29.7.2009 | 23:56
Það er draumurinn
Ég er nú alveg hættur að skilja þessa veðráttu hér á Grænlandi. Þetta er eins og í heitu löndunum en ekki landi sem geymir einn stærsta jökul í heimi. Í dag var vel yfir 20 °c og logn enda eru kalla greyin sem eru að vinna út alveg svartir, þá bæði af ryki því það hefur ekki komið dropi síðan einhvertímann fyri löngu, og svo eru þeir vel grillaðir af sólinni. En við þurfum nú ekki að kvarta yfir því í eldhúsinu, hættum okkur ekki út fyrir dyr.!!
Talandi um grill, þá er ég búinn að láta smíða fyrir mig grill. Skal það vígt með hátíðlegri athöfn á laugardagskvöldið næsta. Ég er nú ekki alveg búinn að ákveð hvað ég ætla að grilla, en það eitthvað til sem hægt er að skella á grillið, og svo verður hlustað á brekkusöng hjá Árna Johnssen enda þjóðhátíð.
Nei hann kemur ekki hér með þyrlu heldur bara beinútsending á rás 2.
Talaði aðeins við litlu strumpana mína í dag, Ísar og Kára. Þeir voru bara kátir að vanda, játuðu á sig einhverja smá óþægð en lofuðu betrumbót. Ísar Svan var nú nokkuð súr yfir því að pabbi hans kæmist ekki á fótboltamótið á Sauðarkróki með honum í ágúst, og ég er bara sammála honum með það, en það þíðir ekkert að sýrast neitt yfir því, það er ekki hægt að vera allstaðar í einu, búinn að reyna það og það gengur ekki, trúið því. En ég kem líklega heim eitthversstaðar í kringum 20.ágúst og þá í frí í 2 vikur. Fer svo væntanlega aftur hingað, nú eða eitthvað annað, hver veit.
Veit nú ekki alveg hvað mig dreymdi í nótt eða hvað gekk á í herberginu því þegar ég vaknaði var ég löngu búinn að slökkva á vekjaraklukkunni, sem er gsm síminn hann hefur engann annann tilgang þessa dagana, ekkert samband. Já búinn að slökkva á símannum og lakið út á miðju gólfi !!! Sæng, koddi og ég í rúminu en lakið á gólfinu !!! Ég var nú nokkra stund að reyna að átta mig á þessu en hef ekki komist að neinni niðurstöðu enn og geri líklega ekki.
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er heill kafli út af fyrir sig þetta veður....Nú rignir sem aldrei fyrr á Hornafirði og þvotturinn úti á snúru...Ég vaknaði við það áðan að Bjartur var að reyna að opna hurðina á baðinu niðri...helv...læti...Nú sit ég hér og hlusta á ömurlegt garg í rás eitt og hrotur í hundastelpu...(konu).
Þú talar um smá óþægð...
Nú eru komnar tvær vikur síðan þú fórst og þrjár eftir...þetta líður allt saman, ótrúlegt! Reyndar hefði þetta kanski liðið hægar ef mamma væri ekki búin að vera hér hjá mér...Hún er alveg ótrúleg...Búin að vera að þrífa eldhúsið og ískápinn ásamt því að baka, þvo þvott og passa hund, börn og bú...Það sem ég elska þessa konu
Já annars gengur allt sinn vanagang hér í Bjarmalandi...Það verður gott að fá þig í frí, væri gaman að fara upp í Lón með familiuna og svamla um í heitum potti og kósa sig...
Jæja ég ætla að reyna að sofna aftur, ætli ég verði ekki að draga niður í rás eitt ef það á að takast...Meiri hörmungartónlistin...Knús Ragga
P.s ætli þig sé ekki bara farið að dreyma á grænlensku eða dönsku????Var ísbjörn að elta þig? Eða kanski sú grænlenska???????????????
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 03:56
Ég held að ég vilji frekar láta ísbjörn elta mig heldur en þá grænlesku........
já Rás 1 er stórhættuleg, sérstaklega á nóttinni, ég er ekki með neitt útvarp, þannig að það er bara þögn og það er bara gott, sef bara vel og fast. Dreymi allskonar vitleysu en það er bara gaman af því daginn eftir. Mig hlakkar mikið til að koma í frí og vera í fríi í 2 vikur, mjög spennandi tilhugsun
Kysstu mömmu þína frá mér, ástarblóm
Gauti (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.