30. Maí

Merkisdagur í lífi okkar Bjarmalandshjóna og okkar barna erað kveldi kominn, en í dag 30. Maí eigum við Ragnheiður 12 ára brúðkaupsafmæli.Því miður er ég í annarri heimsálfu núna á þessum afmælisdegi, en við vorumsaman í huganum í allan dag. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í okkar lífi áþessum 12 árum, átt margar stundir saman, gæði gleðistundir sem og sorgarstundir.En það aldrei hefur dregið ský fyrir sólu í okkar hjónabandi, enda bestu vinirog félagar í blíðu og stríðu. En besta afleyðing af okkar hjónabandi eru börninokkar fjögur,Rafn, Ísar, Kári og Aðalheiður...Elska ykkur öll, og Bjart ogFreyju líka.

Við campverjar hér í Ililussat fylgdumst með kostningunum áíslandi í gærkvöldi. Voru menn alveg pollrólegir yfir úrslitunum, svo sem fáttsem kom á óvart, nema auðvitað í Reykjavík og á Akureyri.  Merkilegt að sjá hvað flokkarnir ílandsstjórninni fá lélega kosningu, segir kanski meira um störfríkisstjórnarinnar en viðkomandi fulltrúa í héraði. Hef svo sem ekkert meira umþessi úrslit að segja, nema þá það að ég er og hef aldrei verið, hrifinn af hreinummeirihluta atkvæða. Þá er mér alveg sama hvaða flokkur, eða hvar á landinuþetta gerist. Í raun finnst mér þetta vera hálfgerð nauðgun á lýðræðinu. Jú ok,meirihlutinn ræður, en það þarf stundum ekki nema 45%  atkvæða til að ná hreinum meirihluta fulltrúa.Og þá eru í raun 55% atkvæða sem falla dauð, því hreinn meirihluti gerir baraþað sem honum hentar í það skiptið, það eru bara hans skoðanir sem ráða, þaðþarf ekkert að ráðfæra sig við aðra......nei ég er ekki tapsár..... en mikil er ábyrgðin hjá því fólkisem hlýtur svona kosningu, þessi flokkur hefur framtíð samfélagana algjörlega íhendi sér næstu 4 árin, og þá er sama hvar það er á landinu og í hvaða flokkimenn eru. Því er það enn nauðsynlegra  aðþessi+- 55% sýni viðkomandi flokki mikið aðhald og jafnvel hvattningu og  stuðli þannig að eflingu loforða frambjóðenda, t.d með opinberum greinaskrifum og öðru slíku.

Þetta er búinn að vera rólegur sunnudagur, flestir í fríi oghafa notað hann til afslöppunar. Við í eldhúsinu byrjuðum á beikoni í morgun,ekkert slegið af með það og svo tók hvað við af öðru, léttur hád.verður, vöffluveislaí kaffinu, og svo svínakótilettur í raspi í kvöldmatinn. Bara gott. Í kvöldskellti hann sér í þoku, þannig að ég fór ekkert út með myndavélina eins og éghafði planað, en plön eru gerð til að breytast þannig að því var bara frestað.

Allt í sóma hér hjá okkur, bless´ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg orð ástin mín og sönn.....Gott að vera giftur besta vini sínum og eiga fjögur heilbrigð börn....

Í gær var góður dagur hjá Bjarmalandsgenginu, mikið um útiveru enda veðrið með afbrigðum gott....Mikið var hoppað í okkar garði og næstu görðum(þú veist að okkar trampólín er allt of lítið!!!) Ísar varði kvöldinu í laser tag sem kætti hann ákaflega mikið og var hann þakklátur móður sinni fyrir að hafa leyft honum að prófa....Við höfðum fjölskyldufund hér í gærkvöldi sem gekk vel og nú er bara að sjá hversu árangursríkur hann var, því allir lofuðu betri umgengni og að vera góðir við hvern annan....

Rafn þreif bílinn og grillaði þessa fínu lambasteik sem allir gæddu sér á.

Jæja nú er að byrja ný vinnuvika og síðasti dagurinn í þessum mánuði svo þá þarf að fara að hafa hraðar hendur og láta hendur standa fram úr ermum...Enda ætla ég að vera í sandölum og ermalausum bol í dag...

Knús og kossar á þig og farðu vel með þig....Þín eiginkona og vinur Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 08:44

2 identicon

Gleymdi að segja að ég er yfir mig ástfangin af þér og elska þig í tætlur! Og hlakka til þegar þú kemur í frí...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 08:46

3 identicon

Hæ Gauti. Ég hef gaman af að lesa pistlana þína frá Grænlandi, þakk fyrir  þá.

Til hamingju með brúðkaupsafmælið í gær bæði til þín og til frúarinnar. Hér í DK er haldið mikið uppá 12½ árs brúðkaupsdag, svokallað koparbrúðkaup, en þá eruð þið komin hálfa leið í silfurbrúðkaupið sem er merkisdagur fyrir hjón hér í landi allavega.Svo þú skal notera 30 nóvember og gera eitthvað stórt fyrir frúna.

Bestu kveðjur til Grænlands Unnur

Unnur Petersen (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 10:24

4 identicon

Sammála er ég þér um hreinan meirihluta, held að það sé ekki alveg nógu gott. Vona bara að þetta fólk geri sér fulla grein fyrir því að ábyrgðin er mikil sem það ber.

Til hamingju með daginn ykkar í gær. Svo hlakka ég mikið til að sjá myndir frá þér svo ég vona að það fari að létta til. Vona að frúin þín sé búin að jafna sig eftir að hafa horft á Kol og Freyju "leika" sér. Ég komst að því að hundurinn minn er sannkallaður PORNO-DOG

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband