19.7.2009 | 22:56
Bátsferð á gríðarlega stóru vatni
Í dag var fínn dagur í á svæðinu. Byrjaði á egg og beikon, menn átu á sig gat, einhverjir voru í fríi eins og tíðkast oft á svona svæðum, nema þó fólkið í eldhúsinu, það tíðkast hvergi að það fari í frí, en hvað eiga menn svo sem annað að gera á svona stað en að éta og sofa í fríunum sínum. En í dag var brugðið út af vananum, og starfsfólki boðið uppá að fara í bátsferð á vatninu hér fyrir ofan, sem er jú verið að fara virkja. Ég reiknaði nú ekki með að geta farið og var alveg búinn að sætt mig við það, en þá var ég bara rekinn út af letnesku stelpunum í eldhúsinu og þær sáu um kaffið. Ég var svo sem búinn að baka tertu þannig að framhaldið var auðvelt.
En af vatninu, það ber nú ekki saman hvað það er langt eða djúpt eða breitt, en það helv. mikið allt af þessu, allt að því endalaust. Stór mikill dalur, fullur af vatni. Var farið á bát þarna um, siglt í hálftíma áður en það var snúið við og þá vorum við ekki hálfnuð inn dalinn, og báturinn fór nokkuð hratt. En þetta verður nú virkjað svo bæjaryfirvöld í Sisimiut geta farið að slökkva á einhverjum af þessum díselstöðvum sínum, en bærinn er allur lýstur upp með slíkum vélum.
Allt gott héðan annars, flugurnar eru nokkuð áhugasamar um mig eins og aðra af Sverristaðarættinni.......
Frétti það að Ísar Svan hefði skundað með tromma úr hljómsveitinni Jagúar inn í herbergið sitt til að sýna þeim trommurnar sínar, alveg stórkostlegur krakki, þessu hefði pabbi hans aldrei þorað.
Mér gengur eitthvað hálf treglega að setja inn myndir en það hlýtur að takast einn daginn
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag þú ert að upplifa mörg og skemmtileg æfintýri þarna ég bíð bara eftir að lesa bloggið þitt mér finnst þetta allt svo spennandi.Það kom smá baklslag í mig en það er að lagast og ég er að verða spræk vonandi get ég farið aðeins austur kveðja AH
Aðalheiður (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 08:00
Sæll frændi :)
Það er aldeilis ævintýri sem þú ert að upplifa. Ég vona að þú eigir eftir að hafa svakalega gaman að þessu og þvílík reynsla í reynslubankann.
Þú ert mjög líklega að elda ofaní tengdapabba minn hann Guðmund held reyndar að hann sé í fríi núna en er næstum pottþétt að hann sé þarna í Sisimiut að vinna fyrir Ístak.
Það verður gaman að fylgjast með þér :)
Hafðu það gott
Kveðja Svava Dagný
Svava Dagný (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.