Mættur aftur

Jæja þá er maður kominn aftur hér inn í 2.fjörð.  Ferðin gekk bara áfalllaust fyrir sig þó svo að löng væri, en vegna mótvinds þá varð flugið rúmir 4 tíma í stað 3. Brunaði bara beint inn í fjörð á Lómnum í blíða veðri. En núna á föstudagskvöldi er veðurspáin eitthvað að sína klærnar og spáir roki og snjókomu. Það er ágætt að fá meiri snjó til að lýsa upp skammdegið.

 Að vísu var blóðrautt sólarlag hér á fimmtudagskvöld þannig að það gladdi okkur fjölmarga áhugaljósmyndara, en hér er mikið úrval af þeim enda ýmislegt sem ber fyrir augu manna hér sem gaman er að festa á „filmu"

 Blóðrautt sólarlag

 

 

 

 

 

 

Nú á hann Kári minn afmæli á morgun 17.10 og verður 8 ára foli. Kári er svo heppinn að mamma hans er komin austur til að halda uppá afmælið fyrir hann, og verður það eflaust hin mesta skemmtun. Einnig á hann Árni Gíslason bróðursonur minn afmæli þann 17. en ég veit ekkert hvað hann er gamall en hann er alla vega foli, það er eitt sem víst er.

Allt er við það sama hér á svæðinu, karla koma og aðrir fara. Nú er allt að fyllast af alskyns sérfræðingum í hinum og þessum fræðum, rekstrar, verk, rafmagns, véla og hvað þetta heitir nú allt saman.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg mynd, gangi þér vel að fóðra fræðingana!

Íris Gísld (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 347

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband