Ísland- Best í heimi

Þrátt fyrir að ég væri með flugnanet á hausnum í gær þá náði ein að bíta mig í hausinn, í gegnum netið... en hvað um það, ég fer nú alveg að fá frí frá þeim blessuðum. En það var ákveðið í dag að ég færi heim á fimmtudaginn 06.ágúst og út aftur 17. ágúst. Þetta er gert vegna þess að sá sem hefur verið hér uppá hálendinu og á að leysa mig af, fer heim þann 20.ágúst, þannig að ef sá danski kemur ekki aftur, ( sem ég held að sé ákveðið ) þá fengi ég ekkert frí fyrr en í ca október... þannig að það er fínt að koma aðeins heim núna, þó svo að ég viti ekki hvað ég verði svo lengi eftir þetta frí. En það kemur bara í ljós. Allavega hlakkar mig mikið til að koma heim í Bjarmaland og hitta fólkið mitt. Er reyndar að spegúlegra að fara strax á föstud norður á Sauðarkrók á fótboltamót með þeim Ísari og Kára. Ragga, Aðalheiður og vonandi Rafn verða fulltrúar okkar á ættarmótinu í Breiðdalnum. Þannig að ef einhver þarna úti er boðinn og búinn til að leysa hana Röggu mína af á Café Tulinius þá væri það gott, ef ekki þá lokum við bara á laugardaginn. En er ekki einhver sem hefði gaman af því að standi á kaffihúsi einn dag og dæla út bakkelsi og drykkjum.

 

Er að hlusta á útsendinu frá Bræðslunni á Borgarfirði Eystri, nú er Megas að bulla en Þursaflokkurinn var áðan. Þarna hefur greinilega verið mikið stuð og gaman að vera.

 

Mér finnst stundum eins og ég sé kominn nokkuð mörg ár aftur í tímann þegar kemur að innkaupum á vörum fyrir eldhúsið. Í dag var ég t.d. að leggja inn pöntum til fyrirtækis sem er staðsett í Nuuk og er svona heildsala með allt mögulegt er þarf fyrir svona dæmi. En ég má eiga von á þessum vörum eftir ca 3 vikur..... Ok það erekki hægt að keyra með þetta hingað en dísess kræst. Svo í dag var ég líka að panta hjá fyrirtæki í Sisimiut sem er svona lager fyrir matvöruverslunina í bænum, sem er reyndar líka lyfabúðin, vínbúðinn, selur föt og byssur og allt þar á milli. Þar var ég að panta frosin brauð, allt í góðu með það, nema að ég fæ svo hringingu þar sem mér var tilkynnt að það væri ekkert brauð til og kæmi ekki fyrr en í endaðann ágúst... !!!!! Þannig að þá var ákveðið að reyna við bakarann í bænum og athuga hvort hann gæti afgreitt okkur með ca 50 brauð eða svo, og nú á eftir að reyna á það, kanski verða þau tilbúinn á þriðjudaginn í næstu viku, hver veit ?

 

Svona ganga nú hlutirnir svoldið fyrir sig hér á Grænlandi, kemur ekki allt daginn á eftir úr höfuðstaðnum eins og við eigum að venjast á Íslandi, Íslandinu góða.

 

Ísland-Best í heimi !!!

Skál

Hlakka ofboðslega að koma heim, því heima er best


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband