Mánudagur

Jæja þá eru stærst flokkarnir á alþingi komnir með nýja formenn. Þó ég hefði ekki stutt Bjarna ef ég hefði sótt landsfundinn, þá held ég þó að hann komi til með að verða ágætur foringi. Það eru margir sem vilja segja að hann komi úr öðrum armi heldur en þeir formenn sem hafa verið nú undanfarin ár, það er Davíð og Geir. Hann tilheyri frekar þessum gamla “kolkrabba” armi flokksins en þeir Geir og Davíð séu nýfrjárlshyggjumenn, sem hefur nú beðið afhroð út um allan heim, enda er maður alveg hættur að heyra í Hannesi Hólmsstein og hans lýkum. Nú er í raun spennadi að sjá hvort gömlu “kolkrabbarnir” fari ekki að láta bera meira á sér, og það séu kanski þær breytingar sem hann er að boða. Nú held ég að maður þurfi bara að fara lesa sig til um gamla hætti í pólitíkinni, lesa um Ingólf á Hellu og gamla Bjarna Ben, svona til að skilja þetta allt saman.

Ekki líst mér forystu Samfylkingarinnar, ég hef aldrei hrifst af Jóhönnu kerfiskonu og hvað þá honum Degi B. Það finnst mér vera einn mesti smjördellukall sem hefur komið fram í íslenskri pólitík, þannig að það er alveg á hreinu að þeir fá ekki mitt atkæði, reyndar var það á hreinu áður, hihi

Bjarmalandsfrúin kom heima á föstudaginn við mikinn fögnuð heimilsmanna og dýra. Fín helgi að baki, fórum á námskeið um ADHD, átum vel og mikið, bökuðum vöflur, fórum í Bergárdalinn, gekk upp Skarðið, fórum í sund og sitthvað fleira.

Karlakórsæfing í kvöld enda stutt í vortónleikana, líklega skýst ég svo suður til Rvik á morgun og til baka aftur

 

Med venlig hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Bjarni Ben verður sömu armslengd frá Davíð og Geir Haarde var á sinni formannstíð Gauti minn. Þetta er sem sagt allt sami armurinn vinur. Ef Bjarni stendur sig ekki sem formaður að mati Davíðs verður Davíð enn fúlli á næsta landsfundi en hann var á þeim nýliðna.

Þá verður nú eins gott fyrir landsbyggðafulltrúana að vera búnir að skipta um flokk.

Þú veist að VG stendur ykkur opið í komandi þingkosningum ef íhaldið fer að mínum ráðum og dregur sig í hlé fyrir þessar kosningar.

Árni Jónsen lpkaði alls ekki fyrir þann möguleika.

Þórbergur Torfason, 30.3.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband