9.9.2009 | 00:04
Gaman gaman
Þegar hún Ragga mín er að tala við hana Sirrý vinkonu sína á Rás 2 á sunnudagsmorgnum þá segir hún stundum, og það er nú gaman að segja frá því" og ég ætla bara að gera hennar orða að mínum og segja.
Og það er nú gaman að segja frá því að hingað í 2.fjord kom í dag einn ráðherra úr Grænlensku heimastjórninni, umhverfis og vegamálaráðherrann. Var hann að kynna sér verkið og vonandi fer hann með góða sögu af okkur inn á fund hjá heimastjórninni þegar þeir ákveða hver skal virkja fyrir þá í Ilullisat. En það er hér norðar á Grænlandi og hefst næsta vor. Útboðið í það verk var opnað núna á mánudag og var Ístak nr. 2 Einhverjir Danir buðu lægra, en þeir hafa ekki jafn mikla reynslu í svona virkjanagerð líkt og Ístak hefur. Nú á heimastjórnin eftir að fara yfir tilboðinn, þeir kalla það fegurðarsamkeppni, þar sem reynsla fyrirtækjanna, teikningar og annað slíkt er borið saman og síðan endanleg ákvörðun tekinn.
Það var svo sem ekkert verið að snobba neitt fyrir blessuðum ráðherranum, hann kom kl 13.00 og fékk bara sama mat eins og aðrir á staðnum, kjötbollur, kartöflur og sósu, og borðuðu þau bara vel og fengu nýbakaða hjónabandssælu á eftir. Allir kátir með það. Svo fór hann og hans föruneyti í skoðunarferð um svæðið, allir saddir og sælir.
Ef menn vilja kynna sér eitthvað þetta verk hér í 2.firði þá er Guðmundur Þórðarson, sem er staðarstjóri hér og tengdapabbi Svövu Dagnýjar, nýbúinn að senda inn á heimasíðuna hjá Ístak www.istak.is fína grein um verkið og myndir af svæðinu.
Fékk fullt af vörum í dag frá Nuuk og voru þær aðeins 2 vikur á leiðinni og er það nú bara nokkuð gott þannig að nú er loksins farinn að læra aðeins á þetta hér en þetta pantaði ég bara beint á netinu hjá þessu fyrirtæki í Nuuk. Alltaf að læra eitthvað nýtt
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.