27.7.2009 | 00:06
Afmælisdagur frú Ragnheiðar
Í dag 26.júli er afar merkilegur dagur í lífi Bjarmalandsfjölskyldunar, því húsmóðirin hún Ragnheiður Bjútí Rafnsdóttir á afmæli í dag, og það er með miklu stolti að ég kynni hana sem eiginkonu mína. Hún er búin að ala mér 4 börn, þola mig í fullt af árum og ég er henni afar þakklátur fyrir það. Nú skildi ég hana eftir með börnin 4, hundinn Freyju og köttinn Bjart að ógleymdu Café Tulinius, og hélt í víking hingað til Grænlands að búa til peninga eins og hún Aðalheiður Sól, prinsessan mín sagði. Og það er svo sem rétt hjá henni, er maður ekki að því með að vinna vinnuna sína, það held ég.
Dagurinn hófst á beikonáti og svo tók hvað átið við af öðru, dísess ég var saddur í allan dag af beikoninu. Annars var veðrið ágætt, austfirskt og gott því hér lág köld og notaleg þoka yfir í morgun. Nokkuð margir taka sér frí á sunnudögum og fara í veiði, ganga á fjöll eða eitthvað slíkt. En það er nátturulega ekki hægt með brytan, hann þarf að sjá til þess að menn hafi bensín á tanknum til að slíkra nátturuskoðana.
Í allan dag erum við eiginlega búinn að vera sambandslaus við heiminn því netið lág niðri og líka síminn, eitthvað bilað hjá þeim grænu. En nú er þetta allt komið í lag og við getum hætt að kalla í talstöðvar hér á milli staða.
Enn og aftur, til lukku Ragga mín með daginn, vonandi hafa einhverjir lesið bloggið mitt í gær og skellt á þig kossi frá mér, nú ef ekki þá áttu þá bara inni, ég elska þig ofur heitt, þrái þig og dái,
Ástarkveðja Ga
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skellti kossum á frúna þína en gleymdi nú að taka fram að hluti af þeim væri frá þér :) Við hjúkkusystur skunduðum með pakka á Cafe Tulinius og sungum fyrir frúna.
Borðaðu nú ekki yfir þig af beikoni
Íris Gíslad (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:51
Það er ekki smá lofræða...Hef nú ekkert unnið fyrir henni er ég hrædd um...En takk fyrir kærlega...
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.