30.7.2009 | 23:38
skúra-skrúbba-bóna
Eins og ég hef áður komið að hefur danski forveri minn hér, ekki eitt umfram orkunni sinni í þrif eða þessháttar. Enda var það bara í gær sem mér tókst að fá hingað inneftir svona fituleysir í spreyformi. Þannig að í dag var þrifadagurinn mikli..... Var spreyjað út um allt eldhús, veggir, loft, háfur, skápar og allt annað sem fyrir mér varð fékk að finna fyrir sápu, tusku, skrúbbi, svampi og jafnvel negrahári. ( en fyrir þá sem ekki vita þá er það svokallað pottastál). (þetta hefur ekkert með rasista eða neina neikvæða hugsun að gera, bara hafa það á hreinu)
Þeirri grænlensku leist ekkert á þetta, og svo þegar moppan var nú kominn uppí loft þá dæsti hún bara og blés. Svona hafði hún aldrei séð áður. Alla starfsmenn í eldhúsinu uppá bekkjum, uppí stigum eða goskössum með tuskur að vopni. Þetta var lööööngu tímabært. Mikið líður manni betur á svona vinnustað þegar maður búinn að taka svona skver.
Í kvöld var verið að tala um að skella einhverjum á veiðar hér til fjalla, horfa eftir hreidýrum, Moskusum (sauðnaut) eða gæsum, og láta nýja kokkinn elda það. Ég vill nú helst taka þátt í því að ná þessum dýrum í hús og elda þau svo, en það kemur bara í ljós hvernig það fer. Í desember í fyrra var haldið til veiða og komið með hreindýr fyrir kokksa og hann látinn elda fyrir mennina. Fara nú misjafnar sögur af því hvernig tókst til, en einhverjir töluðu nú um að hann hefði alveg gleymt að flá dýrið því menn voru talsvert loðnir í gómum eftir fyrsta bita, líktu þessu við að reykja Camel filterslausan. Greinilega mikill fagmaður, eða grænlenskur villimaður þar á ferð.....
Alltaf gott að geta sagt sögur úr eldhúsinu.....
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð bara að segja að ég hlakka til þegar þú kemur því húsið þitt þarf svona þrifaskver!!! Gaman að því...
Annars allt við það sama hér á bæ..Knús
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 07:56
Það er greinilega stuð í eldhúsinu hjá þér. Og það er að verða til einhvers konar mynd af þeirri grænlensku í kollinum á mér, en sennilega ekkert lík þeirri raunverulegu
Það væri nú ekki leiðinlegt fyrir þig að munda byssu og ná í eitt stykki hreindýr á grillið...................
Farðu þér ekki að voða í draumalandinu
Kveðjur úr rigningunni
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 10:23
hvað ertu hættur??? Eða fannst þér síðasta komment frá mér fúlt????
Nú er ég búin að loka fyrirtækinu okkar og þarf að druslast upp á hjúkr.heimili til miðnættis...Er ekki að meika það en verð að gera það...Bestu kveðjur frá súperþreyttu konunni þinni íslensku...
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.