Einu sinni skáti

Já dagurinn í dag er merkisdagur fyrir margar sakir. T.d. eru 40 ári í dag síðan bandríkjamenn unnu fyrsta sigur um kapphlaupið um geiminn, og þóttust hafa stigið á tunglið. Þetta var bara plott hjá þeim eins og árásin á Pearl harbor og tunrnana 2 í New York.

Í dag er búinn að skýna sól í 2. firði, allan dag og skýn enn núna kl 21 45 þegar þetta er skrifað og alveg logn búið að vera í allan dag, algjör molla, 20°c og þaðan af yfir.

Rétt fyrir kl 10 í morgun fór ég hér út á pall fyrir utan eldhúsið og þá blöstu við mér 6-8 rúmlega tvítugir karlmenn, vel búnir  með poka á baki og net á hausnum. Að sveitamanna sið bauð ég þá velkomna og spurði hvert þeir skyldu halda og hvaðan þeir væru að koma. Þeir sögðust vera skátahópur og það frá Sviss. Þær væru á göngu um Grænland og ætluðu til Sisimiut.

Já já svaraði ég til. Svo spurðu þeir mig hvort að þessi vegur sem þær væru á, lægi ekki inn að litla sjávarþorpinu.

Ég var nátturulega alveg eitt spurningarmerki í framan, (alveg eins og skáti),  því þessi vegur liggur bara að eldhúsinu, og hér er ekkert annað en þessar vinnubúðir, steypustöð og verkstæði.

Þá kom það nú uppúr dúrnum að þeir væru ekki með neitt kort !! Halló hver veltist um á Grænlandi án þess að hafa kort !!! og spurðu mig svo hvort þeir þyrftu ekki bara að fara yfir þetta fjall og þá væru þeir komnir. Þá var mér nú öllum lokið og baðaði út höndum, babblaði eitthvað, benti þeim á skrifstofuna og forðaði mér inn í mitt eldhús, leist nú ekkert á þessa gæja.

Svo hálftíma síðar leit ég út um gluggan og þá voru þeir að taka föggur sínar saman, og masseruðu svo allir í einni röð, inn veginn, sem endaði strax og síðan hef ég ekki séð þá. Þeir hafa kanski fundið litla þorpið, en það er ekki hér í nokkri nálægð.

Heyrðum það svo í útvarpinu (náum Bylgjunni) að það væri eitthvað risa skátamót á Íslandi þannig að þeir hafa bara farið um borð í vitlausa vél greyin, og lent hér á eyjunni grænu

Bara að benda á það að við bræður vorum ekki með net á hausnum og ekki eins stóra poka og þessi, en við vorum með 2 kort og það þriðja til vara þegar við gengum af okkur allt skinn á yljum í Lónsöræfum þann 10-11 júlí síðastliðinn. Ekkert skátabull þar sko

 

Líka merkilegur dagar  fyrir það að ég var að senda frá mér pöntum á ýmsum nauðsynjum, þó ekki pylsum og vorrúllum, og sú pöntum var á dönsku...... Það er nú í fyrsta skipti í 20 ár sem ég skrifa eitthvað á dönsku, og við það að lesa hana yfir þá datt mér í hug þegar við Ragga vorum í Köben einu sinni og þóttumst vera voða góð að tala við leigubílstjórann, þegar allt í einu hann byrjaði að skelli hlæja. Við fórum nú að spyrja hvað væri nú að hlæja manninn, þá var hann að hlæja af því hvernig við töluðum, værum bara eins og smábörn. Við hlóum aðeins, og töluðum svo bara við hann á ensku. Versta var að við vorum bæði stúdent í dönsku en hann var innflytjandi frá austantjaldslandi og hafði ekki lært dönsku í 10 ár skóla eins og við !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ýmislegt sem verður á vegi þínum þarna í græna landinu!!! Meira að segja skátar!!! En eins og þú veist þá eru þeir alltaf viðbúnir svo þeir hafa bara verið í startholunum...

En ég er stolt af þér og veit að þú færð örugglega að mestu réttar vörur eftir pöntunina þína á dönsku! Gæti samt slæðst með ein vorrúlla og kanski þrjár fjórar pylsur!!! Já við vorum nú bara nokkuð góð í dönsku fannst mér þarna í leigubílnum, hefðum kanski mátt vera búin með svona tvo þrjá bjóra þá hefði þetta verið ennþá betra!!!!!

Héðan úr Bjarmalandi er allt gott...Rafn vinnur í dag til hádegis og fer svo á Egs að keppa í fótbolta... Freyja hefur ekki ælt meira sem betur fer...Aðalheiður vildi strax hringja í þig og segja þér frá því að hún væri hætt að halda fyrir nefið í sundi! Kári og Ísar voru úti til að ganga tíu í gærkvöldi og þegar ég kallaði á þá inn grét Kári úr sér augun þar sem hann var við það að semja um Ronaldo hjá einhverjum strák(þ.e. að skipta einhverjum fótboltaköllum)!!!! Ég benti honum á að þeir gætu alveg skipt eftir nóttina...En hann var smeykur um að hann væri þá búinn að skipta við einhvern annan...Já fótboltamyndirnar eru að koma sterkar og sterkar inn....Ísar er duglegur með Freyju og hefur líka aðeins verið að fara með Aðalheiði á leikvöll... Það var sæmilegt að gera hjá mér í gær en ég undirbjó mig vel svo allt gekk vel...Væri allveg til í frídag samt en það er ekki í boði eins og svo margt...Kvarta ekki því ég hef það gott á fjögur heilbrigð börn og mann sem vinnur á Grænlandi...Geri aðrir betur!!!! Jæja þessi ritgerð er orðin nógu löng enda erum við sunddrottningarnar að fara að stunda dýfingar!!! Knús og ástarkveðja þín Ragga

P..s er að spá í að biðja mömmu að kaupa fyrir mig afmælisgjöf frá þér!!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 07:16

2 identicon

Ótrúlega gaman að lesa þetta blogg, ég hló tvisvar upphátt.

Voru skátarnir ekki bara að leita að dvergunum 7? bjuggu þeir ekki handan fjallanna, ekki átti Mjallhvít kort. nema american express frá Disney kannski.

ég vona að þetta gangi allt vel með pöntunina, annars er það bara vorrúllur í öll mál, hey og það var það síðasta sem að þú lagðir þér til munnst í reykjavík, næstum.

Bestu kveðjur úr Kópavogi. S

Stefán (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 16:18

3 identicon

Hahahahahah skemmtileg frásögn af skátunum, ef þú lendir í vandræðum með sendinarnar þá veistu hvern þú átt að spyrja knus H

Hjördís Svan (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband