20.8.2009 | 23:48
Nokkuð hissa
Það hafa orðið nokkrar mannabreytingar hér í eldhúsinu núna á síðustu dögum. Þegar ég kom úr fríi voru báðar grænlensku hættar og ein ný byrjuð. Sú eldri hætti því henni leiddist svo, við töluðum ekki nóg góða dönsku ..... svo datt sú yngri í það, átti að mæta kl 0500 en mætti ekki fyrr en kl 12, og var send heim. Þá vildi sú eldri endilega byrja aftur úr því að hin væri hætt og önnur byrjuð og hún átti að mæta í dag, boðaði sig í bátinn sem fór kl 2030 frá Sisimiut, en mætti ekki, örugglega dottin í það. Svo fóru heim í dag þeir Júlli og Árni en þeir eru búnir að vera hér í sumar, Júlli í 10 vikur samfleytt og gera aðrir betur. Var hálf tvísýnt með að þeir kæmust heim í dag vegna þoku í bænum en vélin gat lent kl 1600, en átti að lenda kl 0900.
Fékk einn nýjan strák með vélinni í dag þannig að við erum 3 íslensk, 2 lettneskar og svo áttu að vera 2 grænleskar en er bara 1. Kemur í ljós hvort þetta dugar eða hvort ég þurfi að bæta við einum og þá verður það íslendingur, það er einhvern veginn einfaldara, þetta eru ekki fordómar, tek það skýrt fram, bara staðreynd.
Búið að rigna í allan dag, bara yndislegt, loftið hreint og engar flugar, annars eru þær ekki mikið á sveimi núna, búið að vera kalt, örugglega farið niður undir frostmark á nóttinni.
Var að spjalla við einn jarðfræðing í dag og kom þá í ljós að hann er skólafélagi Gísla Sverris frá Laugarvatni, Björgvin heitir hann.
Fórum í morgun af stað að skoða uxan aftur en hann var á álitlegum stað í morgun, og vorum vopnaðir byssu í þetta skiptið, en þegar við mættum var hann horfinn. Úr því að ég gat ekki farið á fyrsta í gæs á íslandi í morgun var þetta ágætt í staðinn. Við náum honum eða vinum hans í haust... muuu. Kem með myndarlega haus heim í haust af flottum tarfi, hengi hann upp í stofunni....

Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei elskan þú kemur EKKI með haus af einhverju dýri inn fyrir mínar dyr!
Taktu bara myndir.....Já það eru breytingar hjá þér með starfsmenn en ég get glatt þig með því að það er ennþá sömu gömlu jákarnir á Cafe Tulinius!!! Sem sagt ég og Rafn sonur okkar....
Ekkert vesen þar á bæ og við erum ekki ennþá dottin í það(styttist í það samt)
Annars er allt við það sama ég að fá taugaáfall yfir hinu og þessu og allir sprækir sem lækir...
Knús og kossar þín Ragga
P.S. ef þú sérð ísbjörn þá máttu koma með feldinn af honum...Það er svo kósí fyrir framan arinninn!
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.