Spreða - spreða - spreða

Í dag var ég nú ekki alveg viss um að ég væri í réttu landi. Á þetta ekki að vera land hinna miklu kulda, snjóa og ísjaka, ég bara spyr. Hér var 22+++ gráður í allan dag og algjört logn, nema í ca 2 mín þá kom smá rigning, enda stökk maður þá af stað og lét rigna á sig. Þvílik sæla, en entist of stutt.

Hjá eru að vinna 6 manns, í eldhúsinu og í þrifum á vinnubúðunum. 6+ég. Við erum 3 íslensk, 2 konur frá Grænlandi og 2 stelpur frá Lettlandi, þannig að það er talað ýmsum tungum í eldhúsinu. En öll getum við talað saman á ensku nema önnur sú grænleska, hún er eldri kona og tala bara dönsku og grænlensku. Þannig að sú yngri grænlenska ákvað að taka mig í dönsku tíma, og ákáðum að tala saman eins og smábörn, og þá skyldi ég allt hvað hún sagði. Bulluðum eitthvað og svo var hlegið í korter.

Það byrtust allt í einu 2 skátar í viðbót og höfðu sömu viðveru og hinir í gær. Óðu bara eitthvað út í buskan, ekki sést tangur né tetur af þeim aftur.

 

Af því að hitinn og lognið er búið að vera svona mikið þá hafa blessaðar flugurnar verið svoldið æstar í dag. Og kom svo að því að matreiðslumaðurinn fékk nóg. Æddi hann inn á kontorinn og heimtaði eitthvað snöggdrepandi á þessar ljótu flugur. Kom hann þaðan vopnaður spreybrúsa einum stórum, horfði illilega á flugna mergðina í gluggunum, og spreðaði hverri eiturgusuni á fætur annarri, svo að þær lágu í hundraða vís.

 

Á meðan á þessum aðgerðum stóð, staulaðist inn maður sem sagði mér að hætta þessu væli. Þá var þetta Ístaks maður sem var að koma ofan úr svokölluðu Oppland, en það er lengra inn í landi þar sem gróður er meiri, þar eru þeir að gera einhverja skurði og stíflur. Þar eru menn eltir uppi af flugum, og þó svo að menn reyni að flýgja á fjórhjólum, elta þær samt. Sá sem er að elda fyrir kallana þar, er eins og geimvera, með hatt og flugnanet, allan daginn og þar éta þeir örugglega bara mýkökur í kaffinu.

En ég lét hann nú ekki trufla mig við mínar eitranir, þrumaðist um allt með brúsan góða og með stórt bros á vör. Svona til fróðleiks þá eru þetta mosskító flugur og eitthvað bit mý. En ég bý svo vel að eiga brúsa af Penzim sem ég spreða á mig í tíma og ótíma og það slær á kláðann, mæli með því (þessi pistill er í boði Lyfju)

Venlig hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram Penzim.  Vil bara benda á að ég er sérlegur útbreiðslustjóri Penzíms, án sölutekna. Ætti kannski að fara að athuga það.  Ég er ánægð með þig litli bróðir.   Bara berjast við flugurnar, það er eina ráðið. 

Guðlaug Árnadóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:47

2 identicon

Hvorki reiknaði ég nú með að það væri 20+ stiga hiti á Grænlandinu eða brjálaðar moskítóflugur. Lífið kemur sífellt á óvart það er nokkuð víst. Gaman að lesa þessa pistla. Passaðu vel upp á eiturbrúsan og penzimið.

 Til hamingju með frúnna

Íris Gíslad (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband