17.7.2009 | 22:26
Ísland-Grænland
Jæja þá er nú fyrsti dagurinn hér á Grænlandi að kveldi kominn, enda orðinn nokkuð langur og góður. Ferðalagið hófst á Íslandi með rútuferð til Keflavíkur, byrjaði reyndar í gær með flugferð til Rvík. En sem sagt frá Keflavík var flogið með Dash 8 vél til Nuuk, 3.tíma flug, ágætt í alla staði. Síðan tók við 2 tíma bið eftir innanlandsflugin hér, svo ég tók mér taxa niður í miðbæ og pjakkaðist aðeins um þar. Síðan var flogið innanlands hér á Grænlandi, frá Nuuk og til Sisimuit en það er 1 klst flug. Þar tók á móti mér Jónas nokkur Lilliendal, og fórum við í smá útsýnisferð um bæinn, vorum tiltölulega snöggir að því. Síðan var það bátsferð sem tók 1 ½ klst í blíðskapar veðri. Sá margt og mikið á leiðinn og tók margar myndir.
Aðstaðan hér á svæðinu er alveg ágæt, lítið eldhús en ágætlega búið. Danski kokkurinn sem ég er að taka við af var búinn að kaupa inn, helv mikið, og þá aðalega pulsur og pulsubrauð, hamborgara og vorrúllur. Einnig svínasíður og grófhakkaðar medisterpylsur. Þannig að nú verður að leggja höfuðið í bleyti til að reyna að breyta þessu í mat, þá öðruvísi en venjulega fram borinn, því þetta er eitthvað sem kallagreyin eru búnir að nærast á síðustu mánuðina. En fyrstirinn er fullur þannig að kanski leynist eitthvað þarna inn í horni, hver veit.
Mikil sól og blíða, fallegt veður en allt of margar flugur fyrir minn smekk. Nú ætla ég að fara og grafa mig inn í frystirinn til að leita af einhverju skemmtilegu til að elda á morgun.
Venlig hilsen, aðeins að æfa mig í dönskunni
Um bloggið
Gauti Árnason
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að ferðin gekk vel...
Aumingja fólkið að vera búið að nærast á pylsum, og svínasíðu....Þú átt eftir að rúlla þessu upp og láta alla fá matarást á þér.....Passaðu þig bara á að lokast ekki inni í frystinum þótt það sé heitt úti og mikið um flugur!!!
Af okkur er allt gott...Reyndar var ég við snúðabakstur kl 8 í morgun en þeir mislukkuðust allir
þannig að ég hata kanelsnúða og vona bara að mamma komi sem fyrst í snúðabakstur...
Gangi þér vel ástin mín og hlakka til að heyra frá þér og sjá myndir...
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 09:12
Það er gott að allt gekk vel og veit ég að áframhaldið verður spennandi og þú stendur þig í þessu vanur maður. Hlakka til að fá fréttir hér og myndir gangi þér allt í haginn kveðja af Þórsgötu.
Aðalh H (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 09:48
gott að ferðin gekk vel,og þér líst sæmilega á þetta,það hefur verið fábrotinn matur þarna,ef það hafa verið pylsur og eitthvað skran í matinn.en þú breytir þessu snarlega.kveðja.keh
Kristin Ellen. (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.