Einhverstaðar einhverntímann

Mánudagskvöld og  allt í rólegheitunum hér í 2.firði. Búið að snjóa talsvert núna um helgina og í dag. Búinn að vera talsverður gustur í dag þannig að það er komnir skaflar hér og þar. Kokkurinn hefur notið þess að klæða sig upp og þrumast út með skófluna og reyna að þyrla þessu hvíta hingað og þangað, svona til að halda gönguleiðum greiðfærum. Fram eftir degi leit út fyrir að það yrði mjótt á munum hvort kokkurinn eða vindurinn væri sigurvegari dagsins en þegar kokkurinn hætti að vinna í kvöld játaði hann sig sigraðan og gekk hálf svekktur inn í camp. En það var eins og við manninn mælt, það datt á dúnalogn þannig að það samdist um vopnahlé til morguns milli stríðandi fylkinga.

Helgin gekk ljúflega fyrir sig að vanda, skotið var eitt hreindýr á sunndaginn þannig að það bíður þess að ég rífi úr því beinin og pakki í kistuna góðu. Fer nú að verða kominn tími á að éta eitthvað úr þessari villibráðarkistu.  Annars er maður búinn að vera í hálfgerðu jólastuði  þessa dagana, langar mest að spila bara jóladiskana og baka smákökur, en ætli maður verði ekki að bíða aðeins, svona til að gera ekki alla í kringum sig vitlausa. Annars drapst á ljósavélinni hjá okkur í kvöld þannig að við hlupum til og kveikum á fullt af kertum í matsalnum þannig að þetta varð bara voða kósý hjá okkur.

Keypti mér um daginn nýja diskinn með Buff og Magga Eiríks, og í stuttu máli, bara góður. Yndislegt að kveikja bara á góðum disk og sleppa því að hlusta á Icesave, svínaflensu eða eitthvað tuð í þessum pólitíkusum sem hertaka útvarpið, líka voða gott að sleppa því að hlusta á Rás 2 á mánudagskvöldum þegar Bubbi Morteins leikur þar lausum hala og talar um sjálfan sig. Skelfilegt í gærkvöldi þegar var verið að senda út upptökur frá Airwaves ... þar sem berfætta færeyska mærin stóð uppá sviði og vældi og skældi, dísess kræst, þá var mér öllum lokið, úff. Mæli frekar með góðum CD og bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það ekki jólalegt hjá okkur nema þá kanski í Ikea og Blómavali!

Brjálað að gera í vinnunni í gærkvöldi og svo er ég að drífa mig á morgunvaktina...Fæ væntanlega sprautu á miðvikudag eða fimmtudag....Gott að heyra að þér líður vel..Knús...Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 07:27

2 identicon

Ekki má gleyma  Office one og Hagkaup, þar eru jólin líka.

Farðu varlega í stríðinu við vindinn.

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 16:03

3 identicon

Færeyska mærin!  Ertu að meina Eivöru Páls?  Varlega góurinn, maður talar vel um snillinga. 

Spurning hvort þú bjóðir ekki upp á grænlenskt hreindýr um áramótin.  Ekki spurning að ég mæti :) Óþarfi að spreða því í óvandaðan vinnulýð á hjara veraldar.  Úps, talandi um að vanda málfar gagnvart snillingum :( 

Annars á ég afmæli í dag.  Var vakin klukkan 7 með morgunmat og söng.  Var reyndar löngu vöknuð en kreisti aftur augun vitandi á hverju ég átti von.  Gekk um skólann í dag með skiltið mitt góða sem á stendur:  Ég á afmæli í dag.  Verið góð við mig.  Fékk þetta skilti þegar ég var þrítug og fann það um daginn.  Vakti mikla lukku og fékk ótal söngútgáfur og hamingjuóskir út á það.  Gaman, gaman.  Endaði svo afmælisdaginn á því að sitja námskeið um fjármál heimilanna en það var afmælisgjöfin mín til sjálfrar mín. 

Hafðu það gott litli bróðir og farðu varlega í snjónum.  Ertu ekki með GPS tækið þitt alltaf á þér?

Guðlaug Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband