Fullt tungl

Hér í 2.firði gengur  lífið allt sinn vana gang, helgin fór bara vel fram þrátt fyrir fullt tungl og næturfrost. Þar sem flestir eiga frí á sunnudögum fá menn sér oft svona í aðra tánna á laugardagskvöldum og er það bara nauðsynlegt svona til að hressa aðeins uppá menn. Þetta fer alltaf vel fram enda allir þreyttir eftir vinnuvikuna. Svo mæta menn hressir og kátir í beikon til kokksins á sunndagsmorgnum og njóta svo frídagsins með ýmsum hætti. Sumir labba hér um villta náttúruna, aðrir renna fyrir  fiski nú eða hvað það sem þetta svæði bíður uppá. Það er búið að vera næturfrost hér undanfarnar nætur og einhvern veginn finnst manni vera stutt í snjókomu þó svo að það sé aðeins í fjöllum ennþá.

Það byrjaði hjá mér ný stelpa núna á fimmtudaginn, hress og skemmtileg, enda kom svo í ljós að hún er  greind með ADHD eins og hann Ísar minn, ja pabbi hans jafnvel líka þó svo að hann hafi ekki greininguna á blaði. !! Gaman af þessu , líf og fjör allan daginn, enda verða menn að vera hressir og kátir svona í útlegð. Nú er Ragga farin í útlegð í viku, og mamma og Rafn redda þessu á meðan. Síðan kem ég heim 1. Október og hef hug á því að taka eina helgi í R-vík, búinn að leigja íbúð, og taka hús á Gísla bróður sem ætlar að verða fullorðinn núna í október.  Hann neyðist sem sagt að halda party því það fyllist hjá honum húsið að ættingjum og eitthvað verða menn nú að eta og drekka á svona stundum.... hahahaha. Fínt að hitta líka Aðalheiði kjarnakonu tengdamóðir mína. Það væri réttast að taka hana með í næsta ævintýri þegar það verður komið í ljós hvar það er í heiminum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elska þig.

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:26

2 identicon

Innlitskvitt

Nökkvi (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 21:46

3 identicon

Já það verður gaman að hitta ykkur öll mömmu þína systur og allt þetta góða fólk. 'Eg væri meira en til í svona vinnu eins og þú ert í vonandi verður maður bara sprækur sem lækur, ástarkveðja úr Breiðdalnum.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 19:56

4 identicon

Askolli væri nú gaman að vera þarna hjá þér.Gamam að lesa það sem þú skrifar.Hvernig bragðaðist nautið.Kveðja.

kristin ellen (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband