkert annað í boði.

Daginn er farið að stytta, en þó njótum við dagsbirtunar fram undir kvöldmat ennþá, en myrkrið er alveg kolsvart þannig að það verður fínt þegar snjórinn kemur og lýsir upp fyrir okkur umhverfið. Einnig bíð ég spenntur eftir því að komast út á kvöldin að taka myndir af norðurljósunum. Tók reyndar smá forskot á það um daginn, þegar við Elli brunuðum til Hafnar frá Reykjavík, en þá var smá sýning fyrir okkur, bæði undir Eyjafjöllum sem og við Jökulsárlón.

Ég átti gott frí, þó svo að manni finnist það sé alltaf of stutt í annan endann, en planið er ennþá að þetta úthald verði bara 4 vikur, þannig að það ekkert svo langt að maður fari heim í fjölskyldufaðminn aftur,

Blessykkur


Planið

Plan næstu viku...

Mánudagur: 3 dagar og svo heim...júhú. Elda, baka. Byrja ápöntun sem þarf að fara til Danmerkur, og kemur eftir ca 4 vikur. Er reyndar aðfá í þessari viku ágæta pöntun frá Nuuk, og áætla að það dugi í ca 4vikur.  Taka á móti gám sem kom með skipinúna um helgina og er væntanlega fullur af ýmsum áhöldum sem vantar í eldhúsiðog kampana.

Þriðjudagur: 2 dagar og svo heim...júhú. Elda, baka. Klárapöntunina og senda, reyna að átta sig á því hvað maður á að gefa fallegukonunni sinni í afmælisgjöf (djók, allt klárt)(næstum) Pakka niður eftirkvöldmat

Miðvikudagur: 1 dagur og svo heim...júhú. elda hád.matinn oggræja kaffið og svo vonandi, vonandi komast í bæinn, Illuissat. Þarf aðerindast svoldið þar....annars bara daginn eftir, kyssa tengdó bless

Fimmtudagur: Heimferðardagur. Ef ég kemst í bæinn á mið, þáer bara verið að ruglast um bæinn fyrir hádegi, verslað inn fyrir eldhúsið ogsvona. Mæting á flugvöllinn ca 12-13 tekið á móti Kalla Steingríms, en hannleysir mig af, náfrændi minn frá Akureyri. 4 tíma flug....bílaleigubíll á Íslog svo brunað á Hornafjörð, vonandi kominn ca 24.00.

Föstudagur: HEIMA ER BEST. Knúsast í Röggu minni, börnunum4, hundi og ketti, kaffi hjá mömmu, ruglast svona eitthvað....skítt meðbókhaldið...

Laugardagur: hvar er sól, þangað förum við með fellihýsið...komumheim eftir helgi, og þá með afmælisstúlkuna fögru.....

Gott plan maður

 

Í dag er búið að vera svaðalegt veður, svo heitt aðflugurnar gátu ekki einu sinni tekið á loft, enda örlítill gustur sem bjargaröllu. Ég og Aðalheiður skelltum okkur í smá hressingargöngu eftir Beikonið kl1100, og gengum sem leið lá hér í átt að þeim stað sem Portalbyggingin verður,en þar fer maður inn í fjallið til að komast að stöðvarhúsi virkjunarinnar.Fallegur dalur og fallegt fjall sem á eftir að fara inní. Fundum tófubæli, enenga tófu, hún þorði ekki út, annars ekki mikið líf hér fyrir utan einstakasmáfugl, þurfum nauðsynlega að flytja Hreindýr hingað á þessar slóðir.

Bless´ykkur

 Svæði hér í Patiksoq


Rok og rigning

Þegar Ragga mín spurði mig hvort ég ætlaði ekkert að blogga áður en ég kæmi heim ( sem er eftir 8 daga), þá áttaði ég mig á því að ég hef ekkert gert af því síðan ég flutti hingað inn i Patiksoq fjörðinn. En hingað flutti ég sem sagt 22.júní síðastliðinn og verð því búinn að búa hér í firðinum í einn mánuð þegar ég fer heim, þá eftir 8 vikna úthald hér á Grænlandi.

Fjörðurinn, Patiksoq, en í botninum á honum kemur virkjunin til með að vera,  er langur og innsiglingin ekki verið talinn árennileg, það er hún er þröng og oft miklir straumar í henni, ekki ósvipuð Hornafjarðarósi... Stutt er í jökulinn, en hann er í raun bara rétt fyrir ofnan virkjunarsvæðið og reyndar skriðjökull sem skríður hér niður í næsta dalverpi. Á þessum 4 vikum sem ég hef verið búsettur í þessum ágæta eyðifirði, en hér er ekki einu sinni  sumarbústaður, hafa ýmsir sigrar verið unnir í undirbúning fyrir verkið sjálft, það er vatnsaflsvirkjun fyrir bæinn Illuissat, eða Jakobshavn eins og Daninn, nýlenduherrann þeirra kallar bæinn. Hafist var handa hér 1. Júni og síðan þá hefur 100 manna þorp risið með flestu því sem á þarf að halda í slíku þorpi. Þar má telja, vatnsveitu, fráveitu, rafmagn, vegalagningu, internet, gistirýmum, mötuneyti, skrifstofur og verslun og sjúkraskýli. Og öðru því sem að verkinu snýr þá er m.a. búið að framkvæma:miklar landfyllingar, grjótnámu úr gömlum árfarvegi, reisa verkstæði og lagerhúsnæði, sprengiefnageymslur ásamt miklum fluttningum á vélum og tækjum.

Ég er hér í nokkrum hlutverkum, en það er nú reyndar ekkert nýtt að ég taki að mér nokkur verkefni í einu. En ég er sem sagt matreiðslumaðurinn og bakarinn, yfirmaður í eldhúsinu, búðarstjórinn en þá hef ég umsjón með húsunum hér á svæðinu, sé til þess að þau séu eins og þau eiga að vera, hrein og fín og ber ábyrgð á að allt sé í lagi í þeim, nú svo er ég í hlutverki kaupfélagsstjórans hér í Patiksoq, en litla verslunin hér á vegum eldhússins, og í henni fæst nokkurnveginn allt það sem þú þarft á að halda í svona útilegu, það er gos og nammi, tóbak, snyrtivörur og annað slíkt. Að ógleymdu bjór og léttvíni, en líkt og í 2. Firði seljum við slíkt á laugardögum og erum grimm í skömmtuninni, það er að segja að það er bara ákveðinn kvóti sem menn mega kaupa í hverri viku..... þannig að búðarstjóri og kaupfélagsstjóri er ekki sama hlutverkið, en það er bara einn leikari...

 Nú er að koma að því að þessu 8 vikna úthaldi ljúki, sembetur fer... farinn að sakna míns fólks ansi mikið, það voru mjög taugastrekkjandi á 3.viku sem ekkert síma eða tölvusamband voru hér, en þeimur  betra var ástandið þegar sambandið komst á.

Núna síðust 2 daga er búið að vera dásemdar veður hér, það er rok og rigning..... en fram að því er búið að vera svo sem ágætt, allt að 28°c og lítill sem enginn vindur, en varla úti verandi sökum flugunnar, alla vegna fyrir mig sem sérstaklega vinsæll hjá þessum kvikindum.

Bless´ykkur

Vegagerð  IMG 3117 IMG 3119

Þyrluflug og fluttningur

Í dag vildi svo skemmtilega til að mér bauðst að fara í þyrluflug, og auðvitað þáði ég það. Flugum frá Patisoq og til Illulissat. Þetta var mjög gaman og flott að sjá landslagið svona úr lofti, t.d. var ég ekki búinn að gera mér grein fyrir því hvursu nálægt erum jöklinum í raun. Og það skýrir ýmislegt t.d. varðandi veðráttuna þarna og annað slíkt.
Nú er ég að pakka niður og flytja mig um set inn í fjörðinn. Komin upp ágætis aðstaða, þó án netsambands, en það varir líklega bara í nokkra daga. Læt heyra meira frá mér þegar samband verður komið á, erum þó í símasambandi í gegnum gervihnött......
bless´ykkur öllsömul

Sunnudagskvöld

IMG 1787

Nú er ég búinn að eyða flestum dögum í þessari viku inníPatisoq við að græja nýja eldhúsið mitt þar. Ræs kl 0600, mættur á bryggjuna06.45 og  þá tekur við ca 1,5 kls siglingupp Diskóflóann og svo inn um ósinn við Surfag og inn Patisoqfjörðinn. Þar erverið á fullu við að búa til litla þorpið okkar, græja matsalinn og eldhúsiðásamt skrifstofum og íbúðarkömpum. Einnig er búið að taka  á móti þyrlu og láta hana flytjasamskiptabúnaðinn okkar uppá nærliggjandi fjöll. Heimferð milli 19 0g 20 þannigað þetta eru ágætir dagar. Reikna með að gera þetta fram eftir vikunni, en bætiþó við að ég kem til með að elda mat fyrir vaktina hér í eldhúsinu íillulissat, en hingað til höfum við verið að smyrja samlokur ofaní allanhópinn, eða allt að 200 stykki pr dag. En nú er svo komið að allt samlokubrauðer uppselt í öllum búðunum hér ...... og líka það sem ég pantaði frá Nuuk, enþað kemur þó meira í þessari viku. Þannig að íbúar hér verða nú alveg var viðokkur, þó það sé ekki nema bara svona í matvörubúðinni, en sumar hillurnar erunú orðnar ansi tómlegar. Reyni svo hver sem er að mótmæla því að það sé ekkigóður virðisauki af stórframkvæmdum.....

Það er búið að vera allar tegundir af veðri hér þessasíðustu viku, snjóaði hér fyrrpartinn, var alveg hífandi rok og svo grillandihita molla núna um helgina. Búinn að vera nokkuð heppinn með flugnabitinn, endaét ég B-vítamín og spreyja mig allan með einhverju eitri.....7-9-13 . sumirhafa farið ansi illa út úr þessu, hafa bólgnað mikið og sumir hafa fengið alltað 100 stungur eða bit á einum degi. Þannig að menn eru farnir að þrá fyrstanæturfrostið, þó nokkuð langt sé í það ennþá. 

img_1825.jpg

 

Rödeby

Pakitsoq

Veit ekki af hverju mánudagskvöld henta til bloggskrifa.....  Þessi vika sem hefur liðiðfrá því að ég skrifað eitthvað síðast hefur liðið hratt og örugglega meðmikilli vinnu á öllum hér á svæðinu. Mikil áhersla er nú lögð á að komavinnusvæðinu í Pakitsoq í notkun, og hefur mikið áunnist þar, en unnið er ásólarhringsvöktum þar. Reyndar liggur nú við að það sé líka í eldhúsinu, endaskilaði ég inn vinnuskýrslu uppá 102 unna tíma fyrir síðust viku. Á laugardaginnfór ég inneftir, eftir smá bras við upphaf ferðar, (vélarbilun í bátnum) þáfórum við Gísli Kr. Inneftir með þvílíkum lúxus bát að það var hreinnunaður,  gekk einar 44 mílur og var þvísnöggur inn í fjörð innan um alla jakana, sem eru sumir á við myndarlegafjallgarða.

Eldhúsið er komið á sinn stað og verið að vinna að því aðtengja það við vatn og rafmagn. En heilmikil vinna er þó eftir þangað til aðverður hægt að elda mat þarna. Eldhúsið er vel tækjum búið, allt ný tæki ogflott. Bæði til eldunar og uppvöskunarlínan, þannig að það er bara spennandi að fá svona nýtt dót í hendurnar. Svokoma þarna bráðlega upp einir 4 íbúðacampar, skrifstofa, verkstæði, steypustöðog lager. En að ýmsu er að hyggja,  endaverið að reisa í raun lítið þorp, þar sem ekkert var áður nema melar og móar. Þannigað það þarf að leggja vegi, búa til plön fyrir húsin, finna vatn,( sem er eittaðalmálið) leggja allar lagnir fyrir vatn og klóak, koma fyrir ljósavélum ogleggja lagnir frá þeim og svo eftir götunum. Nú er verið að undirbúa þyrluflugmeð senda og endurvarpa fyrir talstöðvar, síma og internet. Þetta þarf aðfljúga með uppá fjallstinda og festa þar niður. Svo eftir ca 4 ár þarf að fjarlægja þetta mest allt og láta umhverfiðlíta þannig út eins og enginn starfssemi hafi verið þar.

En mér leyst bara vel á þennan fjörð, Pakitsoq, innsiglingininn í hann frá Diskóflóanum er nokkuð spennandi, tiltölulega þröng en ekkertsem vanir menn leysa ekki. En hér er valinn maður í hverju plássi þannig aðþetta gengur bara vel fyrir sig. Svæðið þar sem búðirnar eru á er vel opið tilsuðurs, og ég reikna með að okkur eigi bara eftir að líða vel þarna.

Skokka stundum hér eftir ganginum og kíki á HM en við sjáumalla leikina hér í setustofunni,  reiknameð að stemmingin eigi eftir að aukast þegar líður á keppnina.

Bless´ykkur


Fyrirsæta í miðnætursól

Fyrirsæta í miðnætursól

Þessi myndarlega fyrirsæta leyfði mér að taka myndir af sér um daginn, þegar ég var á ferðinni um miðnættið 


Mánudagskvöld

Já sæll er komið mánudagskvöld, það er aldeilis að vikanþaut áfram, en það gerist stundum þegar maður hefur nóg að gera. Síðasta vikafór að mestu leyti í að gera okkur klár hér í eldhúsinu. Við erum svo heppinnað í upphafi verksins  var tekinn súákvörðun að gera búðirnar myndarlegar í alla staði. Búðirnar samanstanda afmötuneytinu sem ég hafði í 2.firði, og svo 22 herbergja svefnálmu ásamtsetustofu og þvottahúsi. Einnig var stór lager byggður við eldhúsið ásamt kæliog frysti. Nú sér fyrir endann á þessari uppbyggingu, en í síðustu viku varhúsið allt málað að utan, en áður var búið að mála eldhúsið og matsalinn.Herbergin er fín, með sturtu og WC inn á hverju herbergi og þráðlaustnetsamband er í öllum búðunum. Við erum svona í útjaðri bæjarins, en lítilhverfisbúð og aðrar nauðsynjar eru hér í nágrenninu. Einnig eru hér bílar tilstaðar ef menn vilja gera eitthvað meira eins og fara í ljósmyndatúra og annaðslíkt.

Lagerinn hjá mér var kláraður fyrripart vikunnar og fékk égsvo vörurnar sem ég pantaði áður en ég fór að heiman, á miðvikudag og fimmtudagog fyllti þá allar hillur og rekka. Nú eru menn farnir að vinna hörðum höndumað uppbyggingu vinnubúðanna á verkstað, í firði sem heitir Pakitsoq, en þar erunnið núna á sólarhringsvöktum, þannig að talsvert erum nestisgerð og annaðskemmtilegt þessa dagana. Það er orðið hálf tómlegt hér í hádeginu þegar aðeins10 -12 manns borða, þá er næturvaktin sofandi og aðrir inn í firði. En svofærist fjör í þetta þegar líður að kvöldmat.  En stefnt er á að innan ca 3-5 vikna verðihægt að hafa fasta viðveru þarna og þá fer ég þangað að elda, en ég er búinn aðráða annan kokk hingað til að taka við þessu eldhúsi. Þetta gæti þó þýtt það aðég kem ekki heim í frí þann 24 júní eins og planið var í upphafi, en þess ístað yrði ég í fríi þegar Bjarmalandsfrúin heldur uppá stórafmælið sitt.

Blessuð vinkonan mín, flugan, er mætt á svæðið og mynnirmenn eilítið á sig, eða bara talsvert. En þetta er líklega eitthvað sem maðurgetur vanist, ég bíð alla vegna spenntur yfir því þegar það gerist, en er þósannfærður að það komi að því..... einn daginn. 


Sól og þoka

illulissat mai 2010 225

 

Á mánudagskvöld fór ég í smá rúnt hér um bæinn. Labbaði héreftir merktri gönguleið, bláuleiðinni eins og hún heitir á korti. Þeir hafafarið þá leið hér að smíða palla, göngustíga, yfir mela og móa svo ferðamennséu ekki að veltast út af gönguleiðunum. Ég labba örugglega eina 3 km á slíkumpalli, alveg þannig að maður sá yfir skriðjökulinn sem liggur hér út íísfjörðinn við Ililussat. Þetta er afkasta mesti skriðjökull í heimi, skríðurfram 20-35 metra á sólarhring og dælir stærðar ísjökum út í fjörðinn sem dólasér þar.  Síðan tók ég mér rúnt um bæinnog fékk smá útrás fyrir myndavélina.

Merkilegt með veðrið hér, það er eins og í 2.firði, alltaflogn og þoka 2.hvern dag..... alla vegna núna þessa daga sem ég er búinn aðvera hér, og glaða sólskyn hina dagana. Karla greyin sem vinna úti eru þessufegnir því þeir grillast alveg í þessari sól, þannig að þeir fagna þokunni hinndaginn til að kæla sig niður. Það var sem sagt þoka á sunnud, en glaða sólskyná mánudaginn og tilvalið til myndatöku, en þoka í dag.

Nú er hafinn undirbúningur á aðstöðusköpun ávirkjanasvæðinu, nokkrir kallar sigla uppeftir á hverjum degi, á sólarhringsvöktum, búnir að vera í vegagerð, en nú er að hefjast undirbúningur fyrir aðsetja upp vinnubúðir. Þar verða búðir fyrir allt að 180-200 manns, en sá fjöldiverður væntanlega starfandi þar næsta sumar. Reiknað er með að ég geti byrjaðað elda í nýju eldhúsi eftir ca 1 mánuð, þannig að þá vantar mig fólk tilstarfa hér í þessum búðum hér í bænum. Ef einhver sem les þetta er áhugasamurþá sendir hann mér bara póst á gauti@istak.is, en hér verða ca 25-30 manns í bænum. Þetta er fallegt svæði og bara spennandiog skemmtilegt.

Bless´ykkur


30. Maí

Merkisdagur í lífi okkar Bjarmalandshjóna og okkar barna erað kveldi kominn, en í dag 30. Maí eigum við Ragnheiður 12 ára brúðkaupsafmæli.Því miður er ég í annarri heimsálfu núna á þessum afmælisdegi, en við vorumsaman í huganum í allan dag. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í okkar lífi áþessum 12 árum, átt margar stundir saman, gæði gleðistundir sem og sorgarstundir.En það aldrei hefur dregið ský fyrir sólu í okkar hjónabandi, enda bestu vinirog félagar í blíðu og stríðu. En besta afleyðing af okkar hjónabandi eru börninokkar fjögur,Rafn, Ísar, Kári og Aðalheiður...Elska ykkur öll, og Bjart ogFreyju líka.

Við campverjar hér í Ililussat fylgdumst með kostningunum áíslandi í gærkvöldi. Voru menn alveg pollrólegir yfir úrslitunum, svo sem fáttsem kom á óvart, nema auðvitað í Reykjavík og á Akureyri.  Merkilegt að sjá hvað flokkarnir ílandsstjórninni fá lélega kosningu, segir kanski meira um störfríkisstjórnarinnar en viðkomandi fulltrúa í héraði. Hef svo sem ekkert meira umþessi úrslit að segja, nema þá það að ég er og hef aldrei verið, hrifinn af hreinummeirihluta atkvæða. Þá er mér alveg sama hvaða flokkur, eða hvar á landinuþetta gerist. Í raun finnst mér þetta vera hálfgerð nauðgun á lýðræðinu. Jú ok,meirihlutinn ræður, en það þarf stundum ekki nema 45%  atkvæða til að ná hreinum meirihluta fulltrúa.Og þá eru í raun 55% atkvæða sem falla dauð, því hreinn meirihluti gerir baraþað sem honum hentar í það skiptið, það eru bara hans skoðanir sem ráða, þaðþarf ekkert að ráðfæra sig við aðra......nei ég er ekki tapsár..... en mikil er ábyrgðin hjá því fólkisem hlýtur svona kosningu, þessi flokkur hefur framtíð samfélagana algjörlega íhendi sér næstu 4 árin, og þá er sama hvar það er á landinu og í hvaða flokkimenn eru. Því er það enn nauðsynlegra  aðþessi+- 55% sýni viðkomandi flokki mikið aðhald og jafnvel hvattningu og  stuðli þannig að eflingu loforða frambjóðenda, t.d með opinberum greinaskrifum og öðru slíku.

Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur, flestir í fríi oghafa notað hann til afslöppunar. Við í eldhúsinu byrjuðum á beikoni í morgun,ekkert slegið af með það og svo tók hvað við af öðru, léttur hád.verður, vöffluveislaí kaffinu, og svo svínakótilettur í raspi í kvöldmatinn. Bara gott. Í kvöldskellti hann sér í þoku, þannig að ég fór ekkert út með myndavélina eins og éghafði planað, en plön eru gerð til að breytast þannig að því var bara frestað.

Allt í sóma hér hjá okkur, bless´ykkur


Næsta síða »

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 347

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband