Fimmtudagur

Í dag er búið að vera -12°c í allan dag, alveg frá því að ég vaknaði uppúr 06. Alveg stillt veður og fallegt, sólin verið hér í fjallstoppunum, hún er alveg hætt að koma niður í fjörðinn til okkar þannig að þá fer að styttast í að fjörðinn leggi, en það gerist nokkuð hratt þegar frostið er svona og algjör stilla. Það eru ekki mikil læti í eldhúsinu núna, karlarnir ekki nema 45-50 þannig að þetta eru bara róleg heit. Verkið gengur vel, prufanir á vélunum hafa staðið yfir og allt lofar góðu. Búið er að setja straum á línuna svona til að prufa, og það kom rafmagn í Sisimiut, þannig að allt virkaði. Til að geta skilað verkinu þarf að vera búið að framleiða rafmagn samfleytt í 3 vikur á nokkurra hnökra, og þegar það gengur eftir er okkar verki lokið hér í bili. En ef eitthvað klikkar á þessum 3 vikum þarf að laga það og byrja aftur á 3.vikna ferlinu, þannig að ef allt gengur eftir þá eru flestir farnir héðan ca 10 des, nú ef eitthvað klikkar dregst það um ....en það kemur bara allt í ljós, reikna með að koma heim í kringum 10 des, svona eins og staðan er í dag.

Við erum enn þá að bíða eftir endanlegu svari um verkið hér norðar, í Ilissuat, það kemur vonandi í ljós núna um miðjan mánuðinn, það verður svakalega spennandi verkefni, og hef ég óskað eftir því að fara með þeim þangað ef Ístak fær verkið. Annars er ég án atvinnu þegar þetta hér er búið, og er það svona létt farið að pirra mig, en ég reyni að hanga á kúlinu....vonandi verður bara af þessu fyrir norðan, þá finn ég mér eitthvað heima fram á vor og kem svo galvaskur aftur til Grænlands.

Reikna með að fara í annan göngutúr á sunnudaginn og þá verður vonandi búið að laga bátinn þannig að við getum siglt inn með vatninu, og vonandi verður búið að laga hana Pamelu, en það er annar bátur, hinn hér Mel B, Pamela er svona stærri og kraftmeiri...  En þetta er eins og annað, háð veðri og vindum og öðrum slíkum þáttum. Kemur allt í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja minn ástkæri...það er gott að verkið gengur vel og allt virkar eins og það á að virka...Er ekki bara ágætt að það sé aðeins farið að fækka hjá þér þá þarft þú ekki að vera á hlaupum allan daginn...? Ég og krakkarnir erum orðin spennt að fá þig heim(eftir ca mánuð) þannig að þú þarft ekki að gera annað en halda coolinu því alltaf leggst okkur eitthvað til....Eins og segir í frægri mynd (sem ég kann orðið orðrétt!!!) þegar Guð lokar einum glugga opnar hann annan! (Sound of music)....... Þetta á allt eftir að verða gott....Erum nú ekki Breiðdælingar fyrir ekki neitt....

Og ég er hreinlega að springa úr hamingju þessa stundina....Það er svo yndislegt að eiga þessi kríli okkar sem eru reyndar að vaxa einum of mikið þessa dagana...Ísar er orðinn þvílíkur sláni!!!! Kári orðinn aðeins stærri!!! Og Aðalheiður fer að verða 6 ára...Svo ég tali nú ekki um folann á heimilinu!!!! Orðinn fullorðinn drengurinn sá.... 

Ég hlakka til að heyra söguna þegar þú fórst á Pamelu, eða var það Mel B!!!!!!!!!!!!! Og ég vona þín vegna að þú náir að munda vopinið fræga.....(Ekki dýranna vegna, ég gæti aldrei drepið dýr) 

Jæja þá er þess melding orðin aðeins of löng en ég sendi þér knús og kossa yfir hafið....Þín Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 09:16

2 identicon

Sæll og blessaður já þetta verður langur tími hjá þér í útlegð vonandi fær Ístak þetta verk og þú vinnu það verður nóg að gera hjá þér þegar þú kemur heim að setja upp jólaljósin og ég veit að fjölsk. þín er farin að hlakka til.Farðu nú varlega á sunnudaginn vona að allt gangi vel. Kveðja Aðalheiður

Aðalheiður (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:19

3 identicon

Hlakka til að lesa veiðisögu sunnudagsins.  Vona að allt gangi vel á Pamelu.......................

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 17:07

4 identicon

Jæja vinur, ekkert blogg. Ertu alveg búin að vera eftir túrinn á Pamelu, eða fórstu á Mel.B? Hvor var skárri?

Nökkvi (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband