1.mai og lífið heldur áfram

Jæja þá er þessi fíni fimmtudagur að kveldi kominn, og þá einnig fyrsti vinnudagur eftir vetrarfrí hjá mér. Það er kosturinn við að vera opinber starfsmaður að þá á maður alskonar réttindi, eins og t.d. vetrarfrí. Það upplifði ég nú ekki þegar ég var að vinna hjá sjálfum mér, fór ekki einu sinni í feðra orlof, var einn eða tvo daga heima þegar börnin fæddust. Sumu er nú gott að breyta. Gaf fólkinu svið í vinnunni og það kunni sko vel að meta það enda vant því að borða þau. Ragga les og les og allt eins og blómstrið eina.

Á morgun förum við skötuhjúin í vorferð með Karlakórnum Jökli, suður á land, syngjum í Vík annað kvöld og á Hvolsvelli á Laugardag. Svo verður eitthvað tjútt svona eins og gengur. Ég klikkaði í fyrra á því að vera líflegur í lúðanum, (míkrafónnin í rútunni) þannig að það verður stíft prógram núna, báðar leiðir. Komnar einar 15 bls af bröndurum, flestum fyrir neðan belti en það tilheyrir bara í svona ferðum.

Það er merkilegt hvað þarf lítið til að fella mann út af sporinu, var í miklu stuði rétt áðan, en fékk þá sendar myndir frá Guðlaugu systir, sem voru teknar á föstudaginn langa, og þá voru allir á lífi, hressir og kátir, en svo bara hviss bang búm, og næsti kafli í bókinni tekur við. Svona er víst lífið, maður verður bara að sætta sig við það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauti Árnason

Höfundur

Gauti Árnason
Gauti Árnason

Nokkuð staðfastur ungur maður með ákveðnar hugmyndir um lífið, 4 barna faðir sem lifir góðu lífi á Hornafirði

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Svæði hér í Patiksoq
  • IMG 3119
  • IMG 3117
  • Vegagerð
  • Rödeby

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband