21.3.2009 | 09:00
Fínn föstudagur
Jæja nú er aðeins vika eftir að útlegð Bjarmalandsfrúarinnar. Mikið verður henni nú fagnað, bæði af mér og börnum. Þessar þrjár vikur sem búnar eru hafa nú bara gengið ágætlega hjá okkur, Rafn er mjög duglegur að hjálpa mér við heimilsstörfin enda orðinn hálffullorðin ungur maður, farinn að keyra hjá Dúdda. Það styttist í að við fáum grænan miða á Patrolinn og þá förum við að rúnta um allar sveitir.
Þetta var þaulsetinn dagur hjá mér í gær, svona í lok vetrarfríisins. Fór uppí kirkju fyrir 10 til að fylgjast með uppsettningu á hljóðkerfinu, en vinna hófst aftur við það á fimmtudaginn. Kl 12 fór ég á fund í ráðhúsinu, atvinnumálanefnd. Þar var margt rætt og samþykkt. Ágætar fréttir og í raun jákvæðar um atvinnuleysi hér á Höfn, ekki mikið langtíma atvinnuleysi, þannig að við erum í raun vel sett miðað við mörg önnur sveitarfélög á landinu.
kl 13.00 settist ég á sóknarbraut, en það er námskeið hjá Impru, um stofnun og rekstur fyrirtækja. Þar sitja líklega milli 20 og 30 manns og læra þessi fræði. Þannig að það er engin lognmolla í okkur hér.
kl 16.15 hófst svo fyrirlestur hjá Möttu sjúkraþjálfara, en hún er alveg ákveðinn í því að bæta heilsufar bæjarstarfsmanna, búnar að vera allskyns ransóknir á hennar vegum, BMI og allt það. Það er ágætt, reyndar mjög gott að fá svona spark í rassinn. Fór hún yfir mataræði og hreyfingu í gær.
Bakaði pizzur handa okkur, reyndar voru Kári og Aðalheiður búinn að borða fisk hjá ömmu, ekkert betra, Rafn var á æfingu þannig að þau heimsóttu ömmu.
Svo kl 21.00 fórum við Rafn uppá Hótel og sátum tónleika með Gunna Þórðar til rúmlega 23.00. Flottir tónleikar þar sem Gunnar fór yfir ferilinn, splaði, söng og sagði sögur
Nú er Rafn að fara niður í Bestfisk að vinna, og ég að fara að syngja með karlakórnum kl 14.00 í Nýheimum, en þar er svona mannlífssýning í dag, þar sem félagasmtök og mennignarstofnanir eru að kynna sig og sína starfssemi.
Ef að Ragga væri heima værum við væntanlega út á Smyrlabjörgum með restinni af kvennakórnum, en þær eru þar við æfingar í dag og sprella svo í kvöld
Med venlig hilsen
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að sjá blogg hjá þér ástin mín....Greinilega líf og fjör í Bjarmalandi þótt frúin sé að heiman....Eins gott...
En nú fer þetta að styttast og þá kem ég heim og fer ekki neitt í bráð frá ykkur.....
Ástarkveðja til ykkar allra Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 19:50
Hæ Gauti
Hvað er það sem er svona jákvætt við atvinnumál Hornafjarðar?
Sorry en ég get ekki séð neitt jákvætt við þau, ekki er nein vinna hér fyrir mig né Kim.
Kveðja
Hjördís
Hjördís (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.