að lokinni 1. viku í 2.firði

Jæja nú er vika 1 liðin og gekk hún bara nokkuð vel þrátt fyrir ca 40-50 flugnabit og soddan skemmtilegheit. Held að ég hafi bara stimplað mig ágætlega inn svona þessa viku, alla vegna er ég bara ánægður með það sem ég hef á borð borið fyrir þá blessuðu kallana, þá bæði í mat og kaffibrauði, en þeir hafa fengið nýbakað á hverjum degi og gert því góð skil.

 

Gerði nokkuð merkilega uppgötvun núna í kvöld þegar sú eldri Grænlenska kom aftur til vinnu. Alla þessa viku sem er að líða er ég nefnilega búinn að vera elsti starfsmaðurinn í eldhúss og þrifa deildinni, og það hef ég aldrei upplifað áður, að vera elstur !!!!!. Er það lýsandi fyrir þau eldhús og vinnustaði sem ég hef verið að vinna á áður eða hefur þetta eitthvað með aldur minn að gera ? En ég er bara 36 og  það í ágúst.

 

En talandi um aldur og afmæli þá á elskuleg eiginkona mín til tæpra 20 ára, afmæli á morgun og skora ég á alla þá sem dett inn á þessa síðu að smella einum kossi á kinn hennar og óska henni til hamingju með daginn, og svo að því að ég get ekki gert það á morgun þá bið ég ykkur um að smella einum á hina kinnina frá mér.

  

Veðrið var svoldið svona íslenskt í morgun, þoku suddi, svoldið kalt og notalegt og engar flugur. Svo fór sólinn að sperra sig þegar leið á daginn og endaði í blanka logni og brakandi sól, þó ekki svona hita eins og var hér um daginn. Ef einhverjir eru áhugasamir um verðrið hér í 2.firði nú eða bara svona að sjá okkur, þá er vefmyndavél hér og upplysingar um hita og vind og annað slík.

 

Tengdapabbi hennar Svövu Dagnýjar kom í gær ásamt stjórnarmönnum frá Ístak, en Guðmundur Friðrikspabbi er staðarstjóri hér. Nú þarf ég bara að fara vinna í því að komast almennilega inn í hópinn og fá að veltast með þeim eitthvað þegar þessu líkur hér.

 

Egg og beikon í fyrrmálið þannig að þar best að fara hvíla sig fyrir það bras allt saman

 

Já nú er sú eldri (veit ekki hvað hún er gömul) grænlenska mætt og sú yngir að fara í frí, þannig að ég neyðist til að tala dönsku við hana, gekk ágætlega í kvöld,  verð kaldari og kaldar með hverjum degi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefni á að smella kossi á þína frú á morgun, og smelli þá nokkrum auka fyrir þig. Eða viltu frekar að ég sendi karlinn með kossana :)

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:31

2 identicon

Sæll og blessaður ég held að konan þín sé ofurkona það sem hún afrekar er alveg ótrúlegt. Það er búið að vera fullt að gera á kaffihúsinu það eru allir að hjálpast að svo allt gengur vel. Gaman að lesa bloggið þitt og ég efast ekki um að körlonum líki maturinn hjá þér. Kveðja AH

Aðalheiður (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 17:40

3 identicon

Sæll frændi,

gaman að fá fréttir af þér og sjá að allt gengur vel.

Bestu kveðjur frá Hornafirði 

Sigurbjörg Sv. og fjölskylda

Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 21:45

4 identicon

Sæll kúturinn.  Ég er viss um að karlarnir leggjast fyrir á hverju kvöldi með tár á hvarmi af gleði yfir öllum þeim góða mat sem þú leggur á borð fyrir þá.  Mikið er ég stolt af þér að tala dönskuna, það hrognamál.  Annars varst þú svo rosalega góður í dönsku, manstu þegar Matador þættirnir voru sýndir?  Þú náðir svo vel framburðinum að þú talaðir eins og innfæddur.  Veistu.  Hann Bragi tengdapabbi bar penzim á sig á morgnana úti á Ítalíu og fékk ekkert bit á meðan flugurnar átu upp samferðarfólk hans.  Svo smyrðu þig nú sem aldrei fyrr.  Bestu kveðjur frá Ella og strákunum.  Knús og kossar frá stóru (litlu systur)

Guðlaug Árnadóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband