28.7.2009 | 23:38
Víkingar
Ég var ekki að nenna að ruglast fram úr rúminu í morgun, kl 0640, enda fanst mér ég vera ný sofnaður, sem reyndar er rétt því ég var vakandi alla vega til 0130. Það er svona þegar maður fer að láta huga flakka um það leyti sem maður reynir að loka augunum. Ég var að hugsa um, Grænland og þessa þjóð sem það byggir og hvað ég, og ég held fleiri, viti afskaplega lítið um þessa granna okkar hér í vestri. Ég hef ekki pælt í því t.d. hvað þetta er afskaplega stórt land, eyja. Hvað hún er strjábýl og harðskeytt en samt eitthvað svo byggileg, alla vega að sumri til. Ég var líka að hugsa hvað gömlu útrásavíkingarnir okkar, Leifur Eiríks og félagar, voru að hugsa þegar þeir sigldu hér upp með ströndinni. Þeir hljóta að hafa siglt hér að vor eða sumarlagi og upplifað landið eins og ég upplifi það í dag. Fjörðurinn sem við erum í 2. fjörður er fullur af fiski, fjallshlíðar grænar niður í fjöru, allar ár hér fullar af fiski sauðnaut hér uppá heiðum ásamt hreyndýrum og gæsum og öðrum viltum dýrum. Ef veðrið hefur verið þá eins og það er búið að vera þessa daga þá hlýtur landið að hafa heillað þá. En auðvitað eru andstæðurnar miklar því hér er sumarið stutt en hlýtt, og veturinn langur og kaldur.
Þegar ég leit út um gluggan í nótt ca 0130 þá var mikil byrta og sólin skein hér á fjöllin á móti, í suðri enda 2. fjörður langt fyrir norðan heimsskautsbaug.
Ég veit ekki hvort það var út einhverjum svefngalsa eða einhverjum öðrum galsa, en það var mikið bullað og ruglað í eldhúsinu í kvöld og það endaði með gríðarlegu hláturskasti starfsmanna, þar á meðal mín og ég hló alveg þangað til mig verkjaði í magan. Rosalega er langt síðan að ég hló svona út af engu, hló bara til að hlæja, og mikið rosalega var það gott, ég var búinn að gleyma því hvað það var gott, eftirá.
Sem betur fer var ekki margt annað fólk í matsalnum, bara einn vesalíngs grænlendingur sem var að mæta í fyrsta sinn, við vorum ekki að hlægja af honum, vona að hann hafi fattað það og ekkert mógast.
Mér til skelfingar þá áttaði ég mig á því í gærkvöldi að ég var að klára síðari bókina sem ég kom með, og ekki nema ca 4 vikur eftir af þesu holli. Leitaði því hér í dag í öllum geymslum, athuga hvort einhver hafði ekki skilið eftir einhverjar bækur og fann eina.
Orðinn nokkuð kaldur að snakka við þá grænlesku, þá á dönsku, þetta er allt að koma, einn daginn
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ferlegt þegar hugurinn fer á flug þegar höfuð er lagt á koddan, en samt oft margt merkilegt og þarft sem flýgur í gegnum hugan á þeim stundum.
Er sammála þér með Grænland, held að margir viti ósköp lítið um land og þjóð. Ég er alla vega frekar fáfróð um það. En það er alveg sérstaklega gaman að lesa um ævintýri þín á Grænlandi, og kannski maður fræðist eitthvað um land og þjóð í gegnum það. Alla vega um líf útlendinga í 2. firði.
Hafðu það gott og sparaðu lesturinn svo bókin endist eitthvað
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.