STUÐ-STUÐ-STUÐ

Jæja þá er komið mánudagskvöld og ýmislegt merkilegt búið að gerast hér í 2.firði síðan síðast.  Fyrst skal sagt að á laugardag fór tiltölulega stór hópur fólks héðan af svæðinu og þar á meðal lettnesku krakkarnir fjórir og þar með fækkaði mínu starfsfólki um helming, úr 4 í 2. Þannig að við Erla erum sem sagt bara 2 og reddum þessu bara flott, enda karlarnir orðnir bara 30 og búið að draga úr þrifaþjónustu og öðru slíku. Þannig að ég tek morgunmatinn, mæti uppúr 0500 og er til 21 þannig að dagarnir eru orðnir nokkuð langir, en þetta er svo sem bara í stuttan tíma því áætluð heimför er fimmtudaginn 26. Nóvember, næst komandi. Lent í Reykjavík að kvöldi og svo flug heim á Höfn að morgni 27, stuð, stuð, stuð. Framundan þá langt jólafrí, er reyndar atvinnulaus eftir þann tíma, en ég hlýt að fá eitthvað að gera. Í byrjun des verða opnuð 2 tilboð á virkjunum,  þar sem rekstur á eldhúsi er inní pakkanum, þannig að maður veit aldrei hvað gerist. Kemur allt í ljós.

Nú svo á sunndaginn var búið að plana leit af jólahestum, en þegar við vorum komnir upp að vatn, þá var nú bleik brugðið því það var bara frosið, en þó ekki þannig að það væri þorandi að labba á því, þannig að við snérum bara frá. Þar sem ég var nú búinn að undirbúa daginn þannig að ég þyrfti ekkert að mæta fyrr en kl 1600, (mætti að vísu kl 07 og græjaði morgunmatinn) ákvað ég að taka bara rölt hér um hlíðarnar og leita mér að Rjúpu. Og til að gera dagslanga sögu stutta, þá var þetta þannig að ég rölti hér um í svokölluðum kúlusnjó, en það er þannig færi að í þriðjahverju skrefi sekkur maður uppí kúlur (klof) þannig að þetta var hið mesta puð, en rjúpurnar voru 7 sem enduðu í frystinum þannig að ég var bara sáttur við daginn, þrátt fyrir frostið á vatninu.

Einnig á sunnudaginn var stærsti áfangi verksins hingað til, en þá var varanlegum straumi hleypt á línuna og húsin í Sisimiut lýst upp með rafmagni sem framleitt er hér í 2.firði. Og svo í kvöld var fullum straumi hleypt á línuna og allt gengur eins og á að gera, þannig að þetta er allt að virka. Það eru miklir spekingar (SASarar)(sérfræðingaraðsunnan) sem hafa starfað við þetta verk á hinum ýmsu sviðum og tímum verksins. En á einu klikkuðu þeir alveg, og það er staðsetning búðanna. En þær eru akkúrat undir háspennulínunni, ekki alveg eins og þetta á að vera svona samkvæmt bókinni, en vonandi í lagi. Menn hafa svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu, nema þá að einu leyti. Og það er hvaða áhrif þetta getur haft á fyrr nefndar kúlur og það sem þeim fylgir, eða þær fylgja... Eru menn á því að annað hvort yrði þetta til þess að það verði viðvarandi slappleiki í stykkinu öllu, eða viðvarandi stífleiki, og eru menn ekki alveg sammál hvort er nú verra, eða betra.... en þetta kemur bara allt í ljós, við erum alla vegna í stuði, það er nokkuð ljóst.

En alla vegna, ef allt gengur eins og planið er, ég heima í Bjarmalandi þann 27 næstkomandi, hlakka mikið til að sjá alla, knúsa og kyssa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú stundar þrekæfingar í snjónum

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 08:56

2 identicon

Já ég er sammála Írisi með það að það er gott að þú stundar þrekæfingar því þú átt eftir að þurfa á því að halda.....Ekki það að ég ætli sjálf að fara að murka úr þér lífið...Nei það er nefnilega svo margt sem þú þarft að gera þegar þú kemur heim...Sko hér á heimilinu....Já og ég er svona að kanna atvinnu fyrir þig svo þú sért ekki að hanga aðgerðarlaus.....

Svo með þessa háspennulínur þá er það örugglega ekki verra að búa undir þeim en að búa við hlið þessa ferlíkis sem við búum við hér.....MASTURSINS sem ég vil losna við sem allra fyrst....En þessar leiðinda aðstæður með þessar háspennu alla geta kanski verið til góðs ef einhver týnist í snjónum þá stendur kanski eitt uppúr(þ.e. ef það er eitthvað almennilegt).......Maður þarf alltaf að líta á björtu hliðarnar....En ég hélt að þú ætlaðir að versla jólagjafir handa mér í Reykjavík en þú hefur varla tíma til þess sýnist mér....En ég tek glöð á móti þér á flugvellinum, þótt þetta sé ansi snemmt!!!

Bestu kveðjur og knús úr Bjarmalandi....þar sem friðurinn er aldrei úti...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 13:10

3 identicon

Ragga er búin að ráða þig í jólahreingerningar hjá okkur hjúkkusystrum, bakstur og ýmislegt sem tilfellur á óvenjulegum heimilum svona fyrir jólin. Þú manst að þjálfa tuskuhendina vel.

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 12:01

4 identicon

Nei Íris þið hafið allar ykkar karla til þess, þið fáið ekki minn í það.....Use your own......

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 09:20

5 identicon

Sæll Gauti minn.  Gott að heyra að þú ert á leiðinni heim.  Held bara að ég geri mér ferð suðureftir til að knúsa þig og kyssa.  Allavegana til að borða góða steik með þér.  Annað væri nú ekki hægt.  Tel nú nokkuð ljóst að Bjarmaland verði upplýst um jólin sem aldrei fyrr, sérstaklega ef þú ert eitthvað yfirspenntur.  Það hefur nú ekki þurft hingað til.  Kveðja frá Reyðarfirði, úr myrkrinu, þar sem sólin hefur kvatt fram yfir þorra og snjórinn lætur bíða eftir sér.

Guðlaug (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:47

6 identicon

Já Ragga mín, við fellum þetta mastur einn daginn, ekki spurning um það. Íris, þetta atvinnutilboð með þrifin ..... eigum við að ræða það eitthvað frekar, held ekki.

Guðlaug mín, þú ert alltaf velkominn í Bjarmaland og ég hef nú reiknað með því að hafa þig í veislu hjá mér á gamlárskvöld, búinn að vera veiða í þá veislu og svona.

Hlakka til að sjá ykkur öll, kv úr talsverðri púðursnjókomu í 2.firði, þar sem fjörðinn hefur lagt.

Gauti (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 19:14

7 identicon

Líst þér illa á atvinnutilboðið... hnuss. Ragga þú hefur nú fengið að nota minn kall reglulega meðan þinn kall er að heiman! Og það án þess að borga krónu svo ég hlýt að mega nota þinn smá  Fer nú ekki fram á mikið smá afþurrkun og skúringar!

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 347

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband