Það gefur á bátinn við Grænland

Vaknaði snemma í morgun og græjaði hádegismatinnað mestu leyti og bakaði fyrir kaffið og skellti mér svo í bátsferð til Sisimiut til að versla inn. Silgdi með svakalega flottum bát, ársgömlum sem kostaði 2,5 milljónir danskar. Ægilega næs svona hraðbátur með tveimur herbergjum með tvíbreiðum rúmum, eldhúsi og WC með sturtu og öllum græjum. Álíka stór og þessir svokölluðu strætóar heima á Íslandi en talsvert huggulegri. Verslaði nokkurnveginn allt sem ég þurfti til að klára þessa viku eða fram að því að ég fæ vörurnar sem ég pantaði 03. ágúst. Rúnntaði aðeins um bæjinn, fékk grænleskan hamborgara í matinn, gat verið betri en bara ágætur samt. Fór í 2 mynjagripaverslanir en sá ekkert sem mig langði í, bara einhver útskorinn horn og bangsa...En fann svo aðalbúðina í bænum en hún opnar kl 16 og lokar kl 18 þannig að það hentaði ekki alveg, en það koma dagar eftir þennan dag.

Fengum svolítið puð á okkur á heimleiðinni, þá var búið að setja tvö vörubretti af matargóssi í bátinn, en þetta var bara fínt. Hef bara aldrei upplifað svona tíðar sjóferðir áður, gaman að upplifa þær.

Kláraði að úrbeina uxann sem Svavar skaut, (Alla og Stína þekkja hann) leist bara vel á þetta kjöt.

 

Það voru ákveðin tímamót núna í þessu verki í dag, eða réttara sagt í kvöld, en þá var lokið við síðasta skammtinn af vorrúllum ..... en eins og ég hef áður talað um hér var talsvert til af þeim þegar ég mætti á svæðið og voru þær búnar að vera í matinn ca tvisvar í viku frá því í apríl, þannig að það varð talsverður fögnuður í matsalnum þegar þetta var tilkynnt. Og verða þær ekki keyptar inn aftru meðan ég ræð hér ríkjum.

 

Hvað er þetta með snúrstaurinn í Bjarmalandi, nú brotnaði hann í dag eftir árás frá trampólíninu.... og þetta er þá snúrstaur númer 2 sem eyðileggst á 5 árum. En það er ágætt að þurfa þá ekki að leyta að trampóinu, það hlýtur að hafa hangið í staurnum, er ekki bara hægt að hengja þvottinn á trampóið í staðinn....!!

 

Jæja ég er farinn í sturtu og í rúmið enda með sjóriðu, allt farið að vagga hér innan dyra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gauti minn ég þarf að biðja þig að gera svolítið fyrir mig sem ég hefði viljað gera sjálf en get ekki og það er að kyssa hann Svavar frá mér  með góðri kveðju og veit ég að þú telur það ekki eftir þér að gera svona viðvik fyrir tengdamömmu þína.Svo vona ég að nautið bragðist vel og allt gangi að óskum hjá ykkur kveðja í 2.fjörð.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:56

2 identicon

Blessaður og sæll.

Ég bið að heilsa Svabba,en ég ætlast nú ekki til að þú smellir kossi á hann,eins og systir mín.Vona að kjötið bragðist vel,og allt gangi vel hjá ykkur,þetta er nú sveimér öðruvísi en í Fljótsdalnum.Ekki þurfti að fara sjóleiðin eftir vistum,en þú verður orðinn sjóaður eftir veru þína þarna.Mér finnst þetta vera spennandi,og gaman að lesa það sem þú skrifar.kveðja.Kristin Ellen.

Kristin Ellen (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 17:16

3 identicon

Sæll...ég þarf að heyra í þér um leið og þú lest þetta. Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband