24.8.2009 | 00:03
Sunnudagskvöld
Það er búið að vera ansi mikið annríki hjá mér síðustu daga, kampurinn alveg troðfullur og þar af leiðandi matsalurinn tvísetinn. En þetta er mikið fjör þegar svona er, mikill matur sem fer í mannskapinn. Ég þarf að bruna út í Sisimiut og reyna að versla eitthvað inn fyrir vikuna því allt er nú að klárast og ég fæ ekki vörur frá Danmörku fyrr ca 1. sept. Vonandi er eitthvað til hjá þeim körlunum núna, ég kláraði allar beikonbirgðir í öllum búðunum fyrir helgi !!
Uxinn er enn að veltast hérna í kringum búðirnar, er núna hér beint fyrir ofan okkur, alveg lengst uppí fjalli, rétt sést í dökkan díl þegar hann hreyfir sig eitthvað. Einn slíkur var skotinn af Ístaks manni upp í Oppland og er ég byrjaður á að úrbeina hann, og úrbeinaði líka eitt hreindýr sem okkur áskotnaðist í dag, en nú er byrjað eitthvað tímabil hjá heimamönnum, þeir koma hér inn í fjörð á bátunum sínum, leggja þeim við kæja og labba hér inn á hálendið til hreindýra veiða. Það komu tveir í dag með 10 dýr og fengum við eitt hjá þeim fyrir að keyra þá með fenginn. Þannig að kanski fæ ég meira hjá þeim og hef í matinn, hver veit.
Búið að vera alskonar gestir hér um helgina, og núna fram eftir vikunni. Einhver hópur bæjarstarfsmanna kom í dag og bæjarstjórinn og einhverjir pólitíkusar koma á þriðjudaginn. Ætli að það sé ekki rétt að rökræða aðeins við þá og hvetja þá til að drullast til að taka til í þessum bæ sínum, hann er óttalega sóðalegur. Algjör synd því þetta gæti alveg verið hinn huggulegasti bær með mikinn sjarma.
Stór dagur hjá Rafni mínum á morgun mánudag, 1. dagur í framhaldsskóla. Afskaplega ánægður og stoltur af þessum stóra og myndarlega dreng mínum. Hann er búinn að vera rosalega duglegur að hjálpa mömmu sinni núna sem áður og ég veit að hann verður það áfram. Reyndar ég ég mjög montinn af öllum mínum börnum, segi alskonar sögur af þeim við hvert tækifæri. Svo maður tali nú ekki um hana Röggu mína, það er nú dugnaðarforkur sem á mikið hrós skilið. Elska ykkur öll.....
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já heill og sæll kæri eiginmaður....
Hér gengur lífið sinn vanagang fullt af fjöri, gráti, öskrum, og fleiri skemmtilegheitum.....
Rafn kom nú slasaður heim úr fótboltaferðinni þannig að ég var vakin þokkalega snemma í morgun til að búa um fótinn...Hann fær nú hækjurnar lánaðar enn eina ferðina....Þannig að ég þarf að keyra hann í og úr skóla í dag...Litla skinnið... Ég ætla að fara niður á Tulinius og vera dugleg þar í tiltekt og frágangi....(vildi nú alveg hafa þig með í því) en það er ekki alltaf þannig að maður fær það sem maður vildi helst....Ég er bara mjög stolt af þér þarna á Grænlandi og þú ert greinilega að gera góða hluti...
Skólasetning verður hjá Ísari og Kára í dag...Og Aðalheiður prinsessa fer í leikskólann svo þetta er að færast í rútínu sem ég kann svo ákaflega vel við....Ég er að reyna að ganga frá hér á heimilinu líka svo það sé ekki allt í rúst þegar ég byrja í skólanum, líka þar sem ég þarf að fara fljótlega norður...
Annars biðjum við að heilsa krakkarnir og ég já og Freyja litla sem var svo þreytt eftir Lónferðina að hún svaf frá því kl 17 í gær til 07 í morgun....Svo er svo ömurlegt veður rigning og rok að hún var ekki spennt að fara út í morgunsárið...sem sagt ekki hundi út sigandi!
Knús og kossar og vona að allt gangi vel hjá þér...Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 07:47
Sæll bróðir
Það rekur ýmislegt matarkyns á fjörur þínar heyri ég. Og svo líka pólitíkusar og Laugvetningar. Ég bið kærlega að heilsa Björgvin Patreksfirðingi, bekkjarbróður mínum, sem ég hef ekki séð nokkuð lengi. Í vor voru 30 ár frá því við útskrifuðumst með hvíta kolla frá ML.
Kær kveðja,
Gísli Sverrir
Gísli Sverrir Árnason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.