18.7.2009 | 23:58
komast inní hlutina
Nú er maður svona að komast inn í þetta smám saman, inn í rútínuna í eldhúsinu, svoldið annað en maður er vanur, þetta byrjar snemma, mætti kl 07 og þá voru karlarnir að fara í vinnu, komu í mat kl 1100, kaffi kl 15 og kvöldmat kl 18. Svona eins og alltaf þegar maður byrjar í nýju eldhúsi, þreif ég allt í hólf og gólf, sá danski sem á undan mér var hefur ekki eitt sínum tíma í slíkt, þannig að það var af nógu af taka. En það er ágætt þá er það búið.
Svo á morgun byrjar dagurinn á egg og beikon handa mannskapnum, þannig að það verða einhver 15 kg af beikoni sem verða eldur fyrir kl 08 og ca 200 egg. Þessari reglu var sá danski búinn að koma á og henni má ekki breyta. Það var gert síðast sunnudag og það lá við uppreisn, þannig að við látum það nú ekki endurtaka sig. Það sýnir sig kanski hvað eldhúsið er mikilvægur þáttur á svona vinnustöðum, ef allir er saddir og glaðir þá gengur vinnan betur. Svo er bara um að gera að borga kokkinum og hans fólki nógu mikil laun svo allir sé alltaf í stuði ...
Mér skilst að það sé ekki auðvelt að komast yfir fisk hér á eyjunni Grænu, en okkur var boðinn hvalur í gær og ætli við kaupum ekki eitthvað af honum. Ýmislegt sem maður kynnist svona þegar maður fer yfir hafið. Hér á Grænlandi er t.d. eiginlega enginn landbúnaður, hér er öll mjólk g-mjólk frá Danmörku, smá rollubúskapur er á suður grænlandi en það er víst bara til að taka inn styrkina frá dönum. Hér er á boðstólum lambakjöt frá Nýja sjálandi og þetta grænlenska, en það er minnstakosti 2x dýrara ?? og gengur illa að fá fisk. Það er þetta með kýrhausinn og það sem í honum er, það er misjafnt.
Venlig hilsen
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getum við ekki flutt úr lambakjöt og fisk til Grænlands??? En ég veit að sama hvert hráefnið verður þá verður maturinn góður hjá þér
Nú er ég að baka(ekki vandræði) og allir sofandi hér dýr og menn... Ástarkveðja þín Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 08:22
Hér er líka mest notað lambakjöt frá nýja sjálandi, hef smakkað það og það var ágætt
Hjödda (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.