23.9.2009 | 16:48
Snjókoma
Jæja nú held ég að veturinn sé endanlega kominn hingað í 2.fjörð. Nú snjóar og snjóar alveg endalaust. Frost í jörðu þannig að þetta bara hrúgast bara hér upp. Tek það nú fram að hér er Hornfirðingur að skrifa....Nei nei öllu gamni slepptu, þetta er alveg stanslaus snjókoma, hálfgerð hundslappadrífa. En það er svo skemmtilegt að þá breytist allt umhverfið þegar það fær svona rjómaslettu yfir sig, verður voðalega fallegt allt saman. Þessu fylgir því náttúrulega að nú styttist í að fjörðinn leggi, en á hverjum morgni núna er nokkra sentrimetra ísslæða yfir öllu, en hefur bráðnað yfir daginn hingað til. Línukarlarnir fóru frá okkur í dag og halda sína leið til Slóvakíu seinna í vikunni. Sömuleiðis hafa verið að fara hinir og þessir, þannig að það hefur fækkað að hér á staðnum, þannig að við stefnum á að geta lokað einum kampnum núna í vikunni. Þetta er þróunin núna framundan þegar verkið er að breytast svona á lokasprettinum.
Á mánudaginn horfðum við á Rocky 5, eða ætluðum,,,, gáfumst upp þegar hún var meira en hálfnuð og Stalón búinn að grenja úr sér augun alveg hægri vinstri, en þá voru við allir farnir að geispa, hver í kappi við annan. En létum okkur hafa það að klára hana í gær og ætlum að skella okkur á Rocky 6 í kvöld. Það er loka myndin í þessari seríu, og það er nú ágætt að þetta er búið.....en gaman af þessu.
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 347
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla nú rétt að vona að við Ragga fáum að skreppa með ykkur félögunum til Jamaika? Það þarf nú ekki mikinn snjó til að Hornfirðingum þyki allt á kafi, en ég trúi því að þetta sé svoldið meira en Hornfirskur snjór. Vona að þú fáir að prófa að þeysa um á hundasleða þegar fjörðinn leggur. Held að það hljóti að vera frábært.
Gangi ykkur vel með Rocky 6, þið eigið alla mína samúð
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 18:27
knús....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 07:42
Sæll kæri bróðir. Það er svo erfitt að lesa bloggið þitt, ég verð alltaf svo svöng. Rosalega langar mig t.d. núna í skonsubrauðtertu! Verður ekki boðið upp á hana í Ljósheimunum? Hlakka mikið til að sjá þig. Kveðja frá Reyðarfirði þar sem snjóar líka í fjöll, en ekki svoooooona mikið.
Guðlaug (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.