23.3.2009 | 12:07
Fagnaðarefni
![]() |
Kristján Þór í formannskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 21:49
Fínn sunnudagur
Flottur sunnudagur i dag, afmælisdagur Árna Stefáns bróður míns. Ég byrjaði daginn á því að baka skúffuköku, og svo var öllum smalað út í bíl, fjórhjólið uppá kerru , náð á mömmu og brunað í Fellshamar. Þar var að sjálfsögðu magnað veður, sól og blíða og blanka logn. Eftir fínan hádegisverð var ákveðið að skella sér í vorverkin, eða byrja þau alla vega. En ég klippti alla runna og snyrti tré. Allir undu sér vel að vanda, sullað í læknum, keyrt um allt á hjólinu og Freyja hljóp út um allt. Allir elska þennan stað og ekki síst hún Freyja, enda harð neitar hún alltaf að koma inn í bíl þegar maður er að fara heim, fer bara inn fyrir hliðið og sest þar eins og hefðarfrú. Sverri og Gréta Stína komu í kaffi, allir kátir.
Já Árni Stefán bróður minn hefði orðið 51.árs í dag hefði hann lifað, blessuð sé minning hans, og svo er einnig mikill dagur á morgun, en þá er komið eitt ár síða pabbi kallinn féll frá, á páskadegi. Þetta ár hefur verið viðburða mikið og liðið hratt, en þeirra beggja er sárt saknað á hverjum degi hér í Bjarmalandi.
Hlakka mikið til allra samveru stundanna í Fellshamri á þessu ári, allir orðnir spenntir að setja vatn í pottinn og fara að svamla þar. Ísar sagði rétt áður en ég setti tannbustan uppí hann í kvöld að hann vonaði að við gætum eitt öllu páskafríinu upp í Lóni eða alla vega gist eitthvað, vona það líka. Ég held að börnin hans Árna ætli að koma austur um pákana, þannig að þetta verður bara gaman
med venlig hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2009 | 09:00
Fínn föstudagur
Jæja nú er aðeins vika eftir að útlegð Bjarmalandsfrúarinnar. Mikið verður henni nú fagnað, bæði af mér og börnum. Þessar þrjár vikur sem búnar eru hafa nú bara gengið ágætlega hjá okkur, Rafn er mjög duglegur að hjálpa mér við heimilsstörfin enda orðinn hálffullorðin ungur maður, farinn að keyra hjá Dúdda. Það styttist í að við fáum grænan miða á Patrolinn og þá förum við að rúnta um allar sveitir.
Þetta var þaulsetinn dagur hjá mér í gær, svona í lok vetrarfríisins. Fór uppí kirkju fyrir 10 til að fylgjast með uppsettningu á hljóðkerfinu, en vinna hófst aftur við það á fimmtudaginn. Kl 12 fór ég á fund í ráðhúsinu, atvinnumálanefnd. Þar var margt rætt og samþykkt. Ágætar fréttir og í raun jákvæðar um atvinnuleysi hér á Höfn, ekki mikið langtíma atvinnuleysi, þannig að við erum í raun vel sett miðað við mörg önnur sveitarfélög á landinu.
kl 13.00 settist ég á sóknarbraut, en það er námskeið hjá Impru, um stofnun og rekstur fyrirtækja. Þar sitja líklega milli 20 og 30 manns og læra þessi fræði. Þannig að það er engin lognmolla í okkur hér.
kl 16.15 hófst svo fyrirlestur hjá Möttu sjúkraþjálfara, en hún er alveg ákveðinn í því að bæta heilsufar bæjarstarfsmanna, búnar að vera allskyns ransóknir á hennar vegum, BMI og allt það. Það er ágætt, reyndar mjög gott að fá svona spark í rassinn. Fór hún yfir mataræði og hreyfingu í gær.
Bakaði pizzur handa okkur, reyndar voru Kári og Aðalheiður búinn að borða fisk hjá ömmu, ekkert betra, Rafn var á æfingu þannig að þau heimsóttu ömmu.
Svo kl 21.00 fórum við Rafn uppá Hótel og sátum tónleika með Gunna Þórðar til rúmlega 23.00. Flottir tónleikar þar sem Gunnar fór yfir ferilinn, splaði, söng og sagði sögur
Nú er Rafn að fara niður í Bestfisk að vinna, og ég að fara að syngja með karlakórnum kl 14.00 í Nýheimum, en þar er svona mannlífssýning í dag, þar sem félagasmtök og mennignarstofnanir eru að kynna sig og sína starfssemi.
Ef að Ragga væri heima værum við væntanlega út á Smyrlabjörgum með restinni af kvennakórnum, en þær eru þar við æfingar í dag og sprella svo í kvöld
Med venlig hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 21:40
1.mai og lífið heldur áfram
Jæja þá er þessi fíni fimmtudagur að kveldi kominn, og þá einnig fyrsti vinnudagur eftir vetrarfrí hjá mér. Það er kosturinn við að vera opinber starfsmaður að þá á maður alskonar réttindi, eins og t.d. vetrarfrí. Það upplifði ég nú ekki þegar ég var að vinna hjá sjálfum mér, fór ekki einu sinni í feðra orlof, var einn eða tvo daga heima þegar börnin fæddust. Sumu er nú gott að breyta. Gaf fólkinu svið í vinnunni og það kunni sko vel að meta það enda vant því að borða þau. Ragga les og les og allt eins og blómstrið eina.
Á morgun förum við skötuhjúin í vorferð með Karlakórnum Jökli, suður á land, syngjum í Vík annað kvöld og á Hvolsvelli á Laugardag. Svo verður eitthvað tjútt svona eins og gengur. Ég klikkaði í fyrra á því að vera líflegur í lúðanum, (míkrafónnin í rútunni) þannig að það verður stíft prógram núna, báðar leiðir. Komnar einar 15 bls af bröndurum, flestum fyrir neðan belti en það tilheyrir bara í svona ferðum.
Það er merkilegt hvað þarf lítið til að fella mann út af sporinu, var í miklu stuði rétt áðan, en fékk þá sendar myndir frá Guðlaugu systir, sem voru teknar á föstudaginn langa, og þá voru allir á lífi, hressir og kátir, en svo bara hviss bang búm, og næsti kafli í bókinni tekur við. Svona er víst lífið, maður verður bara að sætta sig við það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 21:46
Miðvikudagur
Dagurinn byrjaði að vanda á að koma drengjunum í skólarútna á réttum tíma, Sólinni í leikskólann og Ragnheiði í Nýheima að lesa undir próf. Þegar þessu öllu var lokið var straugið tekið í Óslandið og fylgst með nýjast skipi okkar Hornfirðinga lóna hér fyrir utan. Þar hitti þar Palla og Sigbjörgu Sveinbjörns og fékk þar þær fréttir að rólan okkar Aðalheiðar væri tilbúinn hjá Palla og ekkert því til fyrirstöðu að flytja hana heim. Hér er hún komin og bíður málunar þegar karlakórsferðinni líkur, en fara á suður á land um helgina
Sem sóknarnefndarformaður hafði ég ákveðin hlutverk í dag sem og síðustu daga en Brói var í smá fríi. Tók það við eftir hádegið. Síðan var snövlast með börnunum fram eftir degi þar til við Aðalheiður Sól fórum á aðalfund húsfélgas Ekrunar. Þar var ég fundarstjóri og hún fundargestur ásamt ömmu Svövu. Allt fór þar vel fram. Síðan eldaði ég alveg dúndur góðan mat, lamb með timjan, rósmarin og hvítlauk, með ekta góðri franskri soðsósu. Nú er Ragga að læra, Rafn hjá Róslín og rest sofandi eða að sofna,,,,, nema kanski kettirnir 7
Gleymdi að vísu heimsókn minni í Humarhöfnina, en þar ætla ég að vinna auka í sumar. Fór aðeins yfir málin með Önnu, búinn að vera þar aðeins í vetur en það á bara eftir að aukast.
Byrja að vinna aftur á morgun eftir vetrarfrí, en það er ágætt líka, að byrja að vinna aftur. Þessar 2 vikur sem ég er búinn að vera í fríi eru búnar að vera ágætar, búinn að hugsa mikið um fortíðina, framtíðina og jafnvel samtíðina, ekki sáttur við allt, enda mikið búið að gerast á stuttum tíma, en mikill lærdómur situr eftir og áríðandi að notfæra sér hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 21:25
Til hvers blogg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 20:12
Fínn dagur
Já dagurinn í dag er bara búinn að vera fínn. Eins og sönnum Hornfirðingi sæmir er ég búinn að vera úti að renna með börnunum í dag þó það séu ekki nema ca 20 snjókorn sem falla á mínótu. En það er ekki magnið sem skiptir máli heldur gamanið. Í æskumynningunni þá var maður kominn á Hóteltúnið eða Dýralæknishólinn við fyrsta snjókorn og fór ekki heim fyrr allt var ringt burt aftur, nokkuð viss að þeir sem hafa upplifað barnæsku hér á Hornafirði séu sammála mér.
Vorum hér við Höfðaveginn og rendum okkur á pósthússlóðinni. Fór svo með Aðalheiði minni út við Sindrabæ þar sem hún hjólaði í gríð og erg. Þar stóð ég við húsvegginn og horfði uppeftir mastrinu sem trjónir yfir okkur, og fór að velta fyrir mér hvaða ár væri og komst að því að það væri 2007 og það væri næstum búið. Og í framhaldinu fór ég að hugsa hvort ekki væri orðið tímabært að rífa þetta mastur, losa okkur við þetta ferlíki sem trónir hér í miðbænum með meðfylgjandi óhljóðum í norðanáttinni, Krumma og Starra gargi sem taka sér bólfestu í einhverjum risa sendum sem hanga á mastrinu.
Fór einnig að velta tilvist Sindrabæjar fyrir mér, en er samt að spá í að geyma þær hugmyndir í sér færslu.
Bið alla vel að lifa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 22:06
Skemmtileg ferð
Ég hef verið í sumar í hinum ýmsu aukavinnum. Eldað víða og annað slíkt, teng mínu fagi, en í dag gerðist ég bílstjóri og keyrði fullan bíl af þvotti héðan frá Höfn og suður í Öræfi. Þetta var í stuttu máli hin mesta skemmtun. Fór heim að ferðaþjónustu stöðum og skilaði af mér hreinum þvotti og tók óhreinan í staðinn. Fór inná staði sem ég hef ekki heimsótt áður þannig að þetta var bara skemmtilegt. Reikna með að fara fleiri svona ferðir á næstu dögum en verð reyndar líka í Árnanesi.
Mikið er ennþá af ferðamönnum hér í sýslu, en björgunarsveitarmenn voru einnig mjög margir í Freysnesi enda mikil og stór leit sem þar fer fram í næsta nágrenni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 20:18
Sumri að ljúka
Það er merkileg fyrirbæri þetta sumar. Þetta er tími sem maður lítur til með gleði, hlakkar til að hefjist, bíður með fullt af verkefnum til þessa tíma en svo áður en maður veit af þá er þessum tíma að ljúka. Skrýtin tilfinning.
Annars er ég bara nokkuð ánægður með sumarið sem senn lýkur. Hefði vilja eiða meiri tíma í Lóninu en í staðinn þá vorum við Ragga út um allt land að veltast með börnin í fellihýsinu. Þræddum nokkur fótboltamót, bæði í Borgarnesi og í Reykjavík. Vorum að veltast um Austurlandið á slóðum forfeðra okkar í Breiðdalnum fagra. Fórum í Loðmundafjörð, Húsavík og Borgarfjörð í einnu gusu frá Höfn og fórum svo í Vöðlavík daginn eftir. Þetta gerðum við systkinin í tilefni áttræðisafmæli pabba en hann hafði ekki komið á þessar slóðir áður, þó Austfirðingur væri.
En um síðust helgi vorum við í Skaftafelli, fórum svo á þessa flottu flugeldasýningu á Jökulsárlóni, en ég tel það vera eitt af þessum vel geymdu leyndarmálum okkar Hornfirðinga. En við eigum nokkur leyndarmál sem menn kynnast ekki nema heimsækja okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 14:29
Á söguslóðum
Var að koma inn eftir frábæra gönguferð um söguslóðir hér á Hornafirði, gengið var um gömlu göturnar, húsin skoðuð og sagan gerð lifandi. Frábært veður hér núna, sól og blíða, þó svo snjór væri hér í morgun þegar páskaegginn voru skoðuð er hann farinn núna enda sólinn lætur hann finna fyrir því. Frábær þáttaka í göngunni, jafnt ungir sem aldnir. Nú ætla ég að smala öllu Bjarmalandagenginu út í bíl og hendast uppí Lón og taka smá sundsprett þar í blíðunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar