Planið

Plan næstu viku...

Mánudagur: 3 dagar og svo heim...júhú. Elda, baka. Byrja ápöntun sem þarf að fara til Danmerkur, og kemur eftir ca 4 vikur. Er reyndar aðfá í þessari viku ágæta pöntun frá Nuuk, og áætla að það dugi í ca 4vikur.  Taka á móti gám sem kom með skipinúna um helgina og er væntanlega fullur af ýmsum áhöldum sem vantar í eldhúsiðog kampana.

Þriðjudagur: 2 dagar og svo heim...júhú. Elda, baka. Klárapöntunina og senda, reyna að átta sig á því hvað maður á að gefa fallegukonunni sinni í afmælisgjöf (djók, allt klárt)(næstum) Pakka niður eftirkvöldmat

Miðvikudagur: 1 dagur og svo heim...júhú. elda hád.matinn oggræja kaffið og svo vonandi, vonandi komast í bæinn, Illuissat. Þarf aðerindast svoldið þar....annars bara daginn eftir, kyssa tengdó bless

Fimmtudagur: Heimferðardagur. Ef ég kemst í bæinn á mið, þáer bara verið að ruglast um bæinn fyrir hádegi, verslað inn fyrir eldhúsið ogsvona. Mæting á flugvöllinn ca 12-13 tekið á móti Kalla Steingríms, en hannleysir mig af, náfrændi minn frá Akureyri. 4 tíma flug....bílaleigubíll á Íslog svo brunað á Hornafjörð, vonandi kominn ca 24.00.

Föstudagur: HEIMA ER BEST. Knúsast í Röggu minni, börnunum4, hundi og ketti, kaffi hjá mömmu, ruglast svona eitthvað....skítt meðbókhaldið...

Laugardagur: hvar er sól, þangað förum við með fellihýsið...komumheim eftir helgi, og þá með afmælisstúlkuna fögru.....

Gott plan maður

 

Í dag er búið að vera svaðalegt veður, svo heitt aðflugurnar gátu ekki einu sinni tekið á loft, enda örlítill gustur sem bjargaröllu. Ég og Aðalheiður skelltum okkur í smá hressingargöngu eftir Beikonið kl1100, og gengum sem leið lá hér í átt að þeim stað sem Portalbyggingin verður,en þar fer maður inn í fjallið til að komast að stöðvarhúsi virkjunarinnar.Fallegur dalur og fallegt fjall sem á eftir að fara inní. Fundum tófubæli, enenga tófu, hún þorði ekki út, annars ekki mikið líf hér fyrir utan einstakasmáfugl, þurfum nauðsynlega að flytja Hreindýr hingað á þessar slóðir.

Bless´ykkur

 Svæði hér í Patiksoq


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahah þú ert ótrúlega sniðugur!!!....Ástarkveðja og hlakka til að sjá þig(með allar afmælisgjafirnar!!!!!!)

Þín Ragnheiður síunga....

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 07:56

2 identicon

Ferlega gott plan hjá þér  Sjáumst

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband