21.9.2009 | 15:08
Sprengidagur (sunnudagur)
Þá er sprengidagurinn mikli liðinn, en það var sunnudagurinn síðasti. Þá var sprengt síðasta haftið út í vatnið mikla, sú sprenging tókst með miklum ágætum, að viðstöddum flestum íbúum hér í 2.firði. Gatið sjálft er á 18m dýpi þannig að þetta var myndarleg loftbóla sem gaus upp í vatninu eins og myndin sýnir. Svo þegar þessu var lokið var haldið áfram að sprengja inn í fjallinu, en það var neðar í göngunum. Þar var skilið eftir 3.metra haft, svona vara vara. Þess var ekki þörf þannig að það var sprengt og er verið að moka því út núna, þannig að þá er hægt að fara fylla göngin af vatni.
Ég ákvað að hafa bara líka sprengidaginn mikla í eldhúsinu. Hann byrjaði að vanda á beikoni , eggjum, pylsum og frönskum. Síðan kom tiltölulega léttur hádegisverður, svona TTK ( tekiðtilíkæli) Svo var skellt í nokkrar konnýar" eða súkkulaðikökur. Það hurfu 4 svoleiðis ásamt rjóma og 6 skonsubrauðtertur. Svo var komið að grillsteikinni, en það var grillað lamb og svín og ís á eftir. Svo þegar þessu lauk öllu saman var horft á Rocky 4. Þannig var nú gærdagurinn, enda var ég alveg sprunginn þegar ég skreið uppí rúm....
Nú er sunnan kaldaskítur, snjókoma í loftinu og kaldur gustur. En í gær var algjört logn og sól. Þegar ég segi algjört þá meina ég sko algjört. Fjörðurinn alveg sléttur og ekki hreyfðist hár á höfði þó maður sé orðinn ansi hármikill.
Bless´ykkur
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 347
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gæskur
Ég mátti til með að kvitta, ég sé að það kvittar enginn annar. Nú er bara vika í pásu hjá þér. En hvernig er það, ætlar þú ekki að fara að vinna á Jamaika, þegar þessu líkur á Grænlandi
Nökkvi (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:52
Sæll félagi Nökkvi, já það er sko bara vika eftir af þessu holli, og orðið ágætt, að verða 8 vikur.....
Ætlar þú að koma með til Jamaika..... þar verður nú örugglega stuð, bara sandur og sól, enginn snjór....
Gauti (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 16:52
Jú ég kem með til Jamaika, vantar þig ekki aðstoðarkokk. Stuð, romm, sandur, romm, sól,....................erum við ekki að gleyma einhverju,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, jú, romminu.
Ég held að ég láti þig einan um þetta ferðalag, það verður einhver að vera heima hjá dúllunum
Nökkvi (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.