24.11.2009 | 00:51
Ja nú er lag á læk
ja nú er lag á læk, en það er orðatiltæki sem ég lærið í Fljótsdalnum... aldeilis margt og mikið búið að gerast hér hjá okkur í 2.firði þessa síðustu daga. Við erum búin/nn (það er ein kona/stelpa hér) að halda jóla/brottfara/verkloka/heimferðarhlaðborð og gleði, en það var á laugardaginn síðasta. Síðan fór kokkurinn í einn eina gönguferðina, og gekk núna stanslaust frá 0930-1630 í leit að nýjum ævintýrum og öðru slíku. Færið var náttúrulega hundleiðinlegt og allt svoleiðis en margt spennandi reynt, meðal annars að ganga á frosnu vatni, þar sem ísinn var svo tær að maður sá víða alveg niður á botn. En ég skal samt trúa ykkur fyrir því að ég hef sjaldan eða aldrei orðið eins hræddur og þegar við gengum til baka yfir vatnið, þá í logni, og þá heyrðum við alla brestina, urgið og surgið í ísnum. Ég hef aldrei verið eins feginn á ævinni eins og þegar ég var kominn á land aftur, gjörsamlega með hjartað í buxunum og ekki mátti miklu muna að annað lífrænt endaði ekki þar líka. En þetta var gaman eftir á og frábær innlögn í reynslubankann.
Nú, síðan skal svæðið bráðum yfirgefið. En planið er semsagt að sigla með stálskipinu Rínu héðan frá 2.firði, eftir hádegi á miðvikudag, og gista eina nótt á Hótel Sisimiut. Nú er fjörðurinn orðinn ísilagður að stærstum hluta þannig að siglingin tekur ca 3 klst í stað 1-1 ½ klst. Svo er flug frá Sisimiut einhvertímann á milli 11-13 og svo 3-4 klst flug heim. Gist eina nótt hjá ástkærri tengdamóður minni á Þórsgötunni og svo heim seinnpartinn á föstudag, heim á Hornafjörð. Þá lýkur 7 vikunni hér núna í þessu holli. Þá er ég búinn að vinna hjá Ístak í 20 vikur, og þar af vera hér í 2.firði í 17 vikur eða ca 120 daga. 1/3 af árinu 2009. Síðan verður bara koma í ljós hvort maður kemur einhvern tímann aftur hingað í 2. Fjörð, það er bara framtíðin sem getur sagt til um það og það borgar sig ekki að spá of mikið í framtíðina,..en eitt er alveg klárt. Maður á aldrei að segja aldrei...
Nú er mánudagskvöld og ég fer héðan á miðvikudag og til íslands á fimmtudag, en ég er búinn að pakka......og tilbúinn til brottferðar.
Hlakka til að koma heim
Blessykkur
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 347
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikil held ég að gleðin verði í Bjarmalandi þegar þú kemur heim. Gangi þessir síðustu dagar vel og heimferðin að sjálfsögðu líka.
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 07:52
Já þetta er búið að vera mikið ævintýri og reynsla sem þú lifir á það sem eftir er...Ég sé fyrir mér sögurnar þegar þú ferð að ljúga að barnabörnunum þegar þú rakst á ísbjörn og skaust hann, eða þegar þú hittir fyrir hjörð af hreindýrum og náðir 20 í einu skoti!!!
Við hlökkum öll til að sjá þig hér í Bjarmalandi og þótt víðar væri leitað....Megir þú eiga góða heimferð frá landinu græna sem er kanski ekki svo voða grænt þessa stundina.....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 08:31
Það er kanski rétt að taka það fram að ísinn var mjög traustur allan tímann, ca 8-12 cm þykkur og á að halda heilli fílahjörð svoleiðis. En það voru bara hljóðin sem gerðu mann svona hræddan og tilfinningin að vera út á vatni, að ganga á gleri. En í raun var aldrei nein hætta þarna á ferð..
Gauti (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 09:28
Góðann dag. Nú er lag á læk.
Gaman að lesa þessar frásagnir,þetta hefur greinilega verið hreint ævintýri að vera þarna,
það kemur eitthvað spennandi upp í hendurnar á þér innan tíðar.Gangi þér vel heimferðin,
Kristin Ellen. (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 11:19
Hér er víðar
Nökkvi (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.