5.8.2009 | 00:36
Brakandi blíða
Þegar bloggandinn er ekki alveg svífandi yfir manni getur maður alltaf skrifað eitthvað um veðrið... En í dag er búin að vera alveg brakandi blíða. 20°c + og algjört logn. Mér fannst í morgun þegar ég mætti, vera héla á fyrðinum hérna í botninum en það var nú ekki svo gott, enda var þetta flugnadagurinn mikli. Annars segja mér fróðari menn um flugur að moskítuflugan sé að hverfa á þessu sumri en þá kemur svokölluð ágústfluga, sem er lítið bitmý. Hún bítur "bara" eins og það sé einhver huggun í því, en ég er að fá frí frá þeim öllum, í bili.
Fékk smá "kast" eftir hádegið, en það er þannig að Ístak hefur boðið heimamönnum að koma og skoða vinnusvæðið einu sinni á ári og er það núna á Sunndaginn, og þá er ég heima, úhú. Þá koma heimamenn siglandi á sínum bátum frá Sisimiut og þrumast um svæðið og þiggja svo kaffi í mötuneytinu. Í fyrra komu um 300 manns og var fjörðurinn eins og Laugarvegurinn, þétt setinn af bátum. Voru menn á því að það þyrfti að reyna stjórna þessari umferð eitthvað, t.d. með ljósum eða hringtorgi.
Ég er nátturulega alinn upp við það að hafa hreint í kringum mig og sérstaklega þegar gestum er boðið heim, þannig að við þrumuðumst af stað með tusku að vopni, en lögðum fljótlega niður vopn og náðum í poka, því forstofan var full af grútskítugum vinnugöllum... sem flugu ofaní poka og fyllti eins 10 poka. Var þessu skutlað uppá pallbíl og þrumast með þetta í þvottahúsið, þar sem er iðnaðarþvottavél og þurrkari. Þar sem ég mikill reynslubolti úr stórþvottahúsum, reyndar alinn upp í einu slíku, þá ákvað ég að taka þetta verkefni að mér og þvoðið og þurrkaði alveg eins brjálæðingur í allan dag, og ferðaðist á milli eldhúss og þvottahúss á sexhjóli, sem við notum reyndar til að fara út með ruslið...hahaha, þannig að kokkurinn þeyttist á milli svæði eins og stormsveipur með lokaðan munninn til að gleypa engar flugur.
Þannig að við getum haldið áfram á morgun, þá vopnuð tuskum til að þrífa veggi og annað skemmtilegt.
Eldaði fisk í kvöld, bleikju sem var veidd hér í ánni, þó ekki með háfnum, og grænlenska smálúðu, mikið gott.
Hlakka mikið til að koma heim og knúsast í fólkinu mínu, konu, börnum, hundi og ketti. Og svo auðvitað mömmu, ekki síst.
Sigli frá 2.firði til Sisimiut kl 0700 á grænlenskum tíma eða kl 0500 á ísl
flogið frá Sisimiut og lent á Reykjarvíkurvelli kl 1700 á ísl tíma (4 tíma flug)
keyrt heim í einum spreng en á löglegum hraða, vonandi kominn kl 2300.......
bara gaman
Þegar ég skrifaði í gær að ég vissi ekki hvað ég yrði lengi hér í næsta holli er það rétt, ég hef ekki hugmynd um það því ef sá danski mætir ekki er líklega enginn ákeðinn til að leysa mig af þannig að ég verð kanski í 4-6-8 vikur, hef ekki hugmynd. Verkið klárast í nóv - des og þá er spurning hvað gerist þá ?. En við stressum okkur ekki á því, þá verður búið að opna nýjar dyr og enginn veit hvað leynist þar. Svona er þetta bara í þessum bransa, maður verður bara að fljóta með
Gott í bili úr 2.firði í algjörri stillu, fjörðurinn spegilsléttur og sól í fjallatindum kl 22.11
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú ert tveim tímum á eftir okkur svo það væri þá 07 að Grænlenskum tíma eða 09 að ísl. tíma!!!
Ég verð nú að viðurkenna að ég þyrfti helst iðnaðarvélar hér í þvottahúsið hjá mér en það bíður betri tíma...Engar flugur hér hjá okkur enda hefur rignt eldi og brennisteini....
Bestu kveðjur til þín...Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 09:04
Mikið held ég að það verði mikil gleði í Bjarmalandi.
Góða ferð heim
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:07
Já þetta er rétt hjá þér ragga mín, sauður er ég , meeeee, var orðinn svoldið ruglaður í þessu í gær..
Takk fyrir Íris mín, já bara stuð, ætið
gauti (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 13:43
Já ég ætla að knúsa þig í klessu....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.