Miðvikudagur

Búðirnar i vetrarbúningiÍ  dag var algjört póstkorta veður, snjór yfir öllu, frost þannig að það glitraði á snjóinn, blanka logn og sól. Svona var þetta í allan dag. Og í dag er líka afmælisdagur hennar Aðalheiðar tengdamóður minnar, til lukku með það gæskan. Ég veit að Ragga og hún nafna hennar, Sólin mín hafa stjanað við hana í dag. Ef mér misminnir ekki þá átti hún amma mín Sigurbjörg Gísladóttir líka afmæli þennan dag, nú ef það er vitlaust hjá mér þá vinsamlegast leiðréttið það.  Merkilegt hvað það eru margir sem maður þekkir sem eiga afmæli í október.  Gísli Sv, Elli, Kári Svan, Árni Gísla, Guðlaug, Alla, amma og svo fleiri og fleiri. T.d hálfur bekkurinn hjá Kára, eða svo næstum, á afmæli í október. Hvað skildi nú valda þessu, er það kuldinn í Janúar...ja maður spyr sig. Nei ég held að ástæðan sé hvað við borðum í janúar og febrúar, sem sagt Þorramaturinn. Já ég held að þetta góðgæti, sviðasulta, blóðmör, lundabaggar og svo maður tali nú ekki um pungana sé gríðarlega gott fyrir frjósemina, ja svo maður tali nú ekki um hákarlinn og brennsann. Og þá er alveg sama hvort kynið borðar meira af þessu íslenska lífræna Viagra, þetta bara greinilega svínvirkar.  Mér finnst þetta miklu líklegri skýring og já líka skemmtilegri og þarna er kanski kominn hugsanleg viðskiptahugmynd af útflutningsvöru, lífrænt frjósemislyf. Skildi maður fá styrk í þetta....Sólargeisli

Það eru ýmis hlutverk sem kokkinum eru ætluð á svona stað. Jú hann verður að elda matinn og svoleiðis, sjá um reksturinn á eldhúsinu og mannahald, þrifin á öllum herbergjum og göngum. Síðan tekur hann að sér að vera í hlutverki sálfræðingsins á svæðinu. Menn og konur þurfa jú að létta stundum á hugsunum sínum og þá er ágætt að koma bara í eldhúsið, fá sér kaffibolla og láta bara kokkinn sálgreina sig. Og honum tekst það bara ágætlega, held ég, alla vegna fer enginn grátandi út frá þessum dr. En kokkurinn hefur líka það hlutverk að sjá um líkin. Já líkin og líkhúsið. Og ekki í fyrst sinn svo sem hann gerir það....Já hann og hans fólk gengur um ganga, með poka í hönd og safnar líkum, færir það svo í þartilgerðar kistur sem eru svo fluttar í þartilgert líkhús. Þar er þeim, kistunum, raðað upp í loft og bíða þar flutnings til næsta bæjar, í næstu sókn.  Hérna er verið að tala um umbúðir utan um drykkjum, bæði áfengum og óáfengum. Kokkurinn var í þessu hlutverki í dag, það er að keyra með líkin í kistunum út af lagernum í eldhúsinu og inn í gám, líkhúsið.  Hvað er nú huggulegra á góðvirðisdegi en að fara fjölmargar ferðar á fjórhjóli, með lík á pallinum og njóta sólarinnar. En öllu gamni slepptu þá notaði ég góða veðrið til að koma flöskunum inn í gám sem verður svo fluttur í bæinn meðan fjörðurinn er ennþá ófrosinn.

Hvítur rebbiÞað kom einn hvítur rebbi í heimsókn til okkar í dag, það var fyrsti hvíti refurinn sem ég hef séð hér, þeir eru annars gráir eða næstum svartir.

Set hér inn link á svona myndasíðu sem ég var að útbúa svona til prufu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott myndasíða.  Þú ert góður ljósmyndari bróðir sæll.

Guðlaug (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:10

2 identicon

Áttu ekki að fá hærri laun ef þú ert farinn að gefa sálræna aðstoð???? Ég hefði þurft að panta tíma......

Bestu kveðjur Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 08:04

3 identicon

Sæll Gauti minn takk fyrir afmæliskveðjuna og gjöfina. Myndirnar eru mjög fallegar og ótrúleg litskrúðugar bestu kveðjur.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband