Hlaupaklossar

Jæja hún hefur nú aldeilis flogið áfram þessi vika, enda búinn að vera nokkuð strembinn hér í eldhúsinu í 2.firði. Kampurinn alveg troðfullur, meira segja sofið á skrifstofunni, og svo hafa menn og konur verið að leggjast í flensu. Framan af vikunni vorum við 1 færri í eldhúsinu, þannig að það er bara gott að maður hefur mikla hlaupahæfileika á klossunum enda er maður alveg á fullu í 14 tíma þegar svona er.  En nú er full mannað svo þetta er allt að lagast. Ég ætla að grilla í kvöld fyrir kallana, svínakjöt og lambakjöt. Ekki íslenskt heldur grænlenskt lamb, sem er reyndar að uppruna íslenskt því þetta er íslenskur fjárstofn.

Er búinn að vera hugsa mikið núna um íslenska pólitík, enda ekki lítið búið að ganga á undanfarið, sumir mæta fullir, aðrir öskra eins og smábörn á leikskóla og enginn skilur af hverju menn bera ekki virðingu fyrir  þessu fólki sem situr á hinu „háa" alþingi, og svo er forseti vor með hangandi hendi.... Ég get orðið svo reiður þegar ég er að hugsa um þetta þannig að ég ætla bara hætta því. Samt eitt, í svona stórum málum eins og var kosið um í gær, þá finnst mér alveg lámark að þingmenn taki afstöðu og kjósi annað hvort með eða á móti en sitji ekki hjá eins og gungur.  Allir þingmenn sjálfstæðisflokksins sátu hjá nema Árni Johnssen og vantsgreiddi plebbinn sem ég man ekki hvað heitir. Og ég er bara helvá nægður með þingmann okkar sunnlendinga að þora að taka afstöðu, vera öðruvísi en hinir og kjósa eftir sannfæringu en ekki því sem formaðurinn leggur upp með. Og hana nú, þetta er held ég í fyrst skipti sem ég hampa þessum þingmanni, sem að mínu áliti á reyndar ekki að vera á þingi, en það er annað mál.

Hér er allt á fullu, verkið flýgur áfram, möstrin rísa hér á svæðinu, eitt var reist rétt við kampinn í gær og svo á eftir að strengja línuna á þetta dót allt saman. Haustið er komið með köldu röku lofti sem tekur á móti manni á morgnanna, en svo kemur sólinn og grillar mann fram eftir degi. Ég held að það styttist í fyrstu snjókomu, þá verður nú bara gaman.

 

graenland_juli_2009_329.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gauti minn.  Mikið er gaman að lesa bloggið þitt, þú ert skemmtilegur penni og færir þetta allt í svo lifandi búning.  Ég sé þetta alltsaman fyrir mér.   Hvað er að frétta af fluguskjátunum? 

Guðlaug (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 15:17

2 identicon

Hæ Guðlaug, alltaf þegar maður ætlar að fara fagna því að þær séu allar dauðar sér maður eina og eina, en það er svo sem ekkert meira. Menn eru ennþá að fá bit en það er ekkert í líkingu við það sem var. Nú eru þetta mýflugur sem bíta en ekki svona moskíto ógeð.

Svo þið hjónin ætlið bara að dúlla ykkur áfram á Reyðarfirði ... er það ekki bara ágætt í vetur alla vegna ? 

Gauti (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:13

3 identicon

Farðu nú varlega á klossunum

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:51

4 identicon

Sæll Gauti minn.  Jú, það er bara stórfínt að vera áfram á Reyðarfirði, hér liður okkur svo vel og eigum góða vini.  Nú tökum við skíðin með festu í vetur og stefnum á næstu Ólympíuleika :) eða allavegana næstu Andrésar Andar leika í vor.

Guðlaug (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 11:01

5 identicon

Já ég er fegin að þú ert á góðum klossum! Freyja er sem sagt búin að ljúka við þá sem þú áttir hér heima!!! Ásmat því sem hún er búin að ljúka við nokkur pör af húsmóðurinni...Sem verður sjálfsagt að reyna að fjárfesta í nýjum skóm.....En nú er mér ekki til setunnar boðið því allir þurfa að drífa sig út núna kl 8.00 Ástarkveðja Ragga

P.S. ég verð að viðurkenna að ég ber vissan kvíðboga fyrir skíðaævintýri Reyðarfjarðarfjölskyldunnar!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 07:41

6 identicon

Hvaða vitleysa.  Ég sé mig í anda, svífa niður fannhvítar brekkurnar :)

Guðlaug (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband