Jóla jóla jóla

Í dag var ákveðið í eldhúsinu hér í 2.firði að hefja undirbúning jólanna, og var þotið af stað og jólaljósin sótt og þau hengd upp og jólalögin sett í spilarann. Síðan var bara slökkt á flúrorljósunum í loftinu og kveikt á kertum. Ansi bara huggulegt. Allir kátir með þetta bara, einn og einn sáu illa til þegar þeir mötuðust en þetta bjargaðist allt saman. Voru menn á því að þetta ætti bara vel við í dag, enda veðrið búið að vera hálf svona óskemmtilegt, -5 °c og vindur þannig að mælirinn sagði að vindkælingin væri allt að -15°c, brrr. Voru menn á því að nú skildi líka setja skóinn út í glugga og snaffs með svo sveinki stoppaði örugglega. Nú bíður maður bara spenntur, drífur sig snemma í rúmið og reynir að sofna, en ekki víst að það takist strax sökum spennu.

Setjum jólin í hjartað, hættum að hugsa og þusa um vexti og skatta, það fer bara illa með okkur og er líka slæmt í maga, betra að vera bara með jólin í huga og gleðina sem þeim á að fylgja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fékkstu nokkuð kartöflu í skóinn?

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 16:36

2 identicon

Nei Íris mín ég er alltaf svo "stilltur" hihihi.

Fékk bara franskar og remólaði í staðin, að hætti Grænlenskra jólasveina

Gauti (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 18:22

3 identicon

"Stillti" vinur vona að þú hafir náð remúlaðinu úr skónum

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 23:18

4 identicon

Já Íris mín Gauti er alltaf svo "stilltur"!!!!!  Vona að þetta hafi verið einhverjir ónýtir skór sem þú settir út í glugga!  En rosalega er sá grænlenski snemma á ferðinn...Getur verið að ástæðan sé að það séu bara þægir strákar á Grænlandi...? Já maður spyr sig......

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 09:10

5 identicon

Hafðu það gott kæri bróðir.

Guðlaug (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 19:19

6 identicon

Kæri stillti vinur!

Mikið verð ég fegin þegar þú kemur heim. Nú er ástandið að verða þannig á orginalnum þínum að ég er hætt að þora að hleypa mínum manni út úr húsi. Eftir samtal við orginalinn varðandi hækjur sem við eigum þar, þá þorði hann ekki einu sinni sjálfur að sækja þær og bað mig vinsamlegast um að fara. Ég get ekki sagt annað en að ástandið sé að verða slæmt, vil ekki einu sinni tala um hvernig blikið í augum orginalsins var þegar ég birtist. Gott að þú ert að fara í þessar veiðiferðir í djúpum snjónum því það er nauðsynlegt að þú sért í góðu formi þegar heim kemur og þá meina ég MJÖG GÓÐU FORMI, svo ég held það sé rétt að þú byrjir strax að stunda stífar þrekæfingar. Svo bið ég bara guð að hjálpa þér kæri vinur og vona að æfingarnar eigi eftir að ganga vel.

Ég er búin að panta lögreglu fyrir minn mann bæði í og úr vinnu og bað um að þeir stærstu og sterkustu tækju að sér verkið svo þú getur verið rólegur varðandi það mál og stundað þrekæfingarnar af kappi.

kær kveðja

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 22:58

7 identicon

átti að vera búin að panta lögreglufylgd fyrir minn mann

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 22:59

8 identicon

Já ég kannast nú ekki við þessa ásökun Írisar...En eitt veit ég að ég þegar Nökkvi hringdi í MIG þá varð hann svo kátur að hann hló allt símatalið....Ég get ekki gert að því þótt mönnum finnist ég svona skemmtileg....Og ég er viss um að Íris hefur ekki hleypt honum út í gær vegna þess að hún hefur verið viss um að hann myndi annaðhvort deyja úr hlátri og þá ekki koma aftur heim....Eða bara ekki koma aftur heim.........Ég bið samt Írisi og Nökkva að vera alveg róleg ég er ekki eins brjáluð og ég lít út fyrir að vera....Þetta blik í augunum er bara hamingja.......En það er gott að þú sért í góðu formi kæri eiginmaður  þegar þú kemur heim þar sem það er full starf að vera húsmóðir á þessu heimili og þar sem ég verð í prófum þá lendir víst jólaundirbúningurinn helst á þér, þvottur, tiltekt, þrif, bakstur, föndur, heimsóknir í skóla, leikskóla já og svona mætti lengi telja....Ég segi samt mér til framdráttar að ég er búin að kaupa flestar jólagjafir.....Bestu kveðjur frá sönnum kvennkosti!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 08:20

9 identicon

Þið eruð nú meiri krúttin, en ég mæli með þrekæfingunum ;)

Enda frúin bæði orginal og hinn mesti, besti kvennkostur.

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:20

10 identicon

p.s

hvernig á ég að láta Nökkva hætta að hlæja? Þetta er eiginlega hætt að vera fyndið hahahahahahahaha

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:22

11 identicon

Já passaðu bara að hann hringji ekki í mig þá hættir hann fljótt!!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:40

12 identicon

Já sæll, bara stuð á ykkur, það er nú aldeilis gott. Íris mín þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af líkamlegu atgerfi mínu, stunda hér strangar æfingar á hverjum degi, jafnt að morgni sem kvöldi...... .........

Gauti (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband