Fínn sunnudagur

Flottur sunnudagur i dag, afmælisdagur Árna Stefáns bróður míns. Ég byrjaði daginn á því að baka skúffuköku, og svo var öllum smalað út í bíl, fjórhjólið uppá kerru , náð á mömmu og brunað í Fellshamar. Þar var að sjálfsögðu magnað veður, sól og blíða og blanka logn. Eftir fínan hádegisverð var ákveðið að skella sér í vorverkin, eða byrja þau alla vega. En ég klippti  alla runna og snyrti tré. Allir undu sér vel að vanda, sullað í læknum, keyrt um allt á hjólinu og Freyja hljóp út um allt. Allir elska þennan stað og ekki síst hún Freyja, enda harð neitar hún alltaf að koma inn í bíl þegar maður er að fara heim, fer bara inn fyrir hliðið og sest þar eins og hefðarfrú. Sverri og Gréta Stína komu í kaffi, allir kátir.

 

Já Árni Stefán bróður minn hefði orðið 51.árs í dag hefði hann lifað, blessuð sé minning hans, og svo er einnig mikill dagur á morgun, en þá er komið eitt ár síða pabbi kallinn féll frá, á páskadegi. Þetta ár hefur verið viðburða mikið og liðið hratt, en þeirra beggja er sárt saknað á hverjum degi hér í Bjarmalandi.

 

Hlakka mikið til allra samveru stundanna í Fellshamri á þessu ári, allir orðnir spenntir að setja vatn í pottinn og fara að svamla þar. Ísar sagði rétt áður en ég setti tannbustan uppí hann í kvöld að hann vonaði að við gætum eitt öllu páskafríinu upp í Lóni eða alla vega gist eitthvað, vona það líka. Ég held að börnin hans Árna ætli að koma austur um pákana, þannig að þetta verður bara gaman

 

med venlig hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeirra beggja er sárt saknað og hugsa ég oft til þeirra bæði pabba þíns og Árna Stefáns.

Ég er til í áð vera uppi í Lóni um páskana þ.e. ef það er ekki búið að panta bústaðinn...

Elska þig og sakna....Og ég er búin með annan vettlinginn á þig!!!

Sjáumst fljótlega....þín eiginkona Ragnheiður

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:26

2 identicon

Sorry ég gleymdi að segja að ég vildi að ég hefði verið með ykkur og ég skil Freyju mjög vel enda er hún gáfaður hundur eins og aðrir í fjölskyldunni!!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband