23.7.2009 | 23:28
Pa ta da
Þegar ég kom hingað fyrir tæpri viku var ýmislegt sem ég var ekki sáttur við, t.d. þrifin í eldhúsinu, vaktir hjá fólkinu og ýmislegt annað sem ég er búinn að vera taka á núna þessa viku. Einn sigur vannst í kvöld og með honum fannst mér ég færa eldhúsið fram um ca 20 ár. Og það er í sambandi við kartöflur. Í fyrsta lagi þá eru ekki ræktaðar neinar kartöflur hér þannig að þær koma frá Danmörku. Núna síðast fengum við glænýjar og bragðfínar kartöflur, nema þær koma óhreinsaðar, þá er ég ekki að tala um óflysjaðar, heldur með moldinni og öllu !!!! Þetta er kanski alvanalegt og fínt en ekki eitthvað sem íslenskir matreiðslumenn eiga að venjast. En hér hafði það vanist að flysja allar kartöflur í höndunum og það fyrir 80-100 manns, þannig að það tekur tímann sinn.
Ég sætti mig ekki við þetta og fór í símann og hætti ekki fyrr en ég komst yfir flysjarann sem ég keypti fyrir Fosskraft í fljótsdalinn, og að mér finnst, færði þetta mötuneyti fram um 20 ár.
Með flysjaranum fékk ég líka íslenskan fisk þannig nú verður veisla, en hér fæ ég engann fisk nema rauðsprettu í raspi, og það er svoldið þreytandi til lengdar.
Dönsku námið hélt áfram þannig að ég verð orðinn nokkuð sleipur ef þetta heldur svona áfram
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hva...Ekkert blogg í marga daga??? Maður bíður spenntur á hverjum morgni en ekkert gerist....
Allt gott héðan..Mamma búin að baka 17 terturbotna í dag!!! Allir hressir...Við erum bara þreytt eftir daginn...
Ástarkveðja Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.