Fínn mánudagur !! er ekki annars mánudagur ?

Ansi var þessi dagur eitthvað strangur. Hann byrjaði á því að við þurftum að senda eina grænlenska í bæinn, þurfti að hitta doksa, en hún kom aftur í kvöld með fulla vasa af pillum. Bakaði eins og óður maður í morgun, alskyns kökur og fínerý. En það kom eiginlega í bakið á mér í hádeginu því ég var búinn að hugsa mér að hafa spælegg með matnum, en svo þegar kom til átti ég aðeins sem samsvaraði einu eggi á mann. Ég ákvað að láta bara vaða á það, spældi alveg sem óður væri og urraði svo á alla þá sem ætluðu að taka fleiri en eitt. Aumingja pólverjarnir voru orðnir skíthræddir við mig því ég stóð og urraði, SOLO EGGO, því það var nú það eina sem mér datt í hug til að hafa samskipti við þá greyin, en þeir skildu þetta og einn skilaði meira segja öðru egginu sem hann var búinn að setja á diskinn enda kokkurinn alveg óður hinu megin við borðið, sveiflandi pönnuspaðanum út loftið og illur á svipinn. En þetta slapp til, allir fengu egg, nema ég, en það var allt í lagi....

Svo fékk ég fullt af vörum í dag, 8 bretti og sum mannhæðar há. Ég setti hér með eina mynd af því þegar eitt brettið kom, svolítið svona einkennandi við svona vinnu staði, allt stórt og gróft.

Palli með heimsendingu

En það er akkúrat það sem ég kann best við þessa vinnu, ég er alveg búinn að sjá það að það hentar mér betur að vera með svona fullt að gera allan daginn, elda mat í tuga kílóavís og annað slíkt. Ef ég skoða það aðeins hvað það er í magni sem er að fara hér á dag þá bara t.d. í kaffitímanum eru að fara svona ca  6 gastróskúffukökur og 6 formkökur og svo auðvitað fullt af brauði og salötum og svoleiðis. Nú í matartímanum eru að fara svona ca 70-80 kg allt í allt, það er kjöt, kartöflur, sósa og súpa, svo bætist við grænmeti og brauð. Þetta líkar mér vel við.

Nú rignir í kvöld en það er búið að vera smá úði í allan dag, en blessuð rigningin er alveg skít köld, hitinn bara einhverjar 3°c þannig að maður gæti alveg vaknað við hvíta jörð...nei ég veit ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er allt frekar í stærra lagi þarna hjá þér!!! En hér gengur allt sinn vanagang...Allir hraustir og nóg að gera Strákarnir eru byrjaðir í tónskólanum en ef þér dettur í hug staður sem flautan hans Kára gæti verið á þá endilega láttu mig vita!!! Erfitt að finna ýmsa hluti hér á þessu heimili....

Haltu áfram þínu striki og gangi þér vel með alla fjölmenninguna...Knús og kossar Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 07:50

2 identicon

Góðan dag já þetta er spennandi og gott að það er nóg að gera, en ert þú ekki með bakara? Ég veit að mennirnir eru ánægðir með matinn hjá þér og efast ekki um að þú leggur þig allann í þetta .Ummmm langar í skúffuköku og kalda mjólk. Kveðja af Þórsgötunni.

Aðalheiður Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:08

3 identicon

Nei Alla mín, hér hef ég engann bakara eins og ég hafði í Fljótsdalnum, ykkur systur vantar alveg, nú baka ég bara allt sjálfur. Byrja daginn á því að skella í nokkrar dellur.... Þið systur verðið bara að hætta þessu pestarveseni og skella ykkur í næstu vél...

Gauti (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:57

4 identicon

Ég mundi nú ekkert vera að gefa liðinu mikið af eggjum, þú veist hvað sagt er um þau! Ekki viss um að það henti á svona stað. Af lýsingunni af þér að verja egginn spratt upp mynd í hugan, sambland af kokkinum og Dýra í prúðuleikurunum....................

Vertu nú góður og ekki lemja neitt með steikarspaðanum það hlýtur að vera nóg að urra.

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 11:58

5 identicon

Gleymdi að geta þess að það er þriðjudagur!

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 11:59

6 identicon

Já til væri ég en er í öðru verkefni og verð að ljúka því væri alveg til í að skella í nokkrar kökur eða vera bara þarna til að vinna það kemur að því hafðu það gott minn kæri kveðja tengdamamma.

Aðalheiður Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 275

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband