4.4.2007 | 21:52
Veðrið maður
Já veðrið, furðulegt fyrirbæri. Ég var í Lóninu í allan gærdag og daginn þar áður, við hin ýmsu vorverk sem fylgja stórum sumarbústaðarlóðum. Vorum að snyrta tré, saga niður og planta öðrum. Mánudagurinn fór reyndar allur í stúss í sambandi við pottinn góða sem keyptur var í fyrra vor, ýmislegt sem var ekki klárað þá. Veðrið eins og best það mátti vera í byrjun apríl, tiltölulega hlýtt og gott.
En gærdagurinn, 03.apríl. Það var bara eins og það væri búið að hlaupa yfir eina 3 mánuði, bara eins og það væri 03. júlí. Rúmlega +20°c í forsælu og stafa logn. Hreint út sagt frábært veður. Við borðuðum úti í öll mál, svömluðum mikið í pottinum, mikið framkvæmt í lóðinni, meðal annars löguð girðing og annað slíkt. Guðlaug systir og tvibbarnir hennar voru í Fellshamri ásamt minni 6 manna fjölskyldu að ógleymdum forfeðrunum. Svo bættist Sigurbjörg og Sigríður við í hópinn svona undir seinna kaffi. Frábær dagur í alla staði.
En svo gengur yfir þetta klikkaða rok, veit ekki betur en að löggan hafi ekki komist lengra en að jökulsárlóni, vegna veðurs. En við urðum ekki vör við neitt hér á Höfn. Hefði ekki komið á óvart að trambólínið hefði tekist á loft, en það gerðist nú í fyrra og enda inn í garði hjá Lukku, en ekkert svoleiðis núna. Gott mál
![]() |
Sendibíll fauk af vegi og Norræna slitnaði frá bryggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 21:18
Ekki alveg
![]() |
Roma sigraði Manchester United 2:1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 20:21
Blús á Hornafirði
Nú er runnin upp önnur blúshelgin hér á Hornafirði, Norðurljósblús, glæsilegt framtak Hornfirska skemmtifélagsins. Stórkostlegt hvað sumir geta verið virkir og frjóir í menningarlífi okkar Hornfirðinga. Vonandi kemur veðrið og færðin ekki til með að trufla aðsóknina mjög mikið. En veðrið er samt farið að hafa strax áhrif á dagskrána, Andrea kemst ekki og ég veit ekki betur en að björgunarfélagið hafi þurft að ná í Pálma og félaga austur í skriður. En þar féll snjóflóð sem stöðvar alla umferð þar.
Það að snjóflóð séu farinn að stöðva umferð þar, á þjóðvegi 1, ætti að vera nóg til að ýta Lónsheiðargöngum framar á teikniborðið. Vonandi þarf ekki eitthvað meira og verra til.
En hvað um það nú er það blúsinn sem dunar, vonandi verður stuðið mikið hér í Sindrabæ í kvöld.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 19:20
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar