Þessi fíni föstudagur

Oft hefnist manni fyrir það að vera latur og það gerðist í dag. En í gær var hífandi sunnan sandrok og varla hundi út sigandi, hvað þá kokki. Þannig að ég ákvað að fresta því til morguns að fara út með ruslið. Staflaði því fallega á lagerinn og lokaði hurðinni á rokið og hljóp undan vindi inn í kampinn minn og undir sæng.  En svo þegar ég vaknaði í morgun var kominn þessi líka rigningin og það rigndi og rigndi í allan dag og rignir enn. Þannig að í stað þess að vera sandbarinn við ruslaútburð, þá varð ég hundblautur frá toppi til táar. Nú var kominn tveggja daga ruslahaugur fyrir utan dyrnar hjá mér, en ég henti öllu út í morgun fullur bjartsýni. Nú dugði ekki að grípa næsta sexhjól enda pallurinn takmarkaður, þannig að ég greip næsta pallbíl og bakkaði honum með stæl að hurðinni og þrumaði 100 pokum ( að mér fannst) uppá pallinn og keyrði eina 100 metra og gusaði þeim í inn í gáminn. Já já ekki langt að fara, ég veit það en það er bara svo hundleiðinlegt að burðast hverja ferðina á fætur annarri með poka í báðum höndum og það í grenjandi rigningu,  þannig að ég gríp bara næsta faratæki, ekki það að ég hafi ekki gott af göngunni, en ég þykist taka það út allan daginn í staðinn með því að trampast þetta fram og til baka í eldhúsinu. Þannig að í stað þess að verða sandblásinn varð ég rennblautur. Annars var þetta fínn dagur, rigningin löngu tímabær og flestir fagna henni held ég, enda rigningin góð. Ragga mín, ástarblómið komin heim þannig að þetta er allt að verða eðlilegt aftur. Rosalega hlakkar mig til að sjá þau öllsömul í október þegar ég kem heim.

Merkilegur dagur í dag 11.sept, eða 9/11. Ég man alveg hvar ég var þegar árásin á turnana var gerð. Þá vorum við bræður með reksturinn í sjómannskólanum, vorum kallaðir á fund hjá skólameistara kennaraháskólans og  náðum að lenda einhverju samkomulagi við hann. Svo þegar við komum aftur í sjómannskólann  var allt uppí loft hjá þeim heyrnalausu sem voru þarna í húsinu líka, þau bentu okkur á að koma og horfa hjá þeim á sjónvarpið en þá var bein útsending. Og þau horfðu og töluðu með höndunum og það var alveg svakalegt að sjá þau tala saman í svona miklum tilfinninga áfalli eins og allir upplifðu þennan dag. Allar hendur uppí loft, menn og konur börðu sér á brjóst og sveiflu höndum í allar áttir... Margskonar upplifanir sem ég átti með honum bróðir mínum sáluga, Árna Stefáni Árnasyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka líka til að sjá þig..Elska þig heitar í dag en í gær!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:30

2 identicon

Sæll nei það á aldrei fresta því sem maður getur gert í dag til morguns, nema maður sé kokkur á Grænlandi og það sé sandstormur. Ég er að fara heim á eftir ,,heima er best," hér er sennilega besta veður sumarsins í dag sól og hiti og Breiðdalurinn skartar sínu fegursta en allt er nú frekar rólegt hér og lítið að gerast því miður. Hafðu það gott kveðja tengdamamma:)

Aðalheiður (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:56

3 identicon

Ég trúi því að það hafi verið merkileg upplifun að fylgjast með hópnum tala saman með fingrunum. Ég lenti í strætó síðasta vetur með hóp af heyrnarlausum unglingum, þau voru dreifð um allan vagninn en töluðu saman með höndunum og greinilega gaman hjá þeim. Mér finnst þetta alveg magnað tungumál og fallegt. Ég gleymdi hér um bil að fara úr vagninum það var svo gaman að fylgjast með þeim.

9/11 ég man líka hvar ég var. Var að ryksuga stofuna eins og svo oft

P.s fólkið þitt verður fegið að fá þig heim. Sat afturí með Ísari á leiðinni heim í gær og hann sagði mér það að þú værir búin að vera alveg rosalega lengi í burtu núna.

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:23

4 identicon

Halló halló...á ekkert að blogga eða skrifa manni skilaboð???

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 275

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband