23.7.2009 | 00:31
Snákasúpa
Þessi dagur hefur liðið áfram svona hálf tíðinda lítill. Engir skátar að sniglast hér dag og allt gengið sinn vana gang. Veðrið heldur áfram að leika við okkur hér, kl 1630 þegar ég heyrði veðrið lesið á Bylgjunni, þá kvöld fréttir heima á Íslandi og Siggi stormur spáði snjókomu og skitakulda framundan á Íslandi, var 20 stiga hiti úti og 28 °c innan dyra og alveg logn, ekki mjög snjókomulegt hér þessa dagana. En það gæti og breytist fljótlega.
Heyrði í frúnni minni elskulegu í dag, hún hafði einhverja áhyggjur af því að það væri ekki nóg að gera hjá sér á Tulinius, en svo skömmu síðar var hún komin á skítaflot og þurfti að kalla út aukaaðstoð. Verst að geta ekki verið heima líka og taka þátt í þessu með henni. En það kemur að því.
Eldaði nokkuð furðulegan mat í kvöld. Væntanlega líka þann lengsta mat sem ég hef eldað. En það var dönsk, grófhökkuð medisterpylsa. Ekki leyst mér nú á það þegar ég tók þetta úr pakkanum, ósoðinn lengja, alla vega 1,5 metri á lengd, ljósbrúnt á litinn, arrrg. En í pottinn fór þetta, 15 svona stykki. Þegar að það fór að sjóða í þessu var eins og þetta væri einhver snákasúpa, mér leist ekki alveg á þetta. Veiddi þetta samt uppúr, snögg kældi, skar í bita og steikti. Kartöflumús, sósa og rauðkál. Gat ekki verið meira danskt. Smakkaðist ágætlega, þó nokkuð bragðlaust, hef ekki þörf fyrir að hafa þetta fjótlega í matinn aftur. Geymi bara restina sem er óelduð handa ísbirninum þegar hann kemur. Hafði nú ýmislegt annað með, svo sem lasagna, núðlur og að ógleymdum íslensku grjónagraut. Hann var nú helv. góður, enda fór stærsti potturinn í húsinu.
Sú grænlenska virðist nú eitthvað vera klikka á dönskunámskeiðinu, en ég held bara áfram að bulla við hana og hún hlær og hlær. Nauðsynlegt að hafa svona skemmtiatriði annað slagið.
Venlig hilsen, lærði þetta hjá Guðm. Inga
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdi að segja þér að ein martröðin henti mig í gær þegar annað bandið losnaði úr fánanum...Nú voru góð ráð dýr....Rölti svo til Torfa á vigtinni sem kom með sinn langa stöngul...og náði fánanum niður...Hófust þá umræður um hnúta og innti Torfi mig eftir því hvernig ég hefði bundið og svaraði ég að bragði með tvöföldum pelastikk!!! Torfi hafði aldrei heyrt talað um þann hnút og er örugglega núna að lesa bækur og vafra um netið í leit að þessum mjög svo flotta hnút...En hann fékk gott kaffi og nýbakaðar pönnsur að launum..
Knús og kossar...
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:38
Já það veit ég að Torfa hefur ekki leiðst að aðstoða fallega konu í neyð, og það hefur hann gert með bros á vör. Já það er nokkuð ljóst að hann kann ekkert að sér í hnútum, hefur örugglega aldrei verið skáti
Gauti (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:17
Þessi saga minnir mig á sögu af ónefndum ungum snótum á Akureyri sem suðu eyfirska sperla, óbjakk. Gaman að heyra hvað þarf lítið til að gleðja ykkur þarna á hjara veraldar, bara bulla eitthvað og hlæja svo frá sér allt vit. Þetta er málið. Við á Íslandi sem skiljum ekkert hvað er að gerast á alþingi ættum kannski að fara að tileinka okkur þetta, hlusta á fréttirnar og hlæja svo þar til við dettum um koll.
Guðlaug Árnadóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.