Afmælisdagur frú Ragnheiðar

Í dag 26.júli er afar merkilegur dagur í lífi Bjarmalandsfjölskyldunar, því húsmóðirin hún Ragnheiður Bjútí Rafnsdóttir á afmæli í dag, og það er með miklu stolti að ég kynni hana sem eiginkonu mína. Hún er búin að ala mér 4 börn, þola mig í fullt af árum og ég er henni afar þakklátur fyrir það. Nú skildi ég hana eftir með börnin 4, hundinn Freyju og köttinn Bjart að ógleymdu Café Tulinius,  og hélt í víking hingað til Grænlands að búa til peninga eins og hún Aðalheiður Sól, prinsessan mín sagði. Og það er svo sem rétt hjá henni, er maður ekki að því með að vinna vinnuna sína, það held ég.

 

Dagurinn hófst á beikonáti og svo tók hvað átið við af öðru, dísess  ég var saddur í allan dag af beikoninu. Annars var veðrið ágætt, austfirskt og gott því hér lág köld og notaleg þoka yfir í morgun. Nokkuð margir taka sér frí á sunnudögum og fara í veiði, ganga á fjöll eða eitthvað slíkt. En það er nátturulega ekki hægt með brytan, hann þarf að sjá til þess að menn hafi bensín á tanknum til að slíkra nátturuskoðana.

 

Í allan dag erum við eiginlega búinn að vera sambandslaus við heiminn því netið lág niðri og líka síminn, eitthvað bilað hjá þeim grænu. En nú er þetta allt komið í lag og við getum hætt að kalla í talstöðvar hér á milli staða.

 

Enn og aftur, til lukku Ragga mín með daginn, vonandi hafa einhverjir lesið bloggið mitt í gær og skellt á þig kossi frá mér, nú ef ekki þá áttu þá bara inni, ég elska þig ofur heitt, þrái þig og dái,

Ástarkveðja Ga


að lokinni 1. viku í 2.firði

Jæja nú er vika 1 liðin og gekk hún bara nokkuð vel þrátt fyrir ca 40-50 flugnabit og soddan skemmtilegheit. Held að ég hafi bara stimplað mig ágætlega inn svona þessa viku, alla vegna er ég bara ánægður með það sem ég hef á borð borið fyrir þá blessuðu kallana, þá bæði í mat og kaffibrauði, en þeir hafa fengið nýbakað á hverjum degi og gert því góð skil.

 

Gerði nokkuð merkilega uppgötvun núna í kvöld þegar sú eldri Grænlenska kom aftur til vinnu. Alla þessa viku sem er að líða er ég nefnilega búinn að vera elsti starfsmaðurinn í eldhúss og þrifa deildinni, og það hef ég aldrei upplifað áður, að vera elstur !!!!!. Er það lýsandi fyrir þau eldhús og vinnustaði sem ég hef verið að vinna á áður eða hefur þetta eitthvað með aldur minn að gera ? En ég er bara 36 og  það í ágúst.

 

En talandi um aldur og afmæli þá á elskuleg eiginkona mín til tæpra 20 ára, afmæli á morgun og skora ég á alla þá sem dett inn á þessa síðu að smella einum kossi á kinn hennar og óska henni til hamingju með daginn, og svo að því að ég get ekki gert það á morgun þá bið ég ykkur um að smella einum á hina kinnina frá mér.

  

Veðrið var svoldið svona íslenskt í morgun, þoku suddi, svoldið kalt og notalegt og engar flugur. Svo fór sólinn að sperra sig þegar leið á daginn og endaði í blanka logni og brakandi sól, þó ekki svona hita eins og var hér um daginn. Ef einhverjir eru áhugasamir um verðrið hér í 2.firði nú eða bara svona að sjá okkur, þá er vefmyndavél hér og upplysingar um hita og vind og annað slík.

 

Tengdapabbi hennar Svövu Dagnýjar kom í gær ásamt stjórnarmönnum frá Ístak, en Guðmundur Friðrikspabbi er staðarstjóri hér. Nú þarf ég bara að fara vinna í því að komast almennilega inn í hópinn og fá að veltast með þeim eitthvað þegar þessu líkur hér.

 

Egg og beikon í fyrrmálið þannig að þar best að fara hvíla sig fyrir það bras allt saman

 

Já nú er sú eldri (veit ekki hvað hún er gömul) grænlenska mætt og sú yngir að fara í frí, þannig að ég neyðist til að tala dönsku við hana, gekk ágætlega í kvöld,  verð kaldari og kaldar með hverjum degi


Pa ta da

Þegar ég kom hingað fyrir tæpri viku var ýmislegt sem ég var ekki sáttur við, t.d. þrifin í eldhúsinu, vaktir hjá fólkinu og ýmislegt annað sem ég er búinn að vera taka á núna þessa viku. Einn sigur vannst í kvöld og með honum fannst mér ég færa eldhúsið fram um ca 20 ár. Og það er í sambandi við kartöflur. Í fyrsta lagi þá eru ekki ræktaðar neinar kartöflur hér þannig að þær koma frá Danmörku. Núna síðast fengum við glænýjar og bragðfínar kartöflur, nema þær koma óhreinsaðar, þá er ég ekki að tala um óflysjaðar, heldur með moldinni og öllu !!!! Þetta er kanski alvanalegt og fínt en ekki eitthvað sem íslenskir matreiðslumenn eiga að venjast. En hér hafði það vanist að flysja allar kartöflur í höndunum og það fyrir 80-100 manns, þannig að það tekur tímann sinn.

Ég sætti mig ekki við þetta og fór í símann og hætti ekki fyrr en ég komst yfir flysjarann sem ég keypti fyrir Fosskraft í fljótsdalinn, og að mér finnst, færði þetta mötuneyti fram um 20 ár.

 

Með flysjaranum fékk ég líka íslenskan fisk þannig nú verður veisla, en hér fæ ég engann fisk nema rauðsprettu í raspi, og það er svoldið þreytandi til lengdar.

 

Dönsku námið hélt áfram þannig að ég verð orðinn nokkuð sleipur ef þetta heldur svona áfram


Snákasúpa

Þessi dagur hefur liðið áfram svona hálf tíðinda lítill. Engir skátar að sniglast hér dag og allt gengið sinn vana gang. Veðrið heldur áfram að leika við okkur hér, kl 1630 þegar ég heyrði veðrið lesið á Bylgjunni, þá kvöld fréttir heima á Íslandi og Siggi stormur spáði snjókomu og skitakulda framundan á Íslandi, var 20 stiga hiti úti og 28 °c innan dyra og alveg logn, ekki mjög snjókomulegt hér þessa dagana. En það gæti og breytist fljótlega.

 

Heyrði í frúnni minni elskulegu í dag, hún hafði einhverja áhyggjur af því að það væri ekki nóg að gera hjá sér á Tulinius, en svo skömmu síðar var hún komin á skítaflot og þurfti að kalla út aukaaðstoð. Verst að geta ekki verið heima líka og taka þátt í þessu með henni. En það kemur að því.

 

Eldaði nokkuð furðulegan mat í kvöld. Væntanlega líka þann lengsta mat sem ég hef eldað. En það var dönsk, grófhökkuð medisterpylsa. Ekki leyst mér nú á það þegar ég tók þetta úr pakkanum, ósoðinn lengja, alla vega 1,5 metri á lengd, ljósbrúnt á litinn, arrrg. En í pottinn fór þetta, 15 svona stykki. Þegar að það fór að sjóða í þessu var eins og þetta væri einhver snákasúpa, mér leist ekki alveg á þetta. Veiddi þetta samt uppúr, snögg kældi, skar í bita og steikti. Kartöflumús, sósa og rauðkál. Gat ekki verið meira danskt. Smakkaðist ágætlega, þó nokkuð bragðlaust, hef ekki þörf fyrir að hafa þetta fjótlega í matinn aftur. Geymi bara restina sem  er óelduð handa ísbirninum þegar hann kemur. Hafði nú ýmislegt annað með, svo sem lasagna, núðlur og að ógleymdum íslensku grjónagraut. Hann var nú helv. góður, enda fór stærsti potturinn í húsinu.

 

Sú grænlenska virðist nú eitthvað vera klikka á dönskunámskeiðinu, en ég held bara áfram að bulla við hana og hún hlær og hlær. Nauðsynlegt að hafa svona skemmtiatriði annað slagið.

 

Venlig hilsen, lærði þetta hjá Guðm. Inga


Spreða - spreða - spreða

Í dag var ég nú ekki alveg viss um að ég væri í réttu landi. Á þetta ekki að vera land hinna miklu kulda, snjóa og ísjaka, ég bara spyr. Hér var 22+++ gráður í allan dag og algjört logn, nema í ca 2 mín þá kom smá rigning, enda stökk maður þá af stað og lét rigna á sig. Þvílik sæla, en entist of stutt.

Hjá eru að vinna 6 manns, í eldhúsinu og í þrifum á vinnubúðunum. 6+ég. Við erum 3 íslensk, 2 konur frá Grænlandi og 2 stelpur frá Lettlandi, þannig að það er talað ýmsum tungum í eldhúsinu. En öll getum við talað saman á ensku nema önnur sú grænleska, hún er eldri kona og tala bara dönsku og grænlensku. Þannig að sú yngri grænlenska ákvað að taka mig í dönsku tíma, og ákáðum að tala saman eins og smábörn, og þá skyldi ég allt hvað hún sagði. Bulluðum eitthvað og svo var hlegið í korter.

Það byrtust allt í einu 2 skátar í viðbót og höfðu sömu viðveru og hinir í gær. Óðu bara eitthvað út í buskan, ekki sést tangur né tetur af þeim aftur.

 

Af því að hitinn og lognið er búið að vera svona mikið þá hafa blessaðar flugurnar verið svoldið æstar í dag. Og kom svo að því að matreiðslumaðurinn fékk nóg. Æddi hann inn á kontorinn og heimtaði eitthvað snöggdrepandi á þessar ljótu flugur. Kom hann þaðan vopnaður spreybrúsa einum stórum, horfði illilega á flugna mergðina í gluggunum, og spreðaði hverri eiturgusuni á fætur annarri, svo að þær lágu í hundraða vís.

 

Á meðan á þessum aðgerðum stóð, staulaðist inn maður sem sagði mér að hætta þessu væli. Þá var þetta Ístaks maður sem var að koma ofan úr svokölluðu Oppland, en það er lengra inn í landi þar sem gróður er meiri, þar eru þeir að gera einhverja skurði og stíflur. Þar eru menn eltir uppi af flugum, og þó svo að menn reyni að flýgja á fjórhjólum, elta þær samt. Sá sem er að elda fyrir kallana þar, er eins og geimvera, með hatt og flugnanet, allan daginn og þar éta þeir örugglega bara mýkökur í kaffinu.

En ég lét hann nú ekki trufla mig við mínar eitranir, þrumaðist um allt með brúsan góða og með stórt bros á vör. Svona til fróðleiks þá eru þetta mosskító flugur og eitthvað bit mý. En ég bý svo vel að eiga brúsa af Penzim sem ég spreða á mig í tíma og ótíma og það slær á kláðann, mæli með því (þessi pistill er í boði Lyfju)

Venlig hilsen


Einu sinni skáti

Já dagurinn í dag er merkisdagur fyrir margar sakir. T.d. eru 40 ári í dag síðan bandríkjamenn unnu fyrsta sigur um kapphlaupið um geiminn, og þóttust hafa stigið á tunglið. Þetta var bara plott hjá þeim eins og árásin á Pearl harbor og tunrnana 2 í New York.

Í dag er búinn að skýna sól í 2. firði, allan dag og skýn enn núna kl 21 45 þegar þetta er skrifað og alveg logn búið að vera í allan dag, algjör molla, 20°c og þaðan af yfir.

Rétt fyrir kl 10 í morgun fór ég hér út á pall fyrir utan eldhúsið og þá blöstu við mér 6-8 rúmlega tvítugir karlmenn, vel búnir  með poka á baki og net á hausnum. Að sveitamanna sið bauð ég þá velkomna og spurði hvert þeir skyldu halda og hvaðan þeir væru að koma. Þeir sögðust vera skátahópur og það frá Sviss. Þær væru á göngu um Grænland og ætluðu til Sisimiut.

Já já svaraði ég til. Svo spurðu þeir mig hvort að þessi vegur sem þær væru á, lægi ekki inn að litla sjávarþorpinu.

Ég var nátturulega alveg eitt spurningarmerki í framan, (alveg eins og skáti),  því þessi vegur liggur bara að eldhúsinu, og hér er ekkert annað en þessar vinnubúðir, steypustöð og verkstæði.

Þá kom það nú uppúr dúrnum að þeir væru ekki með neitt kort !! Halló hver veltist um á Grænlandi án þess að hafa kort !!! og spurðu mig svo hvort þeir þyrftu ekki bara að fara yfir þetta fjall og þá væru þeir komnir. Þá var mér nú öllum lokið og baðaði út höndum, babblaði eitthvað, benti þeim á skrifstofuna og forðaði mér inn í mitt eldhús, leist nú ekkert á þessa gæja.

Svo hálftíma síðar leit ég út um gluggan og þá voru þeir að taka föggur sínar saman, og masseruðu svo allir í einni röð, inn veginn, sem endaði strax og síðan hef ég ekki séð þá. Þeir hafa kanski fundið litla þorpið, en það er ekki hér í nokkri nálægð.

Heyrðum það svo í útvarpinu (náum Bylgjunni) að það væri eitthvað risa skátamót á Íslandi þannig að þeir hafa bara farið um borð í vitlausa vél greyin, og lent hér á eyjunni grænu

Bara að benda á það að við bræður vorum ekki með net á hausnum og ekki eins stóra poka og þessi, en við vorum með 2 kort og það þriðja til vara þegar við gengum af okkur allt skinn á yljum í Lónsöræfum þann 10-11 júlí síðastliðinn. Ekkert skátabull þar sko

 

Líka merkilegur dagar  fyrir það að ég var að senda frá mér pöntum á ýmsum nauðsynjum, þó ekki pylsum og vorrúllum, og sú pöntum var á dönsku...... Það er nú í fyrsta skipti í 20 ár sem ég skrifa eitthvað á dönsku, og við það að lesa hana yfir þá datt mér í hug þegar við Ragga vorum í Köben einu sinni og þóttumst vera voða góð að tala við leigubílstjórann, þegar allt í einu hann byrjaði að skelli hlæja. Við fórum nú að spyrja hvað væri nú að hlæja manninn, þá var hann að hlæja af því hvernig við töluðum, værum bara eins og smábörn. Við hlóum aðeins, og töluðum svo bara við hann á ensku. Versta var að við vorum bæði stúdent í dönsku en hann var innflytjandi frá austantjaldslandi og hafði ekki lært dönsku í 10 ár skóla eins og við !!!!


Bátsferð á gríðarlega stóru vatni

Í dag var fínn dagur í á svæðinu. Byrjaði á egg og beikon, menn átu á sig gat, einhverjir voru í fríi eins og tíðkast oft á svona svæðum, nema þó fólkið í eldhúsinu, það tíðkast hvergi að það fari í frí, en hvað eiga menn svo sem annað að gera á svona stað en að éta og sofa í fríunum sínum. En í dag var brugðið út af vananum, og starfsfólki boðið uppá að fara í bátsferð á vatninu hér fyrir ofan, sem er jú verið að fara virkja. Ég reiknaði nú ekki með að geta farið og var alveg búinn að sætt mig við það, en þá var ég bara rekinn út af letnesku stelpunum í eldhúsinu og þær sáu um kaffið. Ég var svo sem búinn að baka tertu þannig að framhaldið var auðvelt.

En af vatninu, það ber nú ekki saman hvað það er langt eða djúpt eða breitt, en það helv. mikið allt af þessu, allt að því endalaust. Stór mikill dalur, fullur af vatni. Var farið á bát þarna um, siglt í hálftíma áður en það var snúið við og þá vorum við ekki hálfnuð inn dalinn, og báturinn fór nokkuð hratt. En þetta verður nú virkjað svo bæjaryfirvöld í Sisimiut geta farið að slökkva á einhverjum af þessum díselstöðvum sínum, en bærinn er allur lýstur upp með slíkum vélum.

Allt gott héðan annars, flugurnar eru nokkuð áhugasamar um mig eins og aðra af Sverristaðarættinni.......

Frétti það að Ísar Svan hefði skundað með tromma úr hljómsveitinni Jagúar inn í herbergið sitt til að sýna þeim trommurnar sínar, alveg stórkostlegur krakki, þessu hefði pabbi hans aldrei þorað.

Mér gengur eitthvað hálf treglega að setja inn myndir en það hlýtur að takast einn daginn

 


komast inní hlutina

Nú er maður svona að komast inn í þetta smám saman, inn í rútínuna í eldhúsinu, svoldið annað en maður er vanur, þetta byrjar snemma, mætti kl 07 og  þá voru karlarnir að fara í vinnu, komu í mat kl 1100, kaffi kl 15 og kvöldmat kl 18. Svona eins og alltaf þegar maður byrjar í nýju eldhúsi, þreif ég allt í hólf og gólf, sá danski sem á undan mér var hefur ekki eitt sínum tíma í slíkt, þannig að það var af nógu af taka. En það er ágætt þá er það búið. 

Svo á  morgun byrjar dagurinn á egg og beikon handa mannskapnum, þannig að það verða einhver 15 kg af beikoni sem verða eldur fyrir kl 08 og ca 200 egg. Þessari reglu var sá danski búinn að koma á og henni má ekki breyta. Það var gert síðast sunnudag og það lá við uppreisn, þannig að við látum það nú ekki endurtaka sig. Það sýnir sig kanski hvað eldhúsið er mikilvægur þáttur á svona vinnustöðum, ef allir er saddir og glaðir þá gengur vinnan betur. Svo er bara um að gera að borga kokkinum og hans fólki nógu mikil laun svo allir sé alltaf í stuði ...

Mér skilst að það sé ekki auðvelt að komast yfir fisk hér á eyjunni Grænu, en okkur var boðinn hvalur í gær og ætli við kaupum ekki eitthvað af honum. Ýmislegt sem maður kynnist svona þegar maður fer yfir hafið. Hér á Grænlandi er t.d. eiginlega enginn landbúnaður, hér er öll mjólk g-mjólk frá Danmörku, smá rollubúskapur er á suður grænlandi en það er víst bara til að taka inn styrkina frá dönum. Hér er á boðstólum lambakjöt frá Nýja sjálandi og þetta grænlenska, en það er minnstakosti 2x dýrara ?? og gengur illa að fá fisk. Það er þetta með kýrhausinn og það sem í honum er, það er misjafnt.

Venlig hilsen


Ísland-Grænland

Jæja þá er nú fyrsti dagurinn hér á Grænlandi að kveldi kominn, enda orðinn nokkuð langur og góður. Ferðalagið hófst á Íslandi með rútuferð til Keflavíkur, byrjaði reyndar í gær með flugferð til Rvík. En sem sagt frá Keflavík var flogið með Dash 8 vél til Nuuk, 3.tíma flug, ágætt í alla staði. Síðan tók við 2 tíma bið eftir innanlandsflugin hér, svo ég tók mér taxa niður í miðbæ og pjakkaðist aðeins um þar. Síðan var flogið innanlands hér á Grænlandi, frá Nuuk og til Sisimuit en það er 1 klst flug. Þar tók á móti mér Jónas nokkur Lilliendal, og fórum við í smá útsýnisferð um bæinn, vorum tiltölulega snöggir að því. Síðan var það bátsferð sem tók 1 ½ klst í blíðskapar veðri. Sá margt og mikið á leiðinn og tók margar myndir.

Aðstaðan hér á svæðinu er alveg ágæt, lítið eldhús en ágætlega búið. Danski kokkurinn sem ég er að taka við af var búinn að kaupa inn, helv mikið, og þá aðalega pulsur og pulsubrauð, hamborgara og vorrúllur. Einnig svínasíður og grófhakkaðar medisterpylsur. Þannig að nú verður að leggja höfuðið í bleyti til að reyna að breyta þessu í mat, þá öðruvísi en venjulega fram borinn, því þetta er eitthvað sem kallagreyin eru búnir að nærast á síðustu mánuðina. En fyrstirinn er fullur þannig að kanski leynist eitthvað þarna inn í horni, hver veit.

Mikil sól og blíða, fallegt veður en allt of margar flugur fyrir minn smekk. Nú ætla ég að fara og grafa mig inn í frystirinn til að leita af einhverju skemmtilegu til að elda á morgun.

Venlig hilsen, aðeins að æfa mig í dönskunni


Mánudagur

Jæja þá eru stærst flokkarnir á alþingi komnir með nýja formenn. Þó ég hefði ekki stutt Bjarna ef ég hefði sótt landsfundinn, þá held ég þó að hann komi til með að verða ágætur foringi. Það eru margir sem vilja segja að hann komi úr öðrum armi heldur en þeir formenn sem hafa verið nú undanfarin ár, það er Davíð og Geir. Hann tilheyri frekar þessum gamla “kolkrabba” armi flokksins en þeir Geir og Davíð séu nýfrjárlshyggjumenn, sem hefur nú beðið afhroð út um allan heim, enda er maður alveg hættur að heyra í Hannesi Hólmsstein og hans lýkum. Nú er í raun spennadi að sjá hvort gömlu “kolkrabbarnir” fari ekki að láta bera meira á sér, og það séu kanski þær breytingar sem hann er að boða. Nú held ég að maður þurfi bara að fara lesa sig til um gamla hætti í pólitíkinni, lesa um Ingólf á Hellu og gamla Bjarna Ben, svona til að skilja þetta allt saman.

Ekki líst mér forystu Samfylkingarinnar, ég hef aldrei hrifst af Jóhönnu kerfiskonu og hvað þá honum Degi B. Það finnst mér vera einn mesti smjördellukall sem hefur komið fram í íslenskri pólitík, þannig að það er alveg á hreinu að þeir fá ekki mitt atkæði, reyndar var það á hreinu áður, hihi

Bjarmalandsfrúin kom heima á föstudaginn við mikinn fögnuð heimilsmanna og dýra. Fín helgi að baki, fórum á námskeið um ADHD, átum vel og mikið, bökuðum vöflur, fórum í Bergárdalinn, gekk upp Skarðið, fórum í sund og sitthvað fleira.

Karlakórsæfing í kvöld enda stutt í vortónleikana, líklega skýst ég svo suður til Rvik á morgun og til baka aftur

 

Med venlig hilsen


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband