Moldrok

Allt gekk sinn vanagang í dag, búið að vera mikil blíða, allt að +18°c og logn en svo þegar nálgaðist kvöldmat kom allt í einu talsverður vindur og varð hér þá allt svart af ryki enda jarðvegurinn orðinn ansi þurr. Allir gluggar hálfopnir í herbergjunum þannig að það barst vel inn hjá öllum. Bæjarstjórinn kom í heimsókn, drakk kaffi og þrumaðist um allt svæðið með fríðu föruneyti.

Búinn að skila kveðju til Svabba frá þeim systrum en hún var þurr þannig að þið verðið bara að kyssa hann sjálfar.... Skilaði líka kveðjunni frá Gísla, hún var líka þurr, samt var ég ekkert þurr á manninn.....

Bjó til þessar fínu fiskibollur í hádeginu, úr Þorski og Lúðu, urðu bara ljómandi góðar með lauksósu og kartöflum.

Nú er tveggja tíma mismunur á ísl og Græn. þannig að ég er búinn að vinna kl 23 á ísl tíma þannig að þegar ég blogga kemur það yfirleitt ekki inn fyrr en eftir miðnætti, þá kl 22 hjá mér. En núna í október held ég breytist þetta og þá verðum við 3 tímum á eftir...

Gott í bili, hálfgert bloggfrost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ honey...

Héðan fóru allir sælir í sína skóla í morgunsárið...Freyju fannst hins vegar svoldið fúlt að vera sett inn í bílskúr á meðan flokkurinn hélt út í rigninguna...Hún fékk þó að fara út stuttu seinna....

Rafn er ennþá slæmur í fætinum þannig að móðir hans keyrir hann í skólann...Annars finnst mér hann bara glaður með skólann sinn. Kári og Ísar fóru glaðir í bragði saman í skólann báðir á nýjum skóm....Með töskurnar sem gerð var dauðaleit af...Vona bara að þeir verði glaðir með sig í skólanum....

Aðalheiður er hress og kát og fer með stóra brosinu á leikskólann...Ég fór í kaffi til mömmu þinnar í gær og var það bara notalegt...Hún ætlar að passa þau yngstu meðan ég fer á Akureyri...

Mamma mín fer í meðferð á eftir og finnst mér það alltaf erfiðir dagar og vildi svo geta verið hjá henni, knúsað hana, nuddað og fundið eitthvað skemmtilegt að gera....En Stefán sinnir þessu hlutverki með prýði að þessu sinni....

Ég ætla að drífa mig í klippingu og lit og vona að ég hressist við það andlega og líkamalega...

Svo er það skólinn á morgun og þá fer heimilisfólkið í: HÁSKÓLA, FRAMHALDSSKÓLA, GRUNNSKÓLA OG LEIKSKÓLA. 

Annars er bara allt við það sama...Ég er að hamast við að klára sumarævintýrið okkar og þarf að senda þessar þrjár kaffivélar á eftir eða morgun ásamt posunum þremur sem hjá okkur liggja.

Vona að allt gangi vel í 2. firði og þú þarft ekki að skila kveðju frá mér til neins og alls ekki fara að kyssa einhverja þarna! Kyssir mig bara þegar þú kemur heim...

Knús Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:54

2 identicon

Blessaður og sæll

Mig langar nú til að byrja á því að óska þér innilega til hamingju með að vorrúllurnar séu búnar!

Líst vel á kjötbirgðirnar sem þú ert að koma þér upp, bragðast ábyggilega mun betur en áður nefndar rúllur.

Þú verður orðinn algjör sjóhundur eftir þessa dvöl, getur kannski ráðið þig sem kokk á frystitogara þegar þessu ævintýri líkur

Kveðjur úr rigningunni

p.s

þú þarft ekki að kyssa neinn frá mér, nema þá helst þá gömlu grænlensku ha,ha,ha,ha

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 09:53

3 identicon

Þakka ykkur fyrir þetta  hjúkkustöllur, já íris það spurning með frystitogarann eða loðnuskipið, maður veit aldrei hvert næsti kafli í bókinn leiðir mann...

Þakka ykkur fyrir það að þurfa ekki að kyssa neinn hér frá ykkur, fyrir því er nefnilega enginn þörf, kyssi bara ykkur.....

Gaui (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 10:24

4 identicon

Sæll takk fyrir kveðjuna þetta með kossinn ég sé um hann sjálf ef tækifæri gefst en ég veit ekki hver Gísli er eða eruð þið búnir að taka gisl en ég bið að heilsa Gísla og svo honum Þránni mínum kveðja ag þórsgötunni

Aðalheiður (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:26

5 identicon

Já það er alveg spurning hvort ég þyggi ekki kossinn  þegar þú kemur heim. Nökkvi fór og hitti Röggu eftir lokun um daginn og kom heim klifjaður af alls konar góðgæti bæði í föstu formi og fljótandi. Svo ekki veit ég hvað í ósköpunum hann gerði fyrir hana. Svo skilst mér að það hafi verið ófá skiptin sem hann átti fund við Bjarmalandsfrúnna þegar ég skrapp á Skagan. En eins og þú veist höfum við hjúkkusystur víst lofað að deila öllu

Hafðu það gott góurinn

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:19

6 identicon

Bíddu ekkert blogg í marga daga???? Svoldið svekkelsi að opna síðuna dag eftir dag og alltaf sama moldrokið!!!

Ætlum í sund, og í afmæli hjá leikskólanum, út með Freyju og svo þetta vanalega tiltekt, lærdómur og fleira skemmtilegt!!! 

Knús og kossar Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 284

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband