11.9.2009 | 00:01
Geimveruárás
Jæja það hlaut að koma að því að það gustaði hér aðeins, en hér er búinn að vera sunnan og suðvestan stormur í allan dag, eða frá hádegi....og er enn kl 22.45. Því miður rigndi ekkert með þessu og þannig að hér er búinn að vera sandstormur eins og hann gerist bestur. Enda er það þannig núna að það er sandur allstaðar. Inní herbergjunum, matsalnum, uppí manni, bakvið eyrun og inn í augum. Um það leyti sem vindurinn gaus upp var hér mikið sjónarspil á himni, en þá fóru skýin alveg á fullt, bjuggu til ýmsar fígúrur og landslag sem ég hef aldrei upplifað áður. Þetta var bara eins og í amerískri stórslysamynd, þar sem himinn og jörð gjörsamlega náðu saman, það var bara eins og það ætlaði að opnast gat og við öll sogast ofaní gatið eða milljónir geimvera að ráðast á okkur og hernema 2.fjörð... Annan eins djöflagang hef ég aldrei séð á himninum, oft hef ég tekið mikið af myndum af himninum heima á Höfn þegar stíf norðanátt er og sólinn er að hrapa í jökulinn og allt verður rautt, svo bleikt, svo gult,,eða þegar skýin demba sér niður eftir Klifatindi, niður Almannaskarð og reyna að ná þeim sem keyra þar um, en þetta var eitthvað allt annað. Þetta var svona hálf drungalegt, maður vissi ekki alveg hvað kæmi næst.....eða hver.
Tók fullt af myndum og setti á fésbókarsíðuna og reyni að setja eitthvað hér inn líka.
Annars gekk dagurinn ósköp venjulega fyrir sig, við Guðmundur óskuðum hvor öðrum til lukku með brúðhjónin ungu, Svövu og Friðrik, ég þá sem fulltrúi stórfjölskyldunnar á Grænlandi og hann sem tengdapabbinn. Bakaði alveg helling en það var mest allt étið, þannig að það verður bara að halda því áfram á morgun
Á morgun er kominn nýr dagur með nýjum ævintýrum, ég fer spenntur í rúmið og reyni að kyngja síðustu sandkornunum, ætla að skipta um á rúminu, enda hálffullt af sandi og rifja þannig upp gamla takta af hótelinu. Reyndar gerði ég það um daginn, reif af einum 20 herbergjum og var snöggur að því enda vanur maður og fer létt með svona smotterý enda alinn upp í þvottahúsi þeirra Sverrisstaðarsystra.
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta voru alveg magnaðar myndir.
Þá erum við hjúkkusystur komnar heim í heiðardalinn, og það var ljúft. Við höguðum okkur allar alveg sérlega vel og erum stoltar að segja frá því að það var bara nokkuð rúmt um farangurinn á heimleiðinni
Vona að þú hittir engar geimverur
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.