líf og fjör-líf og fjör

Ég var að hugsa um það áðan þegar ég var að skera purusteikina að ég hef líklega aldrei á minni ca 20 ára starfsævi í eldhúsum, eldað svínakjöt í jafn miklu mæli og ég geri núna hér, og jafnframt aldrei eldað jafn lítið af lambakjöti. En það er fínt, maður þarf að vera frjór í nýsköpun á réttum úr svínakjöti. Annars ætla ég ekkert að fara gefa upp nein leyndarmál hjá mér, þessir réttir eru oft skapaðir svona út í loftið og ekki víst að það sé hægt að endurtaka þá alla...

Allt gengur sinn vanagang hér í 2.firði, búið að snjóa í fjöllin sem umkringja mig hér og hitinn alltaf við frostmark þegar maður vaknar. Horft út 2.fjord í morgunstillunniEn samt neitar þessi blessuð mýfluga að drepast þannig að enn er verið að bíta menn, einn var meira segja bitinn rétt undir augað þannig að hann bólgnaði allur upp og var hálf óhuggulegur á að líta. En það hjaðnaði ótrúlega fljótt. Það er talsvert um það að kallarnir eru að vinna á línuveginum, að í raun að fjarlægja hann aftur og þá þarf að nesta þá upp. Þannig að það er mikill samlokugerð hér þessa dagana. Smurðar einhverjar 100 samlokur og kaffiuppáhelling sem fylgir því. Þeir eru allan daginn í þessu, flestir koma á venjulegum tíma í kvöldmat en ca 6 karlar koma ekki í hús aftur fyrr en að ganga 22. En við lokum kl 21 þannig að við setjum bara á diska fyrir þá sem bíða þeirra.

Sá það á vefnum áðan að Hornfirskir kartöflubændur sé hinir hressustu með uppskeruna hjá sér. Og það er nú aldeilis gott að uppskeran sé góð, því hún klikkaði alveg í Þykkvabænum þannig að þeir Hornfirsku hafa öll tromp á hendi sér varðandi íslenskar kartöflur. Það er líka frábært í þessu endalausa flóði af leiðinlegum, soglegum og niðurdrepandi fréttum frá Íslandi, skuli koma gleðilegar fréttir frá Hornafirði. Það er nefnilega fullt af slíkum sem hægt er að flytja, en þar sem við höfum engan fréttaritara frá stóru fjölmiðlunum er það allt of sjaldan sem fréttir frá okkur komast að hjá þeim. Þess vegna þætti mér það þjóðráð að bæjarsjóður myndir bara kaupa alvöru kvikmyndaupptökuvél og fela menningarmiðstöðinni að taka upp fréttir og myndir af mannlífinu og koma því á framfæri. Þetta væri ekki mikil fjárfesting en myndi skila sér margfalt til baka í formi jákvæðrar kynningar á bænum okkar og sveitarfélaginu öllu.  Á menningarmiðstöðinni starfar mjög frambærilegt fólk sem myndi leysa svona verkefni með glans og í leiðinni að skrásetja daglegt líf Hornfirðinga. Þar á bæ er líka til frábært upptökutæki til útvarpsviðtala þannig að það ekkert til vanbúnaðar, bara drífa í þessu og dæla jákvæðum, fallegum og gleðilegum fréttum til íslenskra fjölmiðla sem eru annars að drukkna í æseif, esb, ólagrís og öðrum leiðindum.

Áfram með lífið, upp með fjörið, ávalt bjartsýn.  Snúa hausnum fram,  ekki endalaust afturábak...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gæskurinn

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Hvað er að frétta af fríamálum, hvenær verður þú heima næst?

Nökkvi (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 12:59

2 identicon

Ég varð svo upprifin og útblásin af þjóðerniskennd eftir þessa lesningu að ég söng "Öxar við ána" með tilþrifum.  "Fram, fram, aldrei að víkja...fram, fram bæði menn og fljóð"  og hana nú.  Þú ert bara stórkostlegur litli bróðir.

Guðlaug (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:36

3 identicon

Ég gleymdi að segja þér að það snjóaði líka í fjöll hér í gær, sumstaðar gránaði niður undir miðjar hlíðar, svo Grænland hvað....

Guðlaug (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:38

4 identicon

Hér er bara sól og blíða eins og fyrri daginn

Love Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 07:47

5 identicon

Sæll félagi Nökkvi. Ég reikna með að fljúga til Rvík 01. okt. og vera heima í 2 vikur. það er planið núna í byrjun sept.....kemur líklega til með að standast

Já Guðlaug mín, það er gott að það snjóar hjá ykkur þarna í Andabæ.. eða hvað var þetta með Andrés Önd þarna um daginn.....Auðvitað þurfa íslendingar um allan heima að fara blása lífi í þessa þjóð okkar, ekki gerir ríkisstjórnin það, hún dregur bara allt niður, sama hvort það er heilbrigðiskerfið eða hvað annað, nei ég segi nú svona. Við erum Íslenskir víkingar, erum sjálfstæð þjóð og eigum að vera það áfram. Ekkert ESB kjaftæði. Það er ekki hagkerfið sem er of lítið, það eru einstaka fyrirtæki sem halda að þau séu of stór...

ÁFRAM ÍSLAND...ÍSLAND BEST Í HEIMI...

Gauti (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 10:48

6 identicon

Stuð á karli núna! Annars er þetta ekki svo galin hugmynd hjá þér, bara nokkuð góð.

Vona að helv... flugurnar fari að drepast úr kulda, það hlýtur nú bara að fara að gerast.

Med venlig hilsen

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 21:37

7 identicon

Afhverju ertu ekki á þingi strákur? Er reyndar nokkuð viss að það er betra að vera á Grænlandi en þar!!!!!

Stórt knús....Ragga

P.S. Ég bloggaði!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 275

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband