3.8.2009 | 00:07
Þjóðhátíðarstemmning
Dagarnir hafa liðið áfram sinn vana gang, sofa, elda, sofa. Braut hversdagsleikann upp í gær með flottri grillveislu. Bauð uppá svínahnakkasneiðar og nautafillet, kartöflur, tvennskonar kartöflur og meðlæti. Heit eplakaka og ís í eftirmat, bara gaman. Svo var ég alveg ákveðinn í því að hlusta á Árna Johnsen en þá kom reynsluleysi mitt gagnvar þjóðhátið í ljós. Hann er víst alltaf á sunnudagskvöldið..... Þannig að ég er bara að hlusta á hann núna, bara stuð. Mér finnst ekki alveg nógu gott að hafa aldrei upplifað þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og spurning hvort ég þurfi ekki að skora á hana Ragnheiði mína ofurkonu ...... Maður á alltaf að vera leggja inn í reynslubankann og er ekki svona geim eitthvað sem maður þarf að leggja inn ?
Var búinn eitthvað extra snemma í kvöld þannig að ég skellti mér í smá göngu, með flugnanet á hausnum og hendur í vösum til að forðast flugarnar. Sá ýmislegt skemmtilegt, var svo tekinn upp í bíl og fór smá rúnt um svæðið, en þeir náungar voru að fara prufa nýtt veiðarfæri, en hér eru ár sem menn hafa verið að veiða í. En þetta var stór háfur með löngu priki. Veiddum við einar 3 bleikur á 3 mínutum, þannig að við snar hættum þegar við sáum fram á fylla bílinn ef þetta héldi svona áfram.
Já Ragga mín, ég skal taka ofur skver í Bjarmalandi þegar ég kem heim, enda grunar mig að þú sért orðin hálf orkulaus eftir erfiðan Júlí mánuð. Ég er alveg súpar stoltur af því að eiga þig sem eiginkonu, svona ofurkonu sem vílar ekki neitt fyrir sér. Elska þig, þrái og dái
Kveðja úr þjóðhátíðarstemmingunni í Campnum í 2.firði, herb 24
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elska þig líka....
En ég nenni ekki á þjóðhátíð...Væri frekar til í sólarströnd eða bara hótelherbergi sem ég þyrfti ekki að fara fram úr rúminu....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.