Leitin að kvöldmatnum

Síðan á fimmtudag hefur ýmislegt viðgengist hér í 2.firði.  T.d. á laugardag var opnaður hér ný pizzastaður þar sem áður var mötuneytið hér á svæðinu. Hlaut staðurinn nafnið, Gámínós og framleiddi hann pizzur alveg út í eitt, við mikinn fögnuð þeirra sem nutu. En sökum þess að símkerfið hrundi algjörlega og ítalski kokkurinn fór úr axlarlið við pizzuþeytingu, þá var staðnum lokað hið snarasta, eftir þó mjög velheppnaða kvöldstund, og mötuneytið opnaði aftur á sunnudagsmorgni með beikoni og tilheyrandi. Sökum mikil álags á matreiðslumanninn við að ná pizzadeiginu niður úr loftinu, var ákveðið að senda hann í göngutúr á sunnudegi. Var einnig ákveðið að hann skyldi hafa með sér rör eitt mikið og fallegt og hann beðinn um að koma með kvöldmatinn með sér til baka. Arkaði hann því af stað við þriðja mann inneftir dalnum þar til menn nenntu ekki frekari göngu, sem var reyndar mjög stutt, og settust uppí bíl. Var ferðinni heitið að vatni einu miklu en þar beið þeirra svört kryddpía með nýuppgerðan mótor. Hin áðurnefndi strandvörður var vant við látin og ekki tilbúinn til prufukeyrslu, þó svo að hún hafi fengið nýtt sett af hælum á sinn mótor ... hvað sem það er nú.

Sú svarta æddi með félagana um vatnið þvert og endilangt í leit að kvöldmatnum, þar til allt í einu að félagarnir urðu þess varir að fjórir ferfætlingar voru að kroppa uppí fjalli. Var því ákveðið að henda mönnum frá borði og reyna að fanga matinn. Spennan var alveg að fara með þá félaga þegar ferfætlingarnir nálguðust óðfluga, alveg þar til eitthvað heillaði þá frekar og þeir tóku strikið upp fjallið og hafa ekki sést síðan. Var þá ekkert annað að gera fyrir þá félaga en að finna svörtu kryddpíuna aftur og biðja hana um að skutlast með sig áfram. Var haldið af stað til baka og siglt í humátt til lands. En leiðin var nokkuð löng og frostið mikið, ca -16°c  þannig að þegar að landi var komið voru félagarnir gjörsamlega gegn frostnir, enda búnir að sigla í gengum frostþoku þar sem nefhárin á þeim frusu meira segja. Þegar að landi var komið var þetta eins og í frægu atriði úr Dumb and Dummer þegar þeir stigu af mótorfák sínum. En eftir góðar 15 mínútur af Mullers æfingum þarna í fjöruborðinu var arkað af stað aftur í leit að kvöldmatnum. Var gengið dágóða stund þar til félagarnir urðu ferfætlinga varir, settu sig í stellingar, reyndu að komast nær svo ekkert færi nú úrskeiðis, en var þá eins og við manninn mælt, þau tóku undir sig stökk og hafa ekki sést síðan.  Vorum menn nú frekar súrir í bragði enda adrenalínið farið að flæða um æðar þeirra félaga, og þá sérstaklega kokkurinn enda hann búinn að undirbúa allt fyrir kvöldmatinn, með vatn í potti og allan pakkann ... en engan matinn. Gengu menn því með hangandi haus til báts á ný enda að koma myrkur, en á leið þeirra til baka urðu 3 hvítfiðraðir fuglar, sem enduðu í poka félagans þannig að þeir komu ekki alveg tómhentir til baka.

En gaman að þessu fyrir félagana, heilmikið líkamlegt puð, snjótroðsla og frostsigling, enda strax farið að plana næstu fer í leit að kvöldmatnum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er aldeillis skemmtileg frásögn....

Ég hefði nú frekar valið að leggjast upp í rúm með góða bók og opna svo frystinn eða ískápinn og ná í matinn þangað!!!  Nú eða bara opnað pizza staðinn aftur........ En þetta er ævintýri og gaman að hafa svona sögur til að segja börnunum á síðkvöldum á Íslandi....

 Love eiginkonan með orginal mótor sem klikkar ekki......

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 08:26

2 identicon

Braustu ekki frosnunefhárin svo þú gætir sparað rafmagnið í nefháraklippurnar? Skemmtileg veiðisaga, vona að þú farir varlega í frostinu svo þú þurfir ekki nýjan mótor  ekki víst að eiginkonan með orginalinn fíli það

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 16:41

3 identicon

Maður þarf nú ekki að fara norðar en á Akureyri til að nefhárin á manni frjósi.....Það hef ég nú upplifað í -18 stigum.......Náttúrlega algjört rugl....Spurning að panta sér ferð til kanarí......

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 347

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband